Fara í efni

Norður Ameríka markaður að vakna aftur til lífs

13 og 14 apríl síðastliðinn stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofu á Norður Ameríku markaði

13 og 14 apríl síðastliðinn stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofu á Norður Ameríku markaði. Vinnustofan var rafræn og voru 23 aðilar frá Íslandi skráðir til leiks. Rúmlega hundrað ferðaheildsala og ferðafyrirtæki voru skráð á vinnustofuna. Það var greinilegt á spjalli við þessa aðila að þau hafa fundið fyrir mikilli aukningu á fyrirspurnum um ferðir til Íslands undan farnar vikur. Hið sama má segja með íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, þar hefur orðið mikil aukning í fyrirspurnum til Íslands.

Í sumar munu Icelandair, Delta og United Airlines fljúga til og frá Íslandi og Bandaríkjunum. Í upphafi vinnustofu kom fram að 20% Bandaríkjamanna séu fullbólusettir og þriðjungur þeirra hafi fengið fyrri sprautu bóluefna. Sparnaður fólk hefur aldrei verið meiri og mikill áhugi fólk á því að komast í ferðalög og Íslands. Fólk virðist almennt tilbúið að panta sér ferðir og leita nýrra ævintýra.

Staðan á bólusetningu í Kanada er ekki jafn góð og í Bandaríkjunum. Þar er aðeins 4% fólks fullbólusett og 10% fólks hafa fengið fyrri sprautu bóluefna.