Tunguskógur
Umsjónaraðili
Rangárþing eystra
Markmið
- Aukið öryggi
- Bætt upplýsingagjöf
Stutt verkefnalýsing
Viðhald stíga, bættar upplýsingar um staðinn og helstu göngu- og hjólaleiðir á svæðinu.
Helstu verkþættir
- Gagnaöflun
- Endurnýja upplýsingaskilti
- Yfirfara stíga og brýr
Hamragarðar
Umsjónaraðili
Rangárþing eystra
Markmið
- Aukið öryggi
- Verndun náttúru
- Verndun minja
Stutt verkefnalýsing
Bæta aðgengi, betri bílastæði og betri aðstaða fyrir ferðamenn. Uppbygging tengd við Seljalandsfoss. Deiliskipulag er í gildi.
Helstu verkþættir
- Hönnun
- Göngustígar
- Upplýsingaskilti
- Bætt aðgengi
- Varðveisla minja
Kverna
Umsjónaraðili
Rangárþing eystra
Markmið
- Aukið öryggi
Stutt verkefnalýsing
Klára göngustíg upp að fossi ásamt viðhaldi göngustíga. Bætt aðgengi allan ársins hring.
Helstu verkþættir
- Jarðvinna
- Klára að koma fyrir Ecoraster mottum alla leið að fossi og bæta upplýsingar og aðstöðu
Múlakot - gamli bærinn
Umsjónaraðili
Rangárþing eystra og landeigandi
Markmið
- Náttúru- og mannvirkja vernd
Stutt verkefnalýsing
Aðgengi fyrir alla, bættar upplýsingar, laga bílastæði, heimreið og fegrun umhverfisins
Helstu verkþættir
- Hönnunarvinna
- Koma fyrir upplýsingaskilti
- Bæta aðgengi
- Laga bílastæði og heimreið gamla bæjarins
Nauthúsagil
Umsjónaraðili
Landeigendur
Markmið
- Aukið öryggi
Stutt verkefnalýsing
Endurnýja keðjur, bæta stíg og veita upplýsingar.
Helstu verkþættir
- Endurnýja keðjur
- Bæta við upplýsingaskiltum
- Yfirfara aðgengi
Efra-Hvolshellar
Umsjónaraðili
Landeigendur
Markmið
- Aukið öryggi
Stutt verkefnalýsing
Endurgera tröppur og yfirfara gönguleið.
Helstu verkþættir
- Smíða nýjar tröppur niður að hellunum
- Yfirfara gönguleið
Stóri-Dímon
Umsjónaraðili
Landeigendur
Markmið
- Aukið öryggi
- Bætt aðgengi
Stutt verkefnalýsing
Stígagerð, bílastæði afmörkuð og bættar upplýsingar.
Helstu verkþættir
- Hönnunarvinna
- Yfirfara núverandi slóða
- Endurnýja upplýsingaskilti
- Afmarka bílastæði
Hvolsvöllur
Umsjónaraðili
Rangárþing eystra
Markmið
- Aukið öryggi
- Náttúruvernd
Stutt verkefnalýsing
Uppbygging á útivistar og gönguleiðum við þéttbýli Hvolsvallar. Hönnun og áætlunargerð. Uppbygging gönguleiðar um Hvolsfjall. Merkja tilvalda staði til skoðunar á norðurljósum.
Helstu verkþættir
- Hönnun útivistarsvæðis
- Hönnun stíga og gönguleiða
- Jarðvinna
- Stígagerð
- Upplýsingaskilti
- Koma fyrir lýsingu þar sem við á
Skógafoss
Umsjónaraðili
Landeigendur og Skógræktarfélag Rangæinga
Markmið
- Náttúruvernd
- Bætt aðgengi
Stutt verkefnalýsing
Fjölgun bílastæða og tilfærsla á tjaldsvæðinu frá fossinum niður á skógræktarsvæði.
Helstu verkþættir
- Hönnun
- Jarðvinna
- Tilfærsla mannvirkja
- Undirbúningur fyrir tjaldsvæði
Írárfoss
Umsjónaraðili
Landeigendur
Markmið
- Aukið öryggi
- Bætt aðgengi
Stutt verkefnalýsing
Bætt aðgengi, afmörkun bílastæða, upplýsingar og aðstæður.
Helstu verkþættir
- Jarðvinna
- Afmörkun svæðis
- Upplýsingagjöf
Njáluslóðir
Umsjónaraðili
Njálurefill ses. og Rangárþing eystra
Markmið
-
Varðveisla menningararfs
-
Dreifing ferðamanna
-
Miðlun og fræðsla
-
Efla sögutengda ferðaþjónustu
-
Verndun náttúru
-
Bætt öryggi ferðamanna
Stutt verkefnalýsing
Sögusviði Njálu mun verða lýst með myndgerðum upplýsingum um helstu sögustaði í nágrenni Hvolsvallar og hönnuð verður leiðarlýsing fyrir gesti sem hægt er að notast við á ferðum um svæðið. Stuðst verður við það fremsta í tækni og upplifunarhönnun til að sviðsetja atburði og kennileiti úr Njálu.
Helstu verkþættir
- Undirbúnings- og hönnunarvinna.
- Handritsgerð, staðarval, leiðarlýsing.
- Framleiðsla, frekari þróun og hönnun.
- Upplýsingaskiltum komið fyrir og myndgerðir tilbúnar.