Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, veitir þeim Nikolett og Jos…

Sproti ársins 2025

Markaðsstofa Suðurlands veitir árlega viðurkenningu fyrir Sprota ársins, en er hún veitt fyrir árangursríka og lofandi nýsköpun í greininni.

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands - matseðillinn er lentur ✨

Við hjá Markaðsstofunni erum orðnar mjög spenntar að hitta ykkur á árshátíðinni á Hótel Geysi n.k. föstudag! Matseðillinn er ekki af verri endanum og deilum við honum hér með ykkur ✨

Morgunfundur Markaðsstofunnar - "Hvernig nýti ég samstarfið sem best?"

Yfir vetrarmánuðina stendur Markaðsstofa Suðurlands reglulega fyrir rafrænum morgunfundum með aðildarfélögum sínum þar sem við hittumst og ræðum saman. Síðasti fundur þessa vors var haldinn miðvikudaginn 7. maí og bar hann yfirskriftina „Hvernig nýti ég samstarfið sem best?“ Tóku um 30 aðilar þátt í fundinum og var drepið víða niður á málefnum líðandi stundar í greininni áður en formleg yfirferð hófst. Það sem var helst að frétta var að gististaðir sjá nú meira af afbókunum en áður, og þá aðallega í hópaseríum, en afþreyingin er með sterka bókunarstöðu. Lítur út fyrir að gestirnir okkar ferðist orðið fremur í litlum hópum eða á eigin vegum, og dvelja þeir jafnan lengur á hverjum stað sem er jákvætt. Voru aðilar bjartsýnir á að bókunarstaðan yrði að endingu góð fyrir sumarið og einnig lítur haustið vel út.

Tökum gestum okkar fagnandi

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2025

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldinn þann 16. maí næstkomandi á Hótel Geysi, klukkann 12:30.
Ferðalangar við Dverghamra. Mynd Þráinn Kolbeinsson.

Suðurland stendur sterkt- bjartar horfur í ferðaþjónustu innanlands

Suðurland er í lykilhlutverki þegar kemur að ferðalögum og útivist Íslendinga. Nýjar skýrslur Ferðamálastofu sýna sterka stöðu svæðisins og vaxandi tækifæri til sjálfbærrar þróunar.

Aðalfundur og árshátíð 2025 - takið daginn frá!

Nú er loksins komið að því! Árshátíð og aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands fer fram föstudaginn 16. maí á Hótel Geysi.
Vestrahorn er ólýsanlega fallegt á sólríkum vetrardegi. Mynd: Axelle Saint-Clair.

Njóttu Íslands í vetrarskrúðanum- á öruggan hátt

Það er fátt fegurra en Ísland að vetri til, þegar snjórinn umvefur landið á sólríkum degi. Þá er tilvalið að fara í ferðalag um Suðurlandið, skoða perlurnar í vetrarskrúðanum og njóta frábæru þjónustunnar sem landshlutinn hefur upp á að bjóða. Veðrið getur þó breyst hratt og það borgar sig að vera vel búinn. Hér koma nokkur ráð áður en ekið er af stað.
Gleðin var við völd á Mid-Atlantic 2025

Mid-Atlantic 2025: Tækifæri til tengslamyndunar í ferðaþjónustu

Laugardalshöll iðaði af lífi síðastliðinn föstudag þegar ferðaþjónustuaðilar frá öllum heimshornum komu saman á Mid-Atlantic ferðakaupstefnunni. Viðburðurinn, sem Icelandair stendur fyrir annað hvert ár, er lykiltækifæri fyrir fagfólk í ferðaþjónustu til að tengjast, deila hugmyndum og skapa ný viðskiptatækifæri. Markaðsstofa Suðurlands átti fjölmarga fundi með erlendum aðilum og naut þess að miðla þeim einstöku upplifunum sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Fyrirtæki frá Vestmannaeyjum fjölmenntu á Mannamót.

Metþáttaka á Mannamótum!

Hin árlega kaupstefna Mannamót fór fram í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025. Þar fengu ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni tækifæri til að kynna starfsemi sína og er óhætt að segja að úrval af gistingu, mat og afþreyingu um allt land er framúrskarandi. Viðburðurinn hefur stækkað frá ári til árs og að þessu sinni mættu um 1.600 manns.
Það var fjölmennt á Mannamótum landshlutanna í Kórnum í Kópavogi þann 16. janúar 2025.

Frábær Ferðaþjónustuvika 2025 að baki

Það var mikið um dýrðir í Ferðaþjónustuvikunni dagana 14.-16. janúar sl. Boðið var upp á fjölmarga viðburði og má þar nefna Nýársmálstofu og Markaðssamtal ferðaþjónustunnar, Ferðatæknimót, Dag ábyrgrar ferðaþjónustu og málþing um slys í ferðaþjónustu auk viðbragða við þeim. Vikan endaði svo með einum af stærsta viðburði íslenskrar ferðaþjónustu, Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna sem hefur aldrei verið fjölmennari en í ár. Að því loknu var botninn sleginn úr vikunni með glæsilegu boði á Telebar Parliament Hóteli.
Göngufólk í Þórsmörk. Eyjafjallajökull í baksýn.

Handbók til sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða

Í samstarfi við Ferðamálastofu hefur Markaðsstofa Suðurlands nú útbúið handbók sem á að auðvelda sveitarfélögum í stefnumótun, ákvörðunum og aðgerðum við uppbyggingu ferðamannastaða.