Um Suðurland
Suðurland er víðáttumikill landshluti, 30.969 km2 að stærð, með 31.805 íbúum (Hagstofa Íslands, 2023). Hér eru 15 sveitarfélög og stærsti byggðarkjarninn er Selfoss. Auk hans eru Vestmannaeyjabær, Hveragerði, Hvolsvöllur, Hella, Þorlákshöfn, Flúðir, Laugarvatn, Reykholt, Eyrarbakki, Stokkseyri, Vík, Kirkjubæjarklaustur og Höfn helstu þéttbýlisstaðir landshlutans. Suðurland er fjölmenningarsamfélag þar sem rúm 14% íbúa eru með erlent ríkisfang. Ferðaþjónusta er ein af undirstöðu atvinnugreinum landshlutans en auk hennar eru landbúnaður, sjávarútvegur og ýmsar þjónustugreinar stóru stoðirnar í atvinnulífi landshlutans.
Þrískipting landshlutans
Þar sem ólíkar áskoranir og tækifæri eru til staðar innan þessa stóra landshluta hefur honum verið skipt niður í þrjú svæði. Markmiðið með því er að draga fram styrkleika hvers svæðis og fá gesti til að dvelja lengur þar sem Suðurland hefur upp á svo margt fjölbreytt að bjóða.
Orka, kraftur og hreinleiki
Einkunnarorð Suðurlands eru orka, kraftur og hreinleiki og mátast orðin við einkenni þessara þriggja svæða Suðurlands. Sú þrískipting hefur fest sig í sessi í tengslum við ferðaþjónustu, hvert og eitt svæði hefur sitt einkunnarorð sem endurspeglar sérstöðu svæðisins.
- Gullna hrings svæðið: Árnessýsla, Ásahreppur og Rangárþing ytra með einkunnarorðið ORKA
- Katla jarðvangur & Vestmannaeyjar: Rangárþing eystra, Vestmannaeyjar, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur með einkunnarorðið KRAFTUR
- Ríki Vatnajökuls: Sveitarfélagið Hornafjörður með einkunnarorðið HREINLEIKI.

Áfangastaðir og seglar Suðurlands
Margar helstu náttúruperlur Suðurlands eru friðaðar og því á forræði Náttúruverndarstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Minjastofnunar. Aðrir áfangastaðir eru ýmist á forræði sveitarfélaga eða í einkaeigu. Flókið getur reynst að vinna að markvissri uppbyggingu nema sameiginleg sátt sé um. Hér á eftir eru dregnir fram helstu áningarstaðir, áfangastaðir og seglar Suðurlands. Þar sem ómögulegt er að lista upp alla staði á Suðurlandi eru helstu og þekktustu fossar, fjöll, gil, jöklar og lón talin upp sem dæmi. Ekki er um tæmandi lista að ræða heldur er hugsunin að draga fram hinn mikla fjölbreytileika sem landshlutinn býr yfir.
Þéttbýli
Sveitarfélög á Suðurlandi eru 15 talsins og þéttbýlin 20. Lang flest þéttbýlin hafa myndast í kringum þjónustu einhverskonar, sjávarútveg, verslun eða skólaeiningar.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Árnes | Hvolsvöllur | Höfn |
| Borg | Vestmannaeyjabær | |
| Brautarholt | Vík | |
| Eyrarbakki | Kirkjubæjarklaustur | |
| Flúðir | ||
| Hella | ||
| Hveragerði | ||
| Laugarás | ||
| Laugarvatn | ||
| Reykholt | ||
| Selfoss | ||
| Sólheimar | ||
| Stokkseyri | ||
| Þorlákshöfn | ||
| Þykkvibær |
Friðlýst svæði
Friðlýst svæði á Suðurlandi eru 26 talsins. Friðlýsing byggir á lögum um náttúruvernd. Svæði sem hljóta friðlýsingu búa yfir slíkri sérstöðu að þurfa þykir að vernda þau til framtíðar. Sérstaðan getur meðal annars falist í fegurð svæðis, dýralífi, plöntulífi, fræðslu og menningargildi svæðisins eða náttúrufyrirbærum sem eru einstök á lands- eða heimsvísu. Mismunandi reglur gilda á svæðum eftir því hversu mikil vernd er talin nauðsynleg til að varðveita sérstöðu þess. Friðlýsing skapar vettvang þar sem fólk getur notið útiveru í lítt snortinni náttúru, einnig kemur friðlýsing á skipulagi sem tryggir vernd náttúrunnar á til lengri tíma. (Umhverfisstofnun, 2022)
