Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Fréttir
Aðalfundur og árshátíð 2025 - takið daginn frá!
Nú er loksins komið að því! Árshátíð og aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands fer fram föstudaginn 16. maí á Hótel Geysi.
Leiðarvísir fyrir bókaunnendur á Suðurlandi
Við Íslendingar eigum ómetanlegan sagna- og bókmenntaarf. Tungumálið hefur lítið breyst í þúsund ár og við getum auðveldlega lesið fornsögurnar okkar. Suðurlandið hefur að geyma ýmsa bókmenntastaði sem er einstakt að heimsækja.
Njóttu Íslands í vetrarskrúðanum- á öruggan hátt
Það er fátt fegurra en Ísland að vetri til, þegar snjórinn umvefur landið á sólríkum degi. Þá er tilvalið að fara í ferðalag um Suðurlandið, skoða perlurnar í vetrarskrúðanum og njóta frábæru þjónustunnar sem landshlutinn hefur upp á að bjóða. Veðrið getur þó breyst hratt og það borgar sig að vera vel búinn. Hér koma nokkur ráð áður en ekið er af stað.
Mid-Atlantic 2025: Tækifæri til tengslamyndunar í ferðaþjónustu
Laugardalshöll iðaði af lífi síðastliðinn föstudag þegar ferðaþjónustuaðilar frá öllum heimshornum komu saman á Mid-Atlantic ferðakaupstefnunni. Viðburðurinn, sem Icelandair stendur fyrir annað hvert ár, er lykiltækifæri fyrir fagfólk í ferðaþjónustu til að tengjast, deila hugmyndum og skapa ný viðskiptatækifæri. Markaðsstofa Suðurlands átti fjölmarga fundi með erlendum aðilum og naut þess að miðla þeim einstöku upplifunum sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Metþáttaka á Mannamótum!
Hin árlega kaupstefna Mannamót fór fram í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025. Þar fengu ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni tækifæri til að kynna starfsemi sína og er óhætt að segja að úrval af gistingu, mat og afþreyingu um allt land er framúrskarandi. Viðburðurinn hefur stækkað frá ári til árs og að þessu sinni mættu um 1.600 manns.
Frábær Ferðaþjónustuvika 2025 að baki
Það var mikið um dýrðir í Ferðaþjónustuvikunni dagana 14.-16. janúar sl. Boðið var upp á fjölmarga viðburði og má þar nefna Nýársmálstofu og Markaðssamtal ferðaþjónustunnar, Ferðatæknimót, Dag ábyrgrar ferðaþjónustu og málþing um slys í ferðaþjónustu auk viðbragða við þeim. Vikan endaði svo með einum af stærsta viðburði íslenskrar ferðaþjónustu, Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna sem hefur aldrei verið fjölmennari en í ár. Að því loknu var botninn sleginn úr vikunni með glæsilegu boði á Telebar Parliament Hóteli.
Líklega allra stærsta flugeldasýning í heimi
Áramótin á Íslandi eru einstök. Á miðnætti ætlar allt um koll að keyra og þjóðin sameinast í ólýsanlegari ljósadýrð á himni. Hátíðarhöldin hafa á síðastliðnum 100 árum þróast úr brennum og álfadansi í eina stærstu flugeldasýningu í heimi.
Handbók til sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða
Í samstarfi við Ferðamálastofu hefur Markaðsstofa Suðurlands nú útbúið handbók sem á að auðvelda sveitarfélögum í stefnumótun, ákvörðunum og aðgerðum við uppbyggingu ferðamannastaða.
Skálholtsdómkirkja: Sögulegur gimsteinn í sýndarveruleika
Skálholtsdómkirkja er merkilegur sögustaður með djúpar rætur í trúar- og menningarsögu Íslands. Gestir geta nú upplifað kirkjuna á nýjan hátt í sýndarveruleika.
Norðurljós, stjörnuhiminn og almyrkvi 2026
Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, var gestur á morgunfundi Markaðsstofunnar á dögunum og fjallaði um norðurljósin, myrkurgæði Íslands og væntanlegan sólmyrkva 2026. Hann kynnti einnig vefsíðurnar icelandatnight.is og solmyrkvi2026.is, sem bjóða upp á gagnlegar upplýsingar um fyrirbæri himinhvolfanna.
Jólafundur Markaðsstofa landshlutanna og Ferðamálastofu
Föstudaginn 13. desember bauð Ferðamálastofa forstöðumönnum Markaðsstofa landshlutanna (MAS) til árlegs jólafundar.
Morgunfundur MSS: Norðurljós, stjörnuhiminn og sólmyrkvi
Þann 17. desember næstkomandi fer fram spennandi rafrænn morgunfundur hjá Markaðsstofu Suðurlands þar sem Stjörnu-Sævar ætlar að segja frá nýrri vefsíðu sinni sem gefur upplýsingar um norðurljós, stjörnuhimininn og sólmyrkvann sem er væntanlegur þarnæsta sumar.