Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Fjórar vörður á Suðurlandi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnti í dag verkefnið Fyrirmyndaráfangastaðir og nýtt vörumerki þeirra. Fyrirmyndaráfangastaðir eru fjölsóttir áfangastaðir sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Við umsjón þeirra er unnið að sjálfbærni á öllum sviðum, umhverfislegri, samfélagslegri og efnahagslegri. Fyrirmyndaáfangastaðir fá að merkja sig með vörumerkinu Varða - Merkisstaðir Íslands.
Svínafellsjökull

Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða styrkir 15 verkefni á Suðurlandi

Í vikunni voru kunngerðar úthlutanir úr Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða vegna 2021 og uppfærð aðgerðaráætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum var kynnt. Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða styrkti alls 53 verkefni víðsvegar um landið samtals að upphæð 807 milljónum. Af þessum verkefnum fóru 15 styrkir, alls að upphæð 231,37 milljónum, til verkefna á Suðurlandi sem framkvæmd verða á árinu 2021. Þess má geta að Sveitarfélagið Hornafjörður fékk hæsta styrkinn í þessari úthlutun, 97 milljónir, til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli sem tengir saman Svínafell, Freysnes, flugvöllinn við Skaftafell og Skaftafell. Þetta verkefni er liður í að byggja upp Jöklaleiðina sem er 200 km gönguleið sem liggur meðfram suðurbrún Vatnajökuls, frá Lónsöræfum í Skaftafell.

Uppbygging við Þingvelli

Þingvellir hafa á þessu ári náð að vinna ýmis verkefni sem bæta aðstöðu gesta þjóðgarðsins. Þar ber helst að nefna nýjan útsýnispall í austurhluta þjóðgarðsins við Hrafnagjá og nýr búðastígur í hjarta þinghelgarinnar.

Viðspyrna ferðaþjónustunnar

Síðastliðinn þriðjudag stóðu Ferðaklasinn, KPMG og SAF fyrir málstofu undir heitinu „Viðspyrna ferðaþjónustunnar“.

Ferðamennska eftir COVID

Á streymisfundi Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins fjallaði Peter Strub frá Studiousus um „Ferðamennsku eftir Covid“. Þar kom fram að Ísland er í 10. sæti af 165 áfangastöðum sem Þjóðverjar vilja heimsækja árið 2021

Startup Orkídea

Orkedía er samstarfsverkefni SASS, Landsvirkjunar, LbhÍ og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, með aðsetur hjá skrifstofu SASS á Selfossi.
Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu

Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu verður jólagjöfin í ár!

Með því að bjóða landsmönnum upp á Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu í aðdraganda jóla vilja Icelandair Group, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna vekja athygli á hversu öflug ferðaþjónusta er um land allt ásamt því að hvetja til innlendrar neyslu í ferðaþjónustu. Við sáum það á liðnu sumri að landsmenn voru duglegir að fara um landið okkar og upplifa það besta sem ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. Saman erum við sterkari og það er von okkar að Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu eigi eftir að slá í gegn og verði jólagjöfin í ár hjá landsmönnum!

Opinn rafrænn fundur um uppfærslu Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Miðvikudaginn 25. nóvember kl 13.00 verður opinn rafrænn fundur um uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands. Farið verður yfir Áfangastaðaáætlun Suðurlands og þau verkefni sem unnin hafa verið út frá áætluninni. Hvernig nýtist Áfangastaðaáætlun Suðurlandi? Í lok fundar munum við óska eftir ykkar innleggi í uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands. Fundurinn mun fara fram á Zoom, engin þörf önnur en nettenging þarf til að geta tekið þátt. Allir sunnlendingar eru velkomnir að taka þátt í fundinum.

Vinna við uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands er hafin

Nú á haustmánuðum hefur vinna við uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands verið í fullum gangi. Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.
Sunnlensk upplifun - gjafabréf

Jólagjöfin í ár er sunnlensk upplifun!

Síðustu mánuðir hafa verið takmarkandi fyrir alla og mikil uppsöfnuð þörf komin hjá mörgum að merkja skemmtilega upplifun í dagatalið sitt og hafa eitthvað til að hlakka til. Markaðsstofa Suðurlands mælir með Suðrænni upplifun í jólapakkann í ár.

Ratsjáin - Landsbyggðirnar kalla

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.

Úrræði stjórnvalda vegna Covid-19 henta síður minni fyrirtækjum

Í könnun Markaðstofunnar á áhrifum og aðgerðum fyrirtækja vegna Covid-19 faraldursins mátti greina að töluverður hluti fyrirtækja nýtti sér ekki þau úrræði sem í boði voru fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Þegar betur er að gáð má sjá að ástæða þess að fyrirtæki nýttu sér ekki úrræði stjórnvalda er smæð þeirra, þ.e.a.s. úrræði stjórnvalda hentuðu ekki smærri fyrirtækjum ferðaþjónustunnar og þau töldu sig utan þess ramma sem úrræðin buðu upp á.