Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Auglýst eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026. Umsóknarfrestur er til kl. 13 þriðjudaginn 4. nóvember 2025.
Hjálparfoss - mynd: Þráinn Kolbeinsson
Hjálparfoss - mynd: Þráinn Kolbeinsson

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til hönnunar og framkvæmda til að bætta öryggi og náttúruvernd á áfangastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur er til kl. 13:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Umsóknarfrestur er til kl. 13:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025

 

Öryggi og náttúruvernd í fyrirrúmi

Sérstök áhersla er lögð á bættu öryggi ferðamanna í úthlutun fyrir árið 2026. Þó er ekki gerð krafa um að verkefnin snúi eingöngu að öryggi. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nýtt gæðamatsblað sjóðsins og eyðublaðið Áhættumat framkvæmda sem finna má á upplýsingasíðu um umsóknir.

Hvað er styrkhæft?

  • Öryggi ferðamanna.
  • Náttúruvernd, viðhaldi og uppbyggingu ferðamannastaða og ferðamannaleiða.
  • Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda. Fyrirhuguðu verkefni skal í umsókn lýst svo skilmerkilega að mögulegt sé að meta styrkhæfi þess.

Hvað er ekki styrkhæft?*

  • Að bera rekstrarkostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða.
  • Að fjármagna framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
  • Veita fjármagni til verkefna sem þegar er lokið.

*listinn er ekki tæmandi. Skoðið úthlutunarreglur og gæðamatsblað gaumgæfilega.

Ráðgjöf og stuðningur

Markaðsstofa Suðurlands veitir ráðgjöf og stuðning til einkaðila jafnt sem sveitarfélaga við gerð umsókna. Hafið samband við Völu Hauksdóttur, verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar Suðurlands í netfangið vala(hjá)south.is. Við bendum líka á fróðleikssíðu okkar um Uppbyggingu áfangastaða.

Er staðurinn á áfangastaðaáætlun?

Á næstu dögum verður nýr vefur Áfangastaðaáætlunar Suðurlands settur í loftið. Þar munu birtast þeir staðir sem sveitarfélög á Suðurlandi hyggjast byggja upp og viðhalda.  Verkefni, sem sett eru inn í gildandi áfangastaðaáætlun, njóta sérstakrar stigagjafar til viðbótar annarri stigagjöf Framkvæmdasjóðs. Því getur skipt sköpum að staðurinn sé tilgreindur á Áfangastaðaáætlun. Ef þú ert ekki viss hvort staðurinn er tilgreindur skaltu hafa samband við þitt sveitarfélag eða senda línu á vala(hjá)south.is.