Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Að stíga inn í Húsið á Eyrarbakka er eins og að fara um 150 ár aftur í tímann. Ljósmynd: Bjarki Guðm…

Menningarævintýri um páskana

Á Suðurlandi er úrval spennandi safna og sýninga þar sem hægt er að glöggva sig á sögu fólksins í landshlutanum, fræðast um eldvirknina á svæðinu, njóta menningar og listar. Er ekki tilvalið að drekka í sig sunnlenska menningu í páskafríinu?
Afrekshugur stendur keikur á Hvolsvelli

Horfir yfir hafið til móður sinnar í New York

Vængjuð heilladís prýðir miðbæjartúnið á Hvolsvelli. Listaverkið er afsteypa af höggmyndinni Afrekshuga sem hefur staðið við inngang hótelsins Waldorf Astoria í New York í rúm 90 ár.
Á Café Freyu, við Skógarfoss, er tilvalið að taka kaffistopp.

Hinn fullkomni kaffibolli!

Þegar ferðast er um Suðurland er best að flýta sér hægt. Landshlutinn er of fallegur til að rokið sé í gegnum hann og tilvalið að stoppa sem oftast og nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem er í boði. Og hvað er betra en að gæða sér á góðum kaffibolla á einhverjum af þeim fjölmörgu kaffihúsum á leiðinni?

Leiðarvísir fyrir bókaunnendur á Suðurlandi

Við Íslendingar eigum ómetanlegan sagna- og bókmenntaarf. Tungumálið hefur lítið breyst í þúsund ár og við getum auðveldlega lesið fornsögurnar okkar. Suðurlandið hefur að geyma ýmsa bókmenntastaði sem er einstakt að heimsækja.
Vestrahorn er ólýsanlega fallegt á sólríkum vetrardegi. Mynd: Axelle Saint-Clair.

Njóttu Íslands í vetrarskrúðanum- á öruggan hátt

Það er fátt fegurra en Ísland að vetri til, þegar snjórinn umvefur landið á sólríkum degi. Þá er tilvalið að fara í ferðalag um Suðurlandið, skoða perlurnar í vetrarskrúðanum og njóta frábæru þjónustunnar sem landshlutinn hefur upp á að bjóða. Veðrið getur þó breyst hratt og það borgar sig að vera vel búinn. Hér koma nokkur ráð áður en ekið er af stað.
Fallegir flugeldar við Skógafoss. Ljósmynd Green Farm Stay.

Líklega allra stærsta flugeldasýning í heimi

Áramótin á Íslandi eru einstök. Á miðnætti ætlar allt um koll að keyra og þjóðin sameinast í ólýsanlegari ljósadýrð á himni. Hátíðarhöldin hafa á síðastliðnum 100 árum þróast úr brennum og álfadansi í eina stærstu flugeldasýningu í heimi.

Skálholtsdómkirkja: Sögulegur gimsteinn í sýndarveruleika

Skálholtsdómkirkja er merkilegur sögustaður með djúpar rætur í trúar- og menningarsögu Íslands. Gestir geta nú upplifað kirkjuna á nýjan hátt í sýndarveruleika.
Norðurljós við Heinabergsjökul. Ljósmynd: Þorvarður Árnason.

Norðurljós, stjörnuhiminn og almyrkvi 2026

Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, var gestur á morgunfundi Markaðsstofunnar á dögunum og fjallaði um norðurljósin, myrkurgæði Íslands og væntanlegan sólmyrkva 2026. Hann kynnti einnig vefsíðurnar icelandatnight.is og solmyrkvi2026.is, sem bjóða upp á gagnlegar upplýsingar um fyrirbæri himinhvolfanna.
Jólatré á sýningu í Húsinu á Eyrarbakka.

Jólatré liðinna tíma

Þegar jólatré bárust til Íslands um miðja 19. öld þurftu landsmenn að láta hugvitið ráða. Smíðuð tré úr spýtum skreytt með lyngjurtum, kertum og sælgæti urðu fljótt hluti af jólahátíðinni.

Opnunartími fyrirtækja um jól og áramót

Hér má sjá opnunartíma hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi yfir hátíðirnar.
Bergur í tungsljósinu. Ljósmyndari: Kristinn Heiðar Fjölnisson.

Vertu sæll Bergur, eilífi varðmaður

Bergur, klettastólpi í mannsmynd og tryggur vörður í Breiðabólsstaðarklettum, vakti yfir landsvæði Breiðabólsstaðar í þúsundir ára. Þann 13. nóvember lauk langri vörslu hans þegar hann féll af stalli sínum.
Ljósmyndarinn Chris Burkard heillaðist af Eldfjallaleiðinni. Hér er hann við Mælifell.

Eldfjallaleiðin með Chris Burkard

Ævintýraljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Chris Burkard ferðaðist Eldfjallaleiðina í sumar; Ferðaleið sem er stútfull af ótrúlegri náttúru, afþreyingu, menningu og mat.