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Árnahellir í Leitahrauni | Álftaversgígar | Díma í Lóni |
| Friðland að Fjallabaki | Dverghamrar | Háalda |
| Geysissvæðið | Dyrhólaey | Ingólfshöfði |
| Gullfoss | Kirkjugólf | Lónsöræfi |
| Herdísarvík | Skógafoss | Ósland |
| Jörundur í Lambahrauni | Surtsey | Salthöfði og Salthöfðamýrar |
| Kerlingarfjöll | Vatnajökulsþjóðgarður | Vatnajökulsþjóðgarður |
| Oddaflóð | ||
| Pollengi og Tunguey | ||
| Landslagsverndarsvæði í Þjórsárdal | ||
| Vatnajökulsþjóðgarður | ||
| Viðey í Þjórsá | ||
| Þingvallaþjóðgarður | ||
| Þjórsárver |
Staðir á Landsáætlun
Landsáætlun um uppbyggingu innviða er stefnumarkandi áætlun til 12 ára um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, leiðum og svæðum í eigu ríkisins. Í henni eru sett fram markmið um stýringu og sjálfbæra þróun, vernd náttúru og menningarsögulegra minja, öryggismál, skipulag og hönnun og ferðaleiðir. Alþingi samþykkti áætlunina sem þingsályktun í júní 2018. Samhliða áætluninni gildir þriggja ára verkefnaáætlun þar sem settar eru fram tillögur að verkefnum á ferðamannastöðum auk eflingar landvörslu (Stjórnarráð Íslands, e.d.).
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Þingvellir - Þinghelgi, Þingvallahraun og Öxará | Þórsmörk og Goðaland | Breiðamerkursandur/Þröng |
| Geysir |
Skógafoss - láglendi |
Ingólfshöfði |
| Haukadalsskógur | Dyrhólaey | Sandfell í Öræfum |
| Gullfoss | Loftsalahellir | Háalda |
| Keldur á Rangárvöllum | Skaftáreldahraun | Skaftafell |
| Stöng í Þjórsárdal | Fjaðrárgljúfur | Skaftafellsheiði |
| Gjáin í Þjórsárdal | Lakagígar | Jökulsárlón |
| Skógræktin í Þjórsárdal | Tjarnarhringur | Hjallanes |
| Kerlingarfjöll | Kirkjugólf | Heinabergslón |
| Friðland að Fjallabaki | Dverghamrar | Papafjörður |
| Landmannalaug | Vatnajökulsþjóðgarður - vestur | Lón |
| Landmannahellir | Lónsöræfi | |
| Laugahringur | Vatnajökulsþjóðgarður - suður | |
| Rauðufossar |
Varða - merkisstaðir Íslands
Á vormánuðum 2021 kynnti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið nýtt verkefni Varða – merkisstaðir Íslands. Þeir staðir sem hjóta merkið Varða eru fyrirmyndarstaðir á Íslandi þar sem farið er í heildstæða nálgun á áfangastaðastjórnun. (Stjórnarráð Íslands, á.á.) Verkefni þetta er góð viðbót við þá uppbyggingu sem á sér stað hjá ríki, sveitarfélögum og öðrum sem vinna að uppbyggingu áfangastaða. Í fyrsta áfanga þessa verkefnis eru fjórir staðir á lista, eru þeir allir staðsettir á Suðurlandi og allir í eigu ríkisins. Í júní 2022 voru Þingvellir formlega viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Þingvellir | Jökulsárlón | |
Þjóðgarðar, jarðvangar og UNESCO svæði
Á Suðurlandi eru tveir þjóðgarðar, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður og einn jarðvangur, Katla jarðvangur. Báðir þjóðgarðarnir sem og jarðvangurinn eru með UNESCO vottun. Þá má nefna að Surtsey er einnig á heimsminjaskrá UNESCO.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Vatnajökulsþjóðgarður (á UNESCO heimsminjaskrá) | Katla UNESCO jarðvangur | Vatnajökulsþjóðgarður (á UNESCO heimsminjaskrá) |
| Þingvallaþjóðgarður (á UNESCO heimsminjaskrá) | Surtsey (á UNESCO heimsminjaskrá) | |
| Vatnajökulsþjóðgarður (á UNESCO heimsminjaskrá) |
Fjöll
