Landsbyggðin í sókn
Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir ferðasýningunni Mannamót 2016 fimmtudaginn 21. janúar. Tilgangur Mannamóts er að auka dreifingu ferðamanna um landið allt með því að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Gestir munu sjá og fræðast um allt það sem er efst á baugi í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.