Fara í efni

Hveragarðurinn

Umsjónaraðili

Hveragerðisbær

Markmið

  • Bæta öryggi og upplifn gesta

Stutt verkefnalýsing

Uppbygging innviða s.s. skipta út handriðum og laga aðgengi til að draga úr slysahættu og bæta ásýnd garðsins. Einnig þarf að bæta húsakost og endurnýja girðingar í kringum garðinn. 

Helstu verkþættir

  1. Skipulag og hönnun
  2. Lagfæring á göngustígum
  3. Endurnýjun á handriðum/girðingum

Reykjadalur, gönguleið og áfangastaður

Umsjónaraðili

Hveragerðisbær

Markmið

  • Bæta aðgengi
  • Auka öryggi
  • Bæta upplifun ferðamanna
  • Vernda náttúru

Stutt verkefnalýsing

Styrkur fékkst frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem felst í hönnun annars vegar og bráðaðagerðum vegna gróðurverndar og merkinga hins vegar. Hönnun lýtur að áningarstöðum, fljótandi stígum og varanlegum stígum. Markmið verkefnisins er að vernda viðkvæman jarðveg og gróður í Reykjadal með bættri stýringu og merkingum. Verkefnið afmarkast alfarið við Reykjadal, frá svokölluðu hliði nokkru norðan bílastæðis og að baðsvæði. Verkefnið fellur vel að markmiðum sjóðsins um náttúruvernd og öryggi. 

Helstu verkþættir

  1. Skipulag og hönnun
  2. Lagfæring á göngustígum
  3. Endurnýjun á handriðum/girðingum

Heilsustígur

Umsjónaraðili

Hveragerðisbær

Markmið

  • Bæta öryggi og upplifun ferðamanna sem eru jafnt íslenskir sem erlendir.
  • Efla heilsu.
  • Vernda náttúru.

Stutt verkefnalýsing

Lagfæring á stígum, merkingum og æfingasvæðum auk viðhalds á æfingatækjum. 

Helstu verkþættir

  1. Ofaníburður á stígum
  2. Hreinsun á gróðri
  3. Endurnýjun merkinga

Lystigarður

Umsjónaraðili

Hveragerðisbær

Markmið

  • Vernda og bæta gróður

Stutt verkefnalýsing

Endurnýja þarf jarðveginn undir grasi garðsins og lagfæra vatnsrásir frá garðinum. 

Helstu verkþættir

  1. Verkhönnun
  2. Framkvæmdir

Varmá - gönguleið

Umsjónaraðili

Hveragerðisbær

Markmið

  • Auka öryggi
  • Bæta upplifun ferðamanna
  • Vernda sögulegar minjar

Stutt verkefnalýsing

Byggja upp gönguleið með fljótandi stígum og útsýnispöllum til að bæta öryggi og upplifun ferðamanna. Eins að byggja upp og vernda gömlu rafstöðina sem stendur við ána.

Helstu verkþættir

  1. Forhönnun – lokið
  2. Verkhönnun
  3. Framkvæmdir