Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Ljósmyndari: Ívar Sæland

Réttir setja svip sinn á sveitir landsins

Nú eru spennandi tímar framundan þegar réttir fara fram um allt land. Þar er kindum smalað saman og þær færðar í hús fyrir veturinn. Heimamenn og gestir sameina krafta sína og oft fylgir mikið fjör við að koma hverri kind í sitt pláss svo að hún rati til síns heima.

Eldfjallaleiðin - Eldfjallaferðamennska til framtíðar

Eldfjallaleiðin var hönnuð af heimafólki fyrir forvitna ferðalanga sem sækjast eftir dýpri tengingu við náttúru og menningu landsins, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir.

Ferðamenn ánægðir með öryggi og ástand áfangastaða

Markaðsstofa Suðurlands hefur staðið fyrir mánaðarlegum morgunfundum samstarfsfyrirtækja í vetur. Efni síðasta fundar vetrarins var Ferðamenn á Suðurlandi 2023. Vala Hauksdóttir fór yfir talnaefni síðasta árs frá Ferðamálastofu og greindi gögn niður á Suðurland eftir því sem unnt var.
Mynd frá Icebike Adventures - icebikeadventures.com

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, úthlutaði nýverið tæpum 120 milljónum króna til framkvæmda á áfangastöðum á Suðurlandi, úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024. Stærsta verkefnið er uppbygging gönguleiðar og áningarstaða við Múlagljúfur.
Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Ný gestastofa á Kirkjubæjarklaustri

Skaftárstofa, ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðar var opnuð um helgina á Kirkjubæjarklaustri.

75 Sunnlensk fyrirtæki á Mannamótum 2024

Ferðakaupstefnan Mannamót Markaðsstofa landshlutanna voru haldin í Kórnum í Kópavogi 18. janúar. Þátttaka fór vonum framar en rúmlega 400 manns frá um 250 fyrirtækjum af landsbyggðinni kynntu þjónustu sína á kaupstefnunni. Ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu höfðu greinilega mikinn áhuga á fjölbreyttu þjónustuframboði landsbyggðarinnar en um 1000 gestir heimsóttu Mannamót þetta árið.

Gleðileg jól

Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna - Hluti af Ferðaþjónustuvikunni

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar 2024 frá klukkan 12 til 17.

Vel heppnuð VestNorden að baki

Hin árlega VestNorden ferðakaupstefna var að þessu sinni haldin í Reykjavík dagana 17.-18.október. Fjöldi nýrra viðskiptatengsla urðu til og gömul kynni styrktust vafalaust á þessari fjölmennu og vel skipulögðu kaupstefnu.

Kynningarferðir í tenglsum við VestNorden

Ferðasýningin VestNorden var haldin 17.-19. október í Reykjavík. Mikill fjöldi þátttakenda var á sýningunni þetta árið og þótti hún heppnast einstaklega vel. Í aðdraganda VestNorden stóð Markaðsstofa Suðurlands fyrir kynningarferð um Suðurland.
Kerlingarfjöll - Páll Jökull Pétursson

Áfangastaðaáætlun Suðurlands uppfærð

Áfangastaðaáætlun Suðurlands hefur nú verið birt í nýjustu uppfærslu. Áætlunin er byggð á víðtæku samráði og endurspeglar þannig sýn fjölbreytts hóps hagaðila tengdum ferðaþjónustu á Suðurlandi.
Arnheiður Jóhannsdóttir frá Markaðsstofu Norðurlands, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir frá Markaðsstofu…

Markaðsstofa Suðurlands í Norður Ameríku

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í „The Nordics North America Roadshow 2023“ sem fram fór á þremur stöðum í Norður Ameríku daganna 11. – 14. september s.l.