Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar bjóða upp á mjög fjölbreytta náttúru og afþreyingarkosti. Hér eru nokkrar hugmyndir að því hvað er hægt að upplifa á svæðinu.
Ævintýraferð í Rangárþingi eystra
Rangárþing eystra er draumastaður þeirra sem leita sér að ævintýrum og útivist. Vinsælar göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir má finna í sveitarfélaginu og fjölbreyttir möguleikar eru á afþreyingu. Auðvelt er að finna útivistar- og íþróttasvæði þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi.
Gisting:
Hægt er að finna ýmsa gistimöguleika bæði í dreif- og þéttbýli sem henta vel til að njóta þess besta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Hótel, gistiheimili, sumarhús, smáhýsi, fjallaskálar og tjaldsvæði. Gistimöguleikar sem geta tekið á móti litlum og stórum hópum.
Afþreying:
Sundlaugin á Hvolsvelli með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut.
15 stöðva Heilsustígur
Frisbígolfvöllur
Hestaleigur
Kanó siglingar
Jeppaferðir, stuttar og langar.
Jöklaferðir
Gönguleiðir
Fimmvörðuháls
Þríhyrningur
Stóri Dímon
Skógarferð í Tumastaða- og Tunguskóg
Gönguleiðir
Hjólastígar
Nestissvæði og leiktæki
Fjöruferð á Landeyjarsand
Áhugaverðir staðir:
Þórsmörk, Skógafoss, Seljalandsfoss, Gljúfrabúi, Gluggafoss, Landeyjasandur, Þorsteinslundur, Nauthúsagil og hinir ýmsu hellar.
Matur:
Veitinga- og skyndibitastaðir á Hvolsvelli sem og í dreifbýlinu í kring af öllum stærðum og gerðum. Einnig hægt að kaupa ferskt grænmeti, brauð og kjöt beint frá býli í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli.
Verið velkomin í Rangárþing eystra og njótið þess að upplifa fallega náttúruna og skemmtilega afþreyingu þar sem ævintýrin birtast á hverju horni.
Nánari upplýsingar á www.visithvolsvollur.is og www.south.is
Hvolsvöllur og nágrenni
View
Ævintýraferð í Mýrdalshrepp
Mýrdalshreppur er sannkallaður leikvöllur útivistarfólksins. Vinsælt er að ganga á Reynisfjall, Höttu, Hjörleifshöfða og í Þakgili. Hjólaleið um Reynisfjall er flestu hraustu fólki fær en einnig má finna úrval tæknilegri fjallahjólaleiða á svæðinu. Golfvöllurinn er í göngufæri frá bæði hótelum og tjaldsvæði og er náttúran þar engu lík. Einnig er úrval af æsispennandi afþreyingarmöguleikum í boði, svo sem jöklaferðir, zip-line, svifængjaflug og hestaferðir í Víkurfjöru.
Gisting:
Tjaldsvæði í Vík
Tjaldsvæði í Þakgili
Fjölbreytt gistiheimili
Sveitagisting
Hótel
Afþreying:
Hestaferðir í fjörunni
Zipline
Jöklaferðir
Jeppaferðir
Gönguferðir og leiðir
Hjólaferðir og leiðir
Svifvængjaflug
Sundlaug
Golfvöllur
Áhugaverðir staðir:
Sólheimajökull
Flugvélarflakið á Sólheimasandi
Dyrhólaey
Reynisfjara
Víkurfjara
Víkurþorp
Hjörleifshöfði
Þakgil
Ýmsar gönguleiðir
Matur:
Svarta fjaran veitingahús við Reynisfjöru
Suður-Vík veitingahús
Halldórskaffi
Smiðjan brugghús
Súpufélagið
Víkurskáli
Ströndin bar & bistro
Ice-cave veitingahús
Lava-café kaffihús
Útivistarparadísin Mýrdalshreppur er spennandi kostur hvort sem þú vilt fjör og spennu eða kyrrð í fjallanna faðmi. Kynntu þér Mýrdalshrepp enn betur og skoðaðu hvaða ævintýri svæðið hefur upp á að bjóða:
Vík í Mýrdal
View
Ævintýraferð í Skaftárhrepp
Dreymir þig um að hlaupa einn í víðáttunni þar sem er ekkert manngert, hlusta á fugla og lækjarnið í laut eða hjóla eftir gömlum kindagötum? Í Skaftárhreppi eru margar gönguleiðir þar sem ekki er von á öðru fólki, fáfarnir slóðar á jeppum og fjöldi slóða sem henta vel fyrir hjólafólk. Þeir sem eiga kajak eða bát geta fundið vötn og ár sem henta til siglinga.
Gisting: Hótel, gistihús, smáhýsi, tjaldstæði og sumarhús. Fjölbreyttir möguleikar fyrir hópa. Hægt að leigja minni gististaði þar sem hópurinn er einn eða vera á stærri hótelum sem bjóða alla þjónustu.
