Fara í efni

Jöklaleiðin

Umsjónaraðili

Landeigendur, Vatnajökulsþjóðgarður og Sveitarfélagið Hornafjörður

Markmið

  • Öryggi ferðamanna
  • Náttúruvernd
  • Dreifing ferðamanna
  • Bætt aðstaða
  • Lengri dvöl

Stutt verkefnalýsing

Jöklaleiðin er heildræn göngu- hjólaleið með suðurbrún Vatnajökuls innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem er hugsuð til að byggja upp þjónustu við hæglætisferðamenn sem kjósa að dvelja lengur innan hvers svæðis. Jöklaleiðin er samvinnuverkefni margra hagaðila og samanstendur af nokkrum mismunandi áföngum.

Helstu verkþættir

  1. Skilgreina næstu leggi
  2. Vinna áfram að uppbyggingu leiðarinnar
  3. Kynning á þeim leggjum leiðarinnar sem nú þegar eru til staðar

Leiðarhöfði

Umsjónaraðili

Sveitarfélagið Hornafjörður

Markmið

  • Nýr áfangastaður
  • Dreifing ferðamanna
  • Öryggi ferðamanna
  • Lengri dvöl

Stutt verkefnalýsing

Byggja upp útivistarsvæði með áherslu á upplifun og útsýni á Höfn í Hornafirði. Skipulag og hönnun byggir á verðlaunatillögu úr hönnunarsamkeppni um Leiðarhöfðann á Höfn.

Helstu verkþættir

  1. Skipulagsvinna
  2. Fullnaðarhönnun
  3. Framkvæmd

Múlagljúfur

Umsjónaraðili

Landeigendur og Vatnajökulsþjóðgarður

Markmið

  • Öryggi ferðamanna
  • Náttúruvernd
  • Bætt aðstaða

Stutt verkefnalýsing

Bregðast við komum ört vaxandi hóps ferðamanna inn á svæði sem ekki hefur verið skipulagt sem áfangastaður ferðamanna áður.

Helstu verkþættir

  1. Skipulag og hönnun
  2. Bráðaaðgerðir til náttúruverndar og aukins öryggis
  3. Uppbygging innviða

Haukafell

Umsjónaraðili

Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu

Markmið

  • Náttúruvernd
  • Bætt aðstaða

Stutt verkefnalýsing

Leggja rafmagn og geta þar með boðið upp á tryggt neysluvatn, rafmagn og salernisaðstöðu á tjaldsvæðinu í Haukafelli. Staðurinn er hluti af Jöklaleiðinni, þar sem gönguleiðin Mýrajöklar hefst.

Helstu verkþættir

  1. Undirbúningsvinna
  2. Framkvæmd