Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Hópmynd frá fundi Markaðsstofa landshlutanna á Vestfjörðum.

Markaðsstofur landshlutanna funda á Vestfjörðum

Markaðsstofur landshlutanna áttu sameiginlegan vinnufund dagana 12.-13.nóvember. Að þessu sinni var það Markaðsstofa Vestfjarða sem sá um skipulag fundarins.

Opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2026

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar 2026 frá klukkan 12 til 17.
Þórsmörk - Mýrdalsjökull - Eyrarrósir. Mynd: VolcanoTrails

Nýr vefur Áfangastaðaáætlunar Suðurlands opnar

Áfangastaðaáætlun hefur nú eignast sinn eigin vef og er þannig mun aðgengilegri öllum sem vilja styðja við sjálfbæra þróun áfangastaðarins Suðurlands.

Ný herferð Íslandsstofu

Í gær fór ný herferð fyrir áfangastaðinn Ísland í loftið sem ber heitið The A.U.R.O.R.A.S. - The Alliance of Ultra Reliable Observers Ready for Aurora Spotting þar sem skrautlegur hópur alþjóðlegs áhugafólks hefur valið að koma til Íslands í leit að norðurljósum.

Þrír gististaðir á Suðurlandi hljóta Michelin lykla

Íslensk gistiþjónusta hefur fengið mikilvæga alþjóðlega viðurkenningu en fimm hótel hér á landi hafa nú hlotið hinn eftirsótta Michelin lykil, sem veittur er af Michelin Guide fyrir framúrskarandi gistiaðstöðu og einstaka upplifun gesta.

48 klst stop-over á Suðurlandi með barn

Áhrifavaldurinn Brittany Hawes, sem stendur á bak við ferðavefinn Passport Playdate, heimsótti Ísland nýverið í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands. Brittany ferðast reglulega ein með fjögurra ára dóttur sína og deilir reynslu sinni og nytsamlegum ráðum um ferðalög með börn til stórs fylgis á samfélagsmiðlum og á bloggsíðu sinni.

Vestnorden ferðakaupstefnan haldin í 40. skipti!

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í ferðakaupstefnunni VestNorden Travel Mart sem fór fram á Akureyri dagana 30. september - 1. október sl. Átti sýningin 40 ára afmæli að þessu sinni og var þetta í sjötta skiptið sem Vestnorden var haldið á Akureyri.
Blaðamennirnir að njóta í Húsadal

Frönsk blaðamannferð á Suðurlandi – samstarfsverkefni Markaðsstofu Suðurlands, Íslandsstofu Icelandair

Það hefur verið margt á döfinni hjá Markaðsstofu Suðurlands það sem af er hausti og er nú meðal annars einni stórri franskri blaðamannaferð nýlokið. Ferðin var unnin í samstarfi við Icelandair og Íslandsstofu, en á hið síðarnefnda í öflugu samstarfi við PR skrifstofuna FINN Partners varðandi markaðssetningu á Íslandi innan helstu markaða landsins.
Hjálparfoss - mynd: Þráinn Kolbeinsson

Auglýst eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026. Umsóknarfrestur er til kl. 13 þriðjudaginn 4. nóvember 2025.

Þjórsárdalur – falin perla á Suðurlandi

Þjórsárdalur er gróðursæll og fallegur dalur í nágrenni við Gullna hringinn. Þar sameinast náttúrufegurð, menningarminjar og kyrrð sem gerir dalinn að áhugaverðum áfangastað fyrir bæði Íslendinga og erlenda gesti, sér í lagi þau sem kjósa að fara ótroðnari slóðir.
STARTUP LANDIÐ - Viðskiptahraðall

STARTUP LANDIÐ - Nýr viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni

Umsóknir eru hafnar í Startup Landið – viðskiptahraðal fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni! Um er að ræða sjö vikna hraðal sem er sérstaklega opinn frumkvöðlum og fyrirtækjum á landsbyggðinni. Þar er kjörið tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki – stór sem smá – að þróa nýjar hugmyndir, prófa nýjar lausnir og byggja upp tengslanet sem getur styrkt reksturinn til framtíðar.

Hverju skila áfangastaðir?

Hvað eiga áfangastaðir ferðamanna sameiginlegt með veiðafærum? Yfir 97% erlendra ferðamanna segja að náttúra landsins hafi haft mikil áhrif á ákvörðun þeirra um að koma til Íslands. Til þess að geta notið náttúrunnar versla gestir okkar svo gistingu, mat, afþreyingu og aðra þjónustu sem skilar tekjum inn í samfélagið. Þétt net góðra áfangastaða skiptir ferðaþjónustuna því jafn miklu máli og góð veiðafæri gera í sjávarútvegi.