Afþreying: Í Skaftárhreppi eru ótakmarkaðir möguleikar til að ganga í nokkra daga með tjald eða gista í skálum. Þekktar gönguleiðir eru t.d. frá Sveinstindi að Hólaskjóli eða Strút, um Lakasvæðið, um Eldgjársvæðið, inn að Grænalóni í Fljótshverfi, upp með Hólmsá á Álftaversafrétti og m.fl. Það er boðið upp á reiðhjólaferðir og gönguferðir með leiðsögn í allt sumar. Skaftárhreppur er draumastaður fyrir hlaupara. Margir gamlir slóðar bjóða upp á langar hlaupaleiðir þar sem hlauparinn er einn með sjálfum sér tímunum saman. Á Kirkjubæjarklaustri er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs og þar er hægt að kaupa kort, bæklinga og bækur og til að finna góðar leiðir. Á Klaustri er, sundlaug með tveimur heitum pottum, líkamsrækt og þar er líka íþróttasalur til leigu.
Áhugaverðir staðir: Hálendið er heillandi fyrir þá sem vilja hreyfa sig og njóta náttúrunnar á sama tíma. Náttúruperlurnar Eldgjá, Langisjór, Laki, Mælifellssandur eru á hálendinu, fjörurnar eru ævintýri og þar er gaman að skokka eða fara í strandblak. Staðir sem allir verða að þekkja eru Fjaðrárgljúfur, Dverghamrar, Eldhraunið, Laufskálavörður, Kirkjugólfið á Kirkjubæjarklaustri, Systrafoss, Stjórnarfoss, Systrastapi.
Matur: Margir veitingastaðir bjóða upp á grænmetisrétti eða þrírétta máltíðir með öllu tilheyrandi. Nokkrir veitingastaðir bjóða upp á rétti úr heimabyggð t.d. bleikju, lambakjöt og nautakjöt.
Ef þú ert að leita að stað til að hreyfa þig úti alla daga, sjá eitthvað nýtt á hverjum degi og njóta náttúrunnar, þá er Skaftárhreppur staðurinn.
Kirkjubæjarklaustur
AÐ VERA OG NJÓTA - EKKI FARA OG ÞJÓTA
View
Fjölskylduferð í Rangárþingi eystra
Rangárþing eystra er fjölskylduvænt sveitarfélag og ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna. Í sveitarfélaginu má finna hina ýmsu afþreyingu, gistingu, veitingar og fleira sem að henta allri fjölskyldunni. Það má skipuleggja stuttar ferðir, dagsferðir og dvöl til lengri tíma og allir ættu að finna sér eitthvað skemmtilegt til dægradvalar.
Gisting:
Hægt er að finna ýmsa gistimöguleika bæði í dreif- og þéttbýli sem henta vel til að njóta þess besta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Hótel, gistiheimili, sumarhús, smáhýsi, fjallaskálar og tjaldsvæði. Gistimöguleikar sem geta tekið á móti litlum og stórum hópum.
Afþreying:
Frisbígolf
Heilsustígur
Lava center
Skógasafn
Sund á Hvolsvelli
Kanó siglingar
Golf
Hestaleigur
Hellaskoðanir
Opinn landbúnaður
Fjöruferð í Landeyjafjöru
Skógarferð í Tumastaða- og Tunguskóg
Lautarferð í Þorsteinslundi
Áhugaverðir staðir:
Eyjafjallajökull, Þórsmörk, Skógafoss, Seljalandsfoss og Gljúfrabúi, Gluggafoss, Þorsteinslundur, hellaskoðun m.a. í Efra-Hvolshella, Steinahellir og Rútshellir. Frábær aðstaða til gönguferða í Tumastaða- og Tunguskógi. Á Hvolsvelli má finna sundlaug með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut. Frisbígolf völlur er hjá íþróttamiðstöðinni og þar má fá lánaða diska og á Hvolsvelli má líka finna 15 stöðva heilsustíg sem gaman er að ganga eða hlaupa eftir.
Matur:
Veitinga- og skyndibitastaðir á Hvolsvelli sem og í dreifbýlinu í kring af öllum stærðum og gerðum. Einnig hægt að kaupa ferskt grænmeti, brauð og kjöt beint frá býli í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli.
Verið velkomin í Rangárþing eystra og njótið þess að upplifa fallega náttúruna og skemmtilega afþreyingu í faðmi fjölskyldunnar.
Nánari upplýsingar á www.visithvolsvollur.is og www.south.is
Hvolsvöllur og nágrenni
View
Fjölskylduferð í Mýrdalshrepp
Mýrdalshreppur hefur margt upp á að bjóða fyrir fjölskylduna. Fjöruferðir og fjallgöngur við einstakar náttúruperlur, góð tjaldsvæði í fallegu umhverfi, ævintýralega afþreyingu og fjölbreytta matsölustaði við allra hæfi. Í Vík er notaleg sundlaug með útsýni til Reynisdranga og folfvöllur á friðsælum reit við Víkurá.
Gisting:
Fjölbreytt gistiheimili