Fara í efni

Tunguskógur

Umsjónaraðili

Rangárþing eystra

Markmið

  • Aukið öryggi
  • Bætt upplýsingagjöf

Stutt verkefnalýsing

Viðhald stíga, bættar upplýsingar um staðinn og helstu göngu- og hjólaleiðir á svæðinu.

Helstu verkþættir

  1. Gagnaöflun
  2. Endurnýja upplýsingaskilti
  3. Yfirfara stíga og brýr

Hamragarðar

Umsjónaraðili

Rangárþing eystra

Markmið

  • Aukið öryggi
  • Verndun náttúru
  • Verndun minja

Stutt verkefnalýsing

Bæta aðgengi, betri bílastæði og betri aðstaða fyrir ferðamenn. Uppbygging tengd við Seljalandsfoss. Deiliskipulag er í gildi.

Helstu verkþættir

  1. Hönnun
  2. Göngustígar
  3. Upplýsingaskilti
  4. Bætt aðgengi
  5.  Varðveisla minja

Kverna

Umsjónaraðili

Rangárþing eystra

Markmið

  • Aukið öryggi

Stutt verkefnalýsing

Klára göngustíg upp að fossi ásamt viðhaldi göngustíga. Bætt aðgengi allan ársins hring.

Helstu verkþættir

  1. Jarðvinna
  2. Klára að koma fyrir Ecoraster mottum alla leið að fossi og bæta upplýsingar og aðstöðu

Múlakot - gamli bærinn

Umsjónaraðili

Rangárþing eystra og landeigandi

Markmið

  • Náttúru- og mannvirkja vernd

Stutt verkefnalýsing

Aðgengi fyrir alla, bættar upplýsingar, laga bílastæði, heimreið og fegrun umhverfisins

Helstu verkþættir

  1. Hönnunarvinna
  2. Koma fyrir upplýsingaskilti
  3. Bæta aðgengi
  4. Laga bílastæði og heimreið gamla bæjarins

Nauthúsagil

Umsjónaraðili

Landeigendur

Markmið

  • Aukið öryggi

Stutt verkefnalýsing

Endurnýja keðjur, bæta stíg og veita upplýsingar.

Helstu verkþættir

  1. Endurnýja keðjur
  2. Bæta við upplýsingaskiltum
  3. Yfirfara aðgengi

Efra-Hvolshellar

Umsjónaraðili

Landeigendur

Markmið

  • Aukið öryggi

Stutt verkefnalýsing

Endurgera tröppur og yfirfara gönguleið.

Helstu verkþættir

  1. Smíða nýjar tröppur niður að hellunum
  2. Yfirfara gönguleið

Stóri-Dímon

Umsjónaraðili

Landeigendur

Markmið

  • Aukið öryggi
  • Bætt aðgengi

Stutt verkefnalýsing

Stígagerð, bílastæði afmörkuð og bættar upplýsingar.

Helstu verkþættir

  1. Hönnunarvinna
  2. Yfirfara núverandi slóða
  3. Endurnýja upplýsingaskilti
  4. Afmarka bílastæði

Hvolsvöllur

Umsjónaraðili

Rangárþing eystra

Markmið

  • Aukið öryggi
  • Náttúruvernd

Stutt verkefnalýsing

Uppbygging á útivistar og gönguleiðum við þéttbýli Hvolsvallar. Hönnun og áætlunargerð. Uppbygging gönguleiðar um Hvolsfjall. Merkja tilvalda staði til skoðunar á norðurljósum.

Helstu verkþættir

  1. Hönnun útivistarsvæðis
  2. Hönnun stíga og gönguleiða
  3. Jarðvinna
  4. Stígagerð
  5. Upplýsingaskilti
  6. Koma fyrir lýsingu þar sem við á

Skógafoss

Umsjónaraðili

Landeigendur og Skógræktarfélag Rangæinga

Markmið

  • Náttúruvernd
  • Bætt aðgengi

Stutt verkefnalýsing

Fjölgun bílastæða og tilfærsla á tjaldsvæðinu frá fossinum niður á skógræktarsvæði.

Helstu verkþættir

  1. Hönnun
  2. Jarðvinna
  3. Tilfærsla mannvirkja
  4. Undirbúningur fyrir tjaldsvæði

Írárfoss

Umsjónaraðili

Landeigendur

Markmið

  • Aukið öryggi
  • Bætt aðgengi

Stutt verkefnalýsing

Bætt aðgengi, afmörkun bílastæða, upplýsingar og aðstæður.

Helstu verkþættir

  1. Jarðvinna
  2. Afmörkun svæðis
  3. Upplýsingagjöf

Njáluslóðir

Umsjónaraðili

Njálurefill ses. og Rangárþing eystra

Markmið

  • Varðveisla menningararfs
  • Dreifing ferðamanna
  • Miðlun og fræðsla
  • Efla sögutengda ferðaþjónustu
  • Verndun náttúru
  • Bætt öryggi ferðamanna

Stutt verkefnalýsing

Sögusviði Njálu mun verða lýst með myndgerðum upplýsingum um helstu sögustaði í nágrenni Hvolsvallar og hönnuð verður leiðarlýsing fyrir gesti sem hægt er að notast við á ferðum um svæðið. Stuðst verður við það fremsta í tækni og upplifunarhönnun til að sviðsetja atburði og kennileiti úr Njálu.

Helstu verkþættir

  1. Undirbúnings- og hönnunarvinna.
  2. Handritsgerð, staðarval, leiðarlýsing.
  3. Framleiðsla, frekari þróun og hönnun.
  4. Upplýsingaskiltum komið fyrir og myndgerðir tilbúnar.