Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Þórsmörk - Mýrdalsjökull - Eyrarrósir. Mynd: VolcanoTrails

Nýr vefur Áfangastaðaáætlunar Suðurlands opnar

Áfangastaðaáætlun hefur nú eignast sinn eigin vef og er þannig mun aðgengilegri öllum sem vilja styðja við sjálfbæra þróun áfangastaðarins Suðurlands.

Þrír gististaðir á Suðurlandi hljóta Michelin lykla

Íslensk gistiþjónusta hefur fengið mikilvæga alþjóðlega viðurkenningu en fimm hótel hér á landi hafa nú hlotið hinn eftirsótta Michelin lykil, sem veittur er af Michelin Guide fyrir framúrskarandi gistiaðstöðu og einstaka upplifun gesta.
Hjálparfoss - mynd: Þráinn Kolbeinsson

Auglýst eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026. Umsóknarfrestur er til kl. 13 þriðjudaginn 4. nóvember 2025.

Þjórsárdalur – falin perla á Suðurlandi

Þjórsárdalur er gróðursæll og fallegur dalur í nágrenni við Gullna hringinn. Þar sameinast náttúrufegurð, menningarminjar og kyrrð sem gerir dalinn að áhugaverðum áfangastað fyrir bæði Íslendinga og erlenda gesti, sér í lagi þau sem kjósa að fara ótroðnari slóðir.
Landslagið á Þingvöllum er engu líkt. Ljósmyndari Páll Jökull Pétursson.

Útivistarperlur allt um kring

Suðurland er stútfullt af náttúrusvæðum þar sem hægt er að fá sér göngu, anda að sér hreinu lofti og njóta þess að komast í tengingu við umhverfið. Hér verða taldir upp einstaklega fallegir útivistarstaðir.
Að stíga inn í Húsið á Eyrarbakka er eins og að fara um 150 ár aftur í tímann. Ljósmynd: Bjarki Guðm…

Menningarævintýri um páskana

Á Suðurlandi er úrval spennandi safna og sýninga þar sem hægt er að glöggva sig á sögu fólksins í landshlutanum, fræðast um eldvirknina á svæðinu, njóta menningar og listar. Er ekki tilvalið að drekka í sig sunnlenska menningu í páskafríinu?
Afrekshugur stendur keikur á Hvolsvelli

Horfir yfir hafið til móður sinnar í New York

Vængjuð heilladís prýðir miðbæjartúnið á Hvolsvelli. Listaverkið er afsteypa af höggmyndinni Afrekshuga sem hefur staðið við inngang hótelsins Waldorf Astoria í New York í rúm 90 ár.
Á Café Freyu, við Skógarfoss, er tilvalið að taka kaffistopp.

Hinn fullkomni kaffibolli!

Þegar ferðast er um Suðurland er best að flýta sér hægt. Landshlutinn er of fallegur til að rokið sé í gegnum hann og tilvalið að stoppa sem oftast og nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem er í boði. Og hvað er betra en að gæða sér á góðum kaffibolla á einhverjum af þeim fjölmörgu kaffihúsum á leiðinni?

Leiðarvísir fyrir bókaunnendur á Suðurlandi

Við Íslendingar eigum ómetanlegan sagna- og bókmenntaarf. Tungumálið hefur lítið breyst í þúsund ár og við getum auðveldlega lesið fornsögurnar okkar. Suðurlandið hefur að geyma ýmsa bókmenntastaði sem er einstakt að heimsækja.
Vestrahorn er ólýsanlega fallegt á sólríkum vetrardegi. Mynd: Axelle Saint-Clair.

Njóttu Íslands í vetrarskrúðanum- á öruggan hátt

Það er fátt fegurra en Ísland að vetri til, þegar snjórinn umvefur landið á sólríkum degi. Þá er tilvalið að fara í ferðalag um Suðurlandið, skoða perlurnar í vetrarskrúðanum og njóta frábæru þjónustunnar sem landshlutinn hefur upp á að bjóða. Veðrið getur þó breyst hratt og það borgar sig að vera vel búinn. Hér koma nokkur ráð áður en ekið er af stað.
Fallegir flugeldar við Skógafoss. Ljósmynd Green Farm Stay.

Líklega allra stærsta flugeldasýning í heimi

Áramótin á Íslandi eru einstök. Á miðnætti ætlar allt um koll að keyra og þjóðin sameinast í ólýsanlegari ljósadýrð á himni. Hátíðarhöldin hafa á síðastliðnum 100 árum þróast úr brennum og álfadansi í eina stærstu flugeldasýningu í heimi.

Skálholtsdómkirkja: Sögulegur gimsteinn í sýndarveruleika

Skálholtsdómkirkja er merkilegur sögustaður með djúpar rætur í trúar- og menningarsögu Íslands. Gestir geta nú upplifað kirkjuna á nýjan hátt í sýndarveruleika.