Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sóknarhugur og seigla í sunnlenskri ferðaþjónustu

Markaðsstofa Suðurlands ákvað að kanna áhrif og viðbrögð ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi vegna Covid-19. Markmið könnunarinnar var að greina nánar hvaða aðgerðir fyrirtæki hafa þurft að grípa til vegna Covid-19 faraldursins.
Matarauður Suðurlands

Matarkort Suðurlands

Matarauður Suðurlands er verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands hefur verið að vinna að síðasta árið með styrk frá Matarauði Íslands. Verkefnið fólst í því að kortleggja Matarauð Suðurlands í sambandi við matarhefðir, veitingastaði sem eru starfandi í landshlutanum og þá matvælaframleiðslu sem er á Suðurlandi.
Brúarhlöð

Opnað hefur fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland

Markaðsstofur landshlutanna hafa ýtt úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs.
Vitaleiðin - verkefnastjórar og hagaðilar Vitaleiðarinnar

Vitaleiðin - Ný ferðaleið á Suðurlandi

Vitaleiðin er verkefni sem er búið að vera í undirbúningi hjá Markaðsstofu Suðurlands í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus og aðra hagsmunaaðila á svæði leiðarinnar. Fjöldi aðila kom saman að mótun verkefnisins og leiðarinnar sem er nú orðin ákjósanlegur og spennandi kostur á suðurströndinni, hvort sem er fyrir innlenda eða erlenda ferðamenn. Nafngift verkefnisins kemur til vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar. Þá er þriðji vitinn á leiðinni, Hafnarnesviti í Þorlákshöfn.
Kajak á Jökulsárlóni

Mælum með sumarfríi á Suðurlandi

Íslendingar hafa alltaf verið duglegir að ferðast um landið sitt. Líklega er algengasti ferðamáti Íslendinga innanlands með þeim hætti að keyra um landið, fara í útilegur með fjölskylduna eða í sumarbústaðinn. Notalegt er að grilla í bústaðnum og á tjaldsvæðum vítt og breitt um landið og frábært að skella sér í sund á fjölmörgum stöðum.

Er sértæk matarhefð á þínu svæði?

Ert þú með áhugaverða staðreynd eða skemmtilega sögu um matarhefðir eða venjur á Suðurlandi?

Ferðaþjónusta til framtíðar

Á tímum sem þessum er gott til þess að hugsa að sunnlensk ferðaþjónusta hefur verið byggð upp af fagmennsku og framsýni á löngum tíma. Frumkvæði, nýsköpun, seigla og dugnaður aðila hefur komið Suðurlandi á kortið sem áfangastað ferðamanna sem eftir er tekið víða um heim.

Ávallt til þjónustu reiðubúin!

Á þessum fordæmalausu tímum vegna COVID -19 faraldursins eru fjöldi fyrirtækja í óvissu með rekstur sinn. Stjórnvöld hafa kynnt ýmis úrræði til að reyna að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga á meðan á þessu ástandi stendur. Það er krefjandi að takast á við óvissutíma sem þessa og skiljanlega eru margir áhyggjufullir varðandi framhaldið.

Matarauður Suðurlands

Matarauður Suðurlands er nýtt matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands unnið í samvinnu við Matarauð Íslands.

Mikilvægar upplýsingar til ferðafólks og starfsfólks í ferðaþjónustu varðandi COVID-19

Ferðamálastofa sendi í morgun út upplýsingar á íslensku og ensku til ferðaþjónustuaðila og ferðamanna varðandi COVID-19. Upplýsingarnar eru byggðar á ráðleggingum sóttvarnalæknis og unnar í samvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og utanríkisráðuneytis.

Vetrarfrí fjölskyldunnar á Suðurlandi

Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna á meðan á vetrarfríum stendur, 15. – 25. feb og 28. feb - 8.mars.