Ótal fjöll eru á Suðurlandi en þar má nefna bæði virk og óvirk eldfjöll, fjöll undir jökli og stakstæð fjöll. Hér eru þekktari fjöll Suðurlands upptalin, listinn er ekki tæmandi heldur gerður til að sýna dæmi um fjölbreytileika á Suðurlandi.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Búrfell í Grímsnes- og Grafningshreppi | Eldfell | Bergárdalsheiði |
| Búrfell í Skeiða- og Gnúpverjahreppi | Gjátindur | Birnudalstindur |
| Hekla | Hafursey | Geitafell |
| Hestfjall | Hatta | Geitakinn |
| Ingólfsfjall | Helgafell | Hrútfellstindar |
| Kálfstindar | Hjörleifshöfði | Hvannadalshnjúkur |
| Kerhóll | Laki | Ingólfshöfði |
| Langholt | Lómagnúpur | Ketillaugarfjall |
| Laugarfell | Mælifell | Kristínartindar |
| Laugarvatnsfjall | Pétursey | Miðfellstindur |
| Miðfell | Reynisfjall | Sandfell |
| Mosfell | Sveinstindur | Setbergsheiði |
| Vörðufell | Tindfjöll | Skarðstindar |
| Valahnjúkur | Vestrahorn | |
| Þríhyrningur | Þverártindsegg |
Fossar
Eitt af einkennum Suðurlands eru fossar. Marga þekktustu fossa landsins má finna á Suðurlandi. Hér eru nokkrir af helstu fossum Suðurlands nefndir. Listinn er ekki tæmandi heldur gerður til að sýna dæmi um fjölbreytileika á Suðurlandi. Miðað er við að staðir á listanum búi yfir ágætu aðgengi. Staðir sem ekki hafa viðeigandi aðstöðu til að taka á móti fjölda ferðamanna koma ekki fram á þessum lista.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Brúarfoss | Fagrifoss | Svartifoss |
| Dynkur | Foss á Síðu | Hundafoss |
| Faxi | Gljúfrabúi | Magnúsarfoss |
| Fossabrekkur | Gluggafoss | Þjófafoss |
| Gjáin í Þjórsárdal | Kvernufoss | Gróflækjarfoss |
| Gullfoss | Ófærufoss | Bólstaðarfoss |
| Háifoss og Granni | Seljalandsfoss | Mígandi |
| Hjálparfoss | Skógafoss | |
| Rauðufossar | Stjórnarfoss | |
| Reykjafoss | Systrafoss | |
| Urriðafoss | ||
| Þjófafoss | ||
| Ægissíðufoss | ||
| Öxarárfoss |
Gljúfur og ár
Mörg þekktustu gljúfur landsins má finna á Suðurlandi. Hér eru helstu gljúfur og ár Suðurlands, listinn er ekki tæmandi heldur gerður til að sýna dæmi um fjölbreytileika á Suðurlandi. Miðað er við að staðir á listanum búi yfir ágætu aðgengi. Staðir sem ekki hafa viðeigandi aðstöðu til að taka á móti fjölda ferðamanna koma ekki fram á þessum lista.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Almannagjá | Eystri-Rangá | Áin við Bólstaðarfoss í Skaftafelli |
| Brúarhlöð | Fjaðrárgljúfur | Áin við Lambhaga í Skaftafelli |
| Hvítá | Fossálar | Fellsá |
| Sigöldugljúfur | Markarfljótsgljúfur | Fjallsá |
| Sogið | Múlakvísl | Hornafjarðarfljót |
| Stóru-Laxárgljúfur | Nauthúsagil | Kolgríma |
| Varmá | Skaftá | Múlagljúfur |
| Ytri-Rangá | Stakkholtsgjá | |
| Þjórsá | ||
| Ölfusá |
Jöklar og lón
Jöklar og jökullón eru eitt af lykileinkennum Suðurlands. Eitt einkunnarorða Suðurlands er hreinleiki sem kallast á við jöklana. Hér eru helstu jöklar og jökullón Suðurlands listað upp, listinn er ekki tæmandi heldur gerður til að sýna dæmi um fjölbreytileika á Suðurlandi.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Langjökull | Eyjafjallajökull | Breiðárlón |
| Gígjökull | Falljökull | |
| Kötlujökull | Fjallsárlón | |
| Mýrdalsjökull | Fláajökull | |
| Sólheimajökull | Heinabergsjökull og Heinabergslón | |
| Hoffellsjökull og Hoffellslón | ||
| Jökulsárlón | ||
| Skaftafellsjökull | ||
| Skálafellsjökull | ||
| Vatnajökull | ||
| Öræfajökull |
Eldvirkni
