CBS á Suðurlandi í janúar
Fréttateymi frá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS kom til Íslands á dögunum í þeim erindagjörðum að vinna fréttainnslag um eldvirkni á Íslandi. Wendy Gillette fréttakona var í forsvari fyrir teymið. Hún þekkt andlit í bandarísku sjónvarpi og hefur unnið fyrir CBS í New York í fjölda ára.
Markaðsstofa Suðurlands hafði milligöngu og umsjón með heimsókn þeirra á Suðurlandið. Farið var í Lava Centre og þar tekin voru viðtöl við Ara Trausta Guðmundsson jarðfræðing og Ásbjörn Björgvinsson markaðsstjóra Lava Centre. Einnig fór teymið í dagsferð um Suðurland í boði Mountaineers of Iceland. Mikil ánægja var með ferðina hjá fréttateyminu og létu þau vel af landi og þjóð. Stefnt er á að innslagið fari inn á fréttaveitu CBS í febrúar og má reikna með að milli 6 og 7 milljónir manns muni sjá innslagið