Hoffell er einstakt náttúrusvæði skammt norðvestan við Höfn. Það er staðsett við rætur Hoffellsjökuls og sameinar stórbrotið landslag, fjölbreyttar gönguleiðir og jarðhitaböð í kyrrlátu umhverfi. Hoffell er kjörinn staður fyrir þau sem vilja njóta náttúrunnar á eigin forsendum, fjarri fjöldanum.
Svæðið einkennist af jökulruðningi, víðáttumiklum hlíðum og dökkum gabbrófjöllum. Fjölmargar merktar gönguleiðir liggja um svæðið fyrir mismunandi getustig. Þar má meðal annars ganga að Hoffellsjökli eða upp á Geitafell þar sem útsýnið yfir jökulinn, fjöllin og láglendið er stórkostlegt.
Í Hoffelli er hægt að fara í heita náttúrupotta sem eru staðsettir í hlíðinni með útsýni yfir jökul og víðerni. Þeir eru opnir daglega yfir sumartímann og ekkert betra en að baða sig í hlýju vatninu eftir göngu á svæðinu.
Hoffell er aðgengilegt frá þjóðvegi 1 og hentar vel bæði sem dagsferð eða hluti af lengra ferðalagi um Suðausturland. Á svæðinu er einnig gistiheimili sem býður upp á næturgistingu, mat og aðgang að heitu pottunum.