Stór hluti af gosbelti landsins liggur um Suðurland og því eru leifar af eldvirkni fyrri alda vel sýnilegar innan landshlutans. Þekktustu eldstöðvar landsins má finna á Suðurlandi: Grímsvötn, Heklu, Kötlu og Vestmannaeyjar svo að dæmi séu nefnd. Á svæði Kötlu jarðvangs og Vestmannaeyja endurspeglar einkunnarorð svæðisins, kraftur, fjölmargar eldstöðvar sem staðsettar eru á svæðinu. Hér eru helstu staðir sem hafa myndast vegna eldvirkni eða eru virkar eldstöðvar. Listinn er ekki tæmandi heldur gerður til að sýna dæmi um fjölbreytileika á Suðurlandi.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Hengill | Álftaversgígar | Vatnajökull |
| Hekla | Eldgjá | Grímsvötn |
| Kerið | Eyjafjallajökull | Öræfajökull |
| Raufarhólshellir | Katla | |
| Þjórsárhraun | Lakagígar | |
| Landbrotshólar | ||
| Magni og Móði | ||
| Skaftáreldahraun | ||
| Surtsey | ||
Vestmannaeyjar:
|
Fjörur og sandar
Suðurströndin er ein vinsælasta ferðaleið landsins og þræðir margar af perlum Suðurlands. Fjölbreytileiki fjara og sanda á Suðurlandi er mikill, sem dæmi má nefna sandfjörur, hraunfjörur og sanda undan jöklum sem gefa kost á mismunandi upplifun gesta. Margar af þekktustu fjörum og söndum landsins má finna á Suðurlandi. Hér eru helstu fjörur og sandar Suðurlands, listinn er ekki tæmandi heldur gerður til að sýna dæmi um fjölbreytileika á Suðurlandi.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Eyrarbakkafjara | Landeyjasandur | Skeiðarársandur |
| Skötubót | Mýrdalssandur | Breiðamerkursandur |
| Stokkseyrarfjara | Reynisfjara | Eystri-Fellsfjara |
| Þykkvabæjarfjara | Sólheimasandur | Vestari-Fellsfjara |
| Víkurfjara | Suðurfjörur | |
| Austurfjörur | ||
| Hvalnes |
Jarðhitasvæði
Geysir, þekktasti hver heims, er staðsettur á Suðurlandi. Hverasvæði með aðgengi fyrir almenning má heslt finna á Gullna hrings svæðinu. Hér eru helstu hverasvæði Suðurlands upp talin en auk þessara svæða má finna ýmis minni eða óaðgengilegri hverasvæði. Listinn er því ekki tæmandi heldur gerður til að sýna dæmi um fjölbreytileika á Suðurlandi.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Geysir | Hoffell í Nesjum | |
| Hveragarðurinn í Hveragerði | ||
| Hverahólminn á Flúðum | ||
| Hveradalur | ||
| Kerlingarfjöll | ||
| Laugarvatn | ||
| Landmannalaugar | ||
| Reykjadalur |
Gönguleiðir
Margar lengri og styttri gönguleiðir má finna á Suðurlandi, hvort sem um er að ræða gamlar þjóðleiðir eða nýrri leiðir. Margar af elstu vinsælustu gönguleiðum á landinu má finna á Suðurlandi en einnig er verið að vinna að nýjum leiðum. Hér eru helstu lengri gönguleiðir Suðurlands. Listinn er ekki tæmandi heldur gerður til að sýna dæmi um fjölbreytileika á Suðurlandi.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Ásavegur | Ástarbrautin á Klausturheiði | Birnudalstindur |
| Laugavegurinn | Fimmvörðuháls | Gönguleið fyrir Horn |
| Reykjadalur | Landbrotshólar | Hoffell |
| Vitaleiðin | Sveinstindur-Skælingar | Hvannadalshnjúkur |
| Strútsstígur | Hrútfellstindar | |
| Jöklaleiðin | ||
| Kristínartindar | ||
| Lónsöræfi | ||
| Mýrarjöklar | ||
| Skaftafell |
Skógar
Skógar á Suðurlandi fara vaxandi og eru orðnir góð viðbót til útivistar og sem áningarstaðir. Hér eru helstu skógar taldir upp, listinn er alls ekki tæmandi heldur gerður til að sýna dæmi um fjölbreytileika á Suðurlandi.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Bolholtsskógur | Skógar | Bæjarstaðarskógur |
| Haukadalsskógur | Skógurinn á Kirkjubæjarklaustri | Haukafell |
| Hellisskógur | Tumastaðaskógur | |
| Laugarvatnsskógur | Þorsteinslundur | |
| Þjórsárdalsskógur | Þórsmörk | |
