Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Góð mæting á vinnustofur um Eldfjallaleiðina

Markaðsstofa Suðurlands ásamt Markaðsstofu Reykjaness hafa undanfarnar vikur haldið vinnustofur um Eldfjallaleiðina á svæðunum. Eldfjallaleiðin er ný ferðaleið sem er hönnuð í samstarfi við ferðaþjónustuaðlila, fulltrúa sveitarfélaga, íbúa og aðra hagaðila í landshlutunum tveimur.

Alls voru vinnustofurnar sex talsins vítt og breytt um Suðurland og Reykjanes. Góð mæting var á vinnustofurnar og vinnan sjálf gekk vonum framar. Margar áhugaverðar hugmyndir eru því nú á borðinu sem Markaðsstofurnar tvær fara að vinna úr á næstu dögum.

Vegna mikils áhuga hefur verið ákveðið að halda rafræna vinnustofu til viðbótar við þær sex sem þegar hafa verið haldnar.

Rafræna vinnustofan fer fram fimmtudaginn 15. desember kl. 13.00 – 14.30 á Teams.

Allir hagaðilar og íbúar á Suðurlandi eru velkomin að taka þátt.

Hægt er að skrá sig HÉR