Mælum með sumarfríi á Suðurlandi
Íslendingar hafa alltaf verið duglegir að ferðast um landið sitt. Líklega er algengasti ferðamáti Íslendinga innanlands með þeim hætti að keyra um landið, fara í útilegur með fjölskylduna eða í sumarbústaðinn. Notalegt er að grilla í bústaðnum og á tjaldsvæðum vítt og breitt um landið og frábært að skella sér í sund á fjölmörgum stöðum.