Frábær Ferðaþjónustuvika 2025
Það var mikið um dýrðir í Ferðaþjónustuvikunni dagana 14.-16. janúar sl. Boðið var upp á fjölmarga viðburði og má þar nefna Nýársmálstofu og Markaðssamtal ferðaþjónustunnar, Ferðatæknimót, Dag ábyrgrar ferðaþjónustu og málþing um slys í ferðaþjónustu auk viðbragða við þeim. Vikan endaði svo með einum af stærsta viðburði íslenskrar ferðaþjónustu, Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna sem hefur aldrei verið fjölmennari en í ár. Að því loknu var botninn sleginn úr vikunni með glæsilegu boði á Telebar Parliament Hóteli.