Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný herferð Íslandsstofu

Í gær fór ný herferð fyrir áfangastaðinn Ísland í loftið sem ber heitið The A.U.R.O.R.A.S. - The Alliance of Ultra Reliable Observers Ready for Aurora Spotting þar sem skrautlegur hópur alþjóðlegs áhugafólks hefur valið að koma til Íslands í leit að norðurljósum.

Myndbandið er hluti af aðgerðum markaðsverkefnisins Ferðaþjónusta til framtíðar sem Íslandsstofa framkvæmir fyrir hönd íslenskrar ferðaþjónustu og fjármagnað er af íslenskum stjórnvöldum. Íslandsstofa hélt kynningarfund á netinu þar sem myndbandið var frumsýnt: 

Einkum var lögð áhersla á að sækja á Bretlandsmarkað að þessu sinni, en Bretar eru einn mikilvægasti markhópur íslenskrar ferðaþjónustu, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Þróunin í ár sýnir minnkandi eftirspurn yfir vetrartímabilið en sterkari eftirspurn yfir sumarið. Þessi sveifla undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda markvissri nálgun og sýnileika á Bretlandsmarkaði líkt og á öðrum mörkuðum þar sem áhersla er lögð á að kynna Ísland sem heilsársáfangastað.

Við hvetjum ykkur öll til deila þessari herferð á ykkar tengiliði og í gegnum samfélagsmiðla. 

Hér má nálgast leikbók með upplýsingum um herferðina og leiðbeiningar um það hvernig ferðaþjónustuaðlar geta tengt sína markaðssetningu við herferðina. 

Hér er svo hlekkur á heimasíðu tileinkaðri herferðinni þar sem er að finna myndbandið, upplýsingar um norðurljós og nokkrar laufléttar spurningar til að gerast meðlimur í The A.U.R.O.R.A.S.

Við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt í að deila herferðinni og nýta hana ykkur til gagns þegar kemur að markaðssetningu.