Fossabrekkur
Umsjónaraðili
Rangárþing ytra
Markmið
- Náttúruvernd
- Dreifing ferðamanna
Stutt verkefnalýsing
Byggja upp áfangastað svo hann geti tekið á móti fleirum og á sama tíma verndi viðkvæma náttúru.
Helstu verkþættir
- Hönnun áfangastaðar
- Bílastæði
- Göngustígar
- Brú
- Pallur
- Fræðsluskilti
Sigöldugljúfur
Umsjónaraðili
Rangárþing ytra, Umhverfisstofnun og Landsvirkjun
Markmið
- Bætt öryggi
- Náttúruvernd
- Fræðsla
Stutt verkefnalýsing
Öryggi við Sigöldugljúfur er stórlega ábótavant en staðurinn hefur hlotið miklar vinsældir síðustu ár. Nauðsynlegt þykir að skipuleggja svæðið og hanna með tilliti til öryggis og náttúruverndar. Í kjölfar hönnunar verður farið út í hóflegar framkvæmdir til að fyrirbyggja alvarleg slys og óafturkræfar skemmdir á bergi.
Helstu verkþættir
- Hönnun og undirbúningur
- Innviðauppbygging
- Vöktun á árangri, endurmat og umbætur ef þarf
Bolholtsskógur
Umsjónaraðili
Skógræktarfélag Rangæinga
Markmið
- Dreifing ferðamanna
- Náttúruvernd
- Fræðsla
- Bætt aðgengi
Stutt verkefnalýsing
Uppbygging innviða í Bolholtsskógi
Aldamótaskógur
Umsjónaraðili
Skógræktarfélag Rangæinga
Markmið
- Dreifing ferðamanna
- Náttúruvernd
- Fræðsla
- Bætt aðgengi
Stutt verkefnalýsing
Uppbygging innviða í Aldamótaskógi
Oddi
Umsjónaraðili
Oddafélagið
Markmið
- Dreifing ferðamanna
- Nýr áfangastaður
- Efla menningar- og sögutengda ferðaþjónustu
Stutt verkefnalýsing
Efla Odda sem menningartengdan áfangastað, með utandyra sögusýningu, góðu aðgengi, lýsingu og dagaðstöðu fyrir ferðamenn.
Helstu verkþættir
- Hugmyndavinna, undirbúningsvinna, textavinna og myndataka
- Stafræn myndvinnsla og umbrot skilta
- Uppbygging innviða með tilliti til aðgengis fyrir alla. Lýsing, hellulögn, göngustígur og önnur dagaðstaða
- Prentun skilta og uppsetning í Oddalundi samkvæmt kerfi Vegrúnar