| Þrastaskógur |
Mannvirki
Ýmiskonar mannvirki má telja til áfangastaða á Suðurlandi og flest þeirra hafa skírskotun í sögu þjóðarinnar. Rútshellir undir Eyjafjöllum er dæmi um afar gamalt mannvirki en Flugvélarflakið á Sólheimasandi er aftur á móti dæmi um nýlegri leifar sem ferðamenn heimsækja. Hér eru ýmis áhugaverð mannvirki talin upp. Listinn er ekki tæmandi heldur gerður til að sýna dæmi um fjölbreytileika á Suðurlandi. Miðað er við að staðir á listanum búi yfir ágætu aðgengi. Staðir sem ekki hafa viðeigandi aðstöðu til að taka á móti fjölda ferðamanna koma ekki fram á þessum lista.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Flóaáveita | Dyrhólaeyjarviti | Brúarbrot Skeiðará |
| Gamla Þjórsárbrúin | Flugvélarflakið á Sólheimasandi | Stokksnes - víkingaleikmynd |
| Hafnarnesviti | Gullmolinn á Klausturheiði | Hvalnesviti |
| Knarrarósviti | Stórhöfðaviti | Gamla brúin yfir Heinabergsá |
| Selvogsviti | Rútshellir | Sel í Skaftafelli |
| Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal | ||
| Hellarnir á Hellu |
Hálendisperlur
Perlur landshlutans eru ekki eingöngu á láglendinu því fjölmargar leiðir liggja af Suðurlandi inn á hálendið. Þar má helst nefna leiðir inn á Kjöl og Sprengisand, Fjallabaksleiðir Nyrðri og Syðri og leiðir inn í Lakagíga og Lónsöræfi. Suðurlandið er ríkt af hálendisperlum og að öðrum ólöstuðum þá eru hér nokkur dæmi:
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Álftavatn | Eldgjá og Ófærufoss | Lónsöræfi |
| Fjallabak | Fögrufjöll | Vatnajökull |
| Kerlingarfjöll | Höfðabrekkuheiði og Þakgil | Hvannadalshnjúkur |
| Kjölur | Lakagígar | Grímsvötn |
| Landmannalaugar | Langisjór | |
| Ljótipollur | Mælifell | |
| Sprengisandur | Þórsmörk | |
| Vonarskarð |
Söfn og sýningar
Fjölmörg söfn og sýningar má finna á Suðurlandi. Hér eru talin upp þau helstu en listinn er ekki tæmandi heldur hugsaður til að sýna fjölbreytileika safna og sýninga á Suðurlandi.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
|
Draugasetrið |
Eldheimar | Gamlabúð |
| Fischersetur | Beluga Whale Sanctuary | Þórbergssetur |
| Gestastofan Ljósafossi | Hafnleysa | Listasafn Svavars Guðnasonar |
| Hakið á Þingvöllum | Kötlusetur | Menningarmiðstöð Hornafjarðar |
| Húsið á Eyrarbakka | Lava Centre | Skaftafellsstofa |
| Jarðhitasýningin á Hellisheiði | Lava Show | |
| Keldur á Rangárvöllum | (Njálurefillinn) | |
| Konubókastofa | Sagnheimar | |
| Laugarvatnshellar | Skaftárstofa | |
| Listasafn Árnesinga | Skansinn | |
| Þjóðveldisbærinn | Skógasafn | |
| Hellarnir á Hellu |
...
Staðir sem ekki eru nýttir í markaðssetningu
Á Suðurlandi eru nokkrir þekktir staðir sem er ekki æskilegt, t.d. vegna aðstæðna eða aðgengis, að séu nýttir í markaðslegum tilgangi til að kynna
áfangastaðinn Suðurland. Þessir staðir eiga það sameiginlegt að vera vel þekktir á samfélagsmiðlum og af afspurn. Á sumum þeirra hefur einhver uppbygging
átt sér stað en á einhverjum engin uppbygging. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ekki sé búið að gera aðgengi að þessum stöðum þannig að þeir anni
auknum gestafjölda. Þar má t.d. nefna sértækar staðbundnar aðstæður, að staðurinn sé nýlega uppgötvaður sem ferðamannastaður, land er í einkaeigu,
ágreiningur milli landeigenda eða svæðið viðkvæmt fyrir átroðningi gesta.
Gullna-hrings svæðið |
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar |
Ríki Vatnajökuls |
| Sigöldugljúfur | Seljavallalaug | |