Sproti ársins 2025

Að þessu sinni hlaut fyrirtækið Faxi Bakery viðurkenningin Sproti ársins, en það hefur undanfarin tvö ár glatt ferðalanga á Suðurlandinu með matarmiklum súpum, heimagerðu bakkelsi og góðu kaffi í nágrenni við Eyjafjallajökul. Upphafið má rekja til þess að Nikolett og Josef nýttu frítímann sem skapaðist í Covid til að sinna nýjasta áhugamáli sínu sem var bakstur, og eftir að hafa þróað fagið lengra bauðst þeim hentugt húsnæði og opnuðu kaffihús og bakarí. Reyndist það mikið heillaspor og fá þau einstakt lof fyrir góða þjónustu og frábærar veitingar í ummælum frá gestum sínum. Segir Nikolett að það sem hafi leitt þau áfram væri ástríða þeirra fyrir starfinu; „I just love to bake, this is my happy place“. Hafa þau sýnt að með fagmennsku, metnaði og hlýleika er hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki í sveit sem eykur við jákvæða upplifun gesta okkar sem sækja Suðurlandið heim.
Óskar Markaðsstofan þeim innilega til hamingju og hvetur öll til að kíkja í bakaríið!