Stöðugreining
Stöðugreining á áfangastaðnum Suðurlandi veitir nauðsynlega yfirsýn yfir stöðu, þróun og helstu áskoranir ferðaþjónustunnar á Suðurlandi. Hún leggur faglegan grunn að stefnumótun og ákvarðanatöku, þar sem markmiðið er að tryggja sjálfbæra, samkeppnishæfa og gæðamiðaða þróun áfangastaðarins til framtíðar.
Í greiningunni er fjallað um þróun áfangastaðarins Suðurlands, með áherslu á uppbyggingu áfangastaða og þróunarverkefni undanfarinna ára. Tölfræði um atvinnugreinina og tölfræði um gistinætur gefa síðan innsýn í umfang, áhrif og mikilvægi greinarinnar fyrir landshlutann.
Þá má einnig skoða niðurstöður SVÓT-greiningar til að greina styrkleika, veikleika, tækifæri og ógnanir, auk glufugreiningar (gap analysis) sem varpar ljósi á misræmi milli núverandi stöðu og framtíðarsýnar. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar sýnir að lokumhvernig mismunandi þættir greinarinnar vinna saman að verðmætasköpun fyrir landshlutann.
Niðurstöður stöðugreiningarinnar mynda þannig faglegan grunn að markvissri stefnumótun, forgangsröðun aðgerða og sameiginlegri framtíðarsýn fyrir Suðurland sem sterkan, sjálfbæran og eftirsóknarverðan áfangastað.
