Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Kynning á niðurstöðum markaðsgreiningar

Markaðsstofa Suðurlands boðar til kynningarfunda um niðurstöðu markaðsgreiningar og markaðslega stefnumótun fyrir áfangastaðinn Suðurland.

Markaðsstofa Suðurlands boðar til kynningarfunda um niðurstöðu markaðsgreiningar og markaðslega stefnumótun fyrir áfangastaðinn Suðurland. Á fundunum munu fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands kynna niðurstöðu skýrslu sem unnin var af markaðsráðgjafafyrirtækinu Manhattan ásamt Markaðsstofu Suðurlands en greiningin er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands. Farið verður yfir leiðarljós í markaðssetningu, helstu markhópa og sérstöðu svæðisins.
 
Fundirnir eru opnir öllum og við hvetjum sérstaklega fólk í ferðaþjónustu að mæta á kynningarnar. Léttar veitingar. 
 
Fundirnir verða sem hér segir:
Kirkjubæjarstofa, Klaustur, fundi frestað. Ný dagsetning auglýst síðar.
Nýheimar, Höfn, fundi frestað. Ný dagsetning auglýst síðar.
Hótel Hekla, 28. nóvember, kl. 10:00 til 11:30
Hvolinn, Hvolsvöllur, 2. desember,  kl. 10:00 til 11:30
 
Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda póst í netfangið thorsteinn@south.is og tilgreina fundarstað.