Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Kajak á Jökulsárlóni

Mælum með sumarfríi á Suðurlandi

Íslendingar hafa alltaf verið duglegir að ferðast um landið sitt. Líklega er algengasti ferðamáti Íslendinga innanlands með þeim hætti að keyra um landið, fara í útilegur með fjölskylduna eða í sumarbústaðinn. Notalegt er að grilla í bústaðnum og á tjaldsvæðum vítt og breitt um landið og frábært að skella sér í sund á fjölmörgum stöðum.

Er sértæk matarhefð á þínu svæði?

Ert þú með áhugaverða staðreynd eða skemmtilega sögu um matarhefðir eða venjur á Suðurlandi?

Ferðaþjónusta til framtíðar

Á tímum sem þessum er gott til þess að hugsa að sunnlensk ferðaþjónusta hefur verið byggð upp af fagmennsku og framsýni á löngum tíma. Frumkvæði, nýsköpun, seigla og dugnaður aðila hefur komið Suðurlandi á kortið sem áfangastað ferðamanna sem eftir er tekið víða um heim.

Ávallt til þjónustu reiðubúin!

Á þessum fordæmalausu tímum vegna COVID -19 faraldursins eru fjöldi fyrirtækja í óvissu með rekstur sinn. Stjórnvöld hafa kynnt ýmis úrræði til að reyna að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga á meðan á þessu ástandi stendur. Það er krefjandi að takast á við óvissutíma sem þessa og skiljanlega eru margir áhyggjufullir varðandi framhaldið.

Matarauður Suðurlands

Matarauður Suðurlands er nýtt matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands unnið í samvinnu við Matarauð Íslands.

Mikilvægar upplýsingar til ferðafólks og starfsfólks í ferðaþjónustu varðandi COVID-19

Ferðamálastofa sendi í morgun út upplýsingar á íslensku og ensku til ferðaþjónustuaðila og ferðamanna varðandi COVID-19. Upplýsingarnar eru byggðar á ráðleggingum sóttvarnalæknis og unnar í samvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og utanríkisráðuneytis.

Vetrarfrí fjölskyldunnar á Suðurlandi

Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna á meðan á vetrarfríum stendur, 15. – 25. feb og 28. feb - 8.mars.

Mjög góð þátttaka á Mannamótum 2020

Markaðsstofur landshlutanna stóðu fyrir Mannamótum 2020, 16. janúar sl. og var þetta í sjöunda skipti sem viðburðurinn var haldinn.

Sunnlenskar vörur verðlaunaðar

Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki, Askurinn, fór fram á Hvanneyri um síðastliðna helgi. Keppt var í 10 flokkum og bárust 133 matvörur og drykkir.

Frozen II innblásin af sunnlenskri náttúru

Nýjasta teiknimynd Disney, Frozen 2, var heimsfrumsýnd 22. nóvember síðastliðinn. Teiknimyndin er innblásin af sunnlenskri náttúru.

Skráning er hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2020

Markaðsstofa Suðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2020. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár og verður hann haldinn annað árið í röð í Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 16. janúar, 2020.

Vinnustofur Íslandsstofu á Spáni

Markaðsstofa Suðurlands tók í síðustu viku þátt í vinnustofum Íslandsstofu á Spáni.