Myndir á samfélagsmiðla
Við hjá Markaðsstofu Suðurlands erum alltaf á höttunum eftir skemmtilegum ljósmyndum af landslagi og/eða ferðamönnum og starfsfólki ferðaþjónustufyrirtækja við leik og störf til birtingar á samfélagsmiðlum okkar.
31.12.2016
Við hjá Markaðsstofu Suðurlands erum alltaf á höttunum eftir skemmtilegum ljósmyndum af landslagi og/eða ferðamönnum og starfsfólki ferðaþjónustufyrirtækja við leik og störf til birtingar á samfélagsmiðlum okkar. Við ætlum því að bjóða aðildarfyrirtækjum okkar að senda okkur ljósmyndir og við munum þá velja úr myndir út reglulega og birta með myllumerki (e.hashtag) viðkomandi aðila.
Þetta er skemmtileg leið til að vekja athygli á viðkomandi fyrirtækjum og þjónustu. Ef þið hafið myndir sem þið mynduð vilja nota til kynningar þá er hægt að senda þær með tölvupósti á thorsteinn@south.is ásamt því myllumerki sem á að nota.