Fara í efni

Vinnustofur í Amsterdam og Brussel

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í vinnustofum í Amsterdam og Brussel í síðustu viku. Verkefnastjóri MSS, Nejra Mesetovic, fór fyrir hönd MSS.

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í vinnustofum í Amsterdam og Brussel í síðustu viku. Verkefnastjóri MSS, Nejra Mesetovic, fór fyrir hönd MSS. Vinnustofurnar voru skipulagðar af Íslandsstofu í samstarfi við Visit Faroe Islands, Visit Greenland, Visit Finland og Visit Estonia, með hjálp frá almannatengslastofum í Hollandi og Belgíu.

12 fyrirtæki frá Íslandi tóku þátt ásamt Markaðsstofu Suðurlands og Markaðsstofu Norðurlands. Fundir voru fyrirfram bókaðir og fundaði Nejra með fulltrúum frá rúmlega 30 ferðaskrifstofum í Hollandi og Belgíu sem selja ferðir til Íslands.

Viðtökurnar voru góðar og greinilegt var að mikill áhugi var á Suðurlandi og kynnti Markaðsstofan það helsta í nýjungum ásamt því að minna á önnur fyrirtæki, áfangastaði og náttúruperlur.

Sérstaklega var mikill áhugi fyrir þeim nýju fyrirtækjum sem hafa verið að bætast við flóruna á Suðurlandi og vildu kaupendur vita meira um þau. Því er mikilvægt að senda okkur fréttir eða tilkynningar á info@south.is um nýjungar í vöruframboði eða þjónustu svo hægt sé að segja frá því á vinnustofum og öðrum kaupstefnum.