SKRÁNING Á VESTNORDEN 2021 OPIN TIL 5. SEPTEMBER
Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin á Reykjanesi dagana 5.-7. október 2021. Á Vestnorden koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og ferðaheildsalar víðsvegar að úr heiminum. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og aðrir boðsgestir. Í tengslum við Vestnorden gefst ferðaheildsölunum auk þess kostur á að fara í kynnisferðir til landanna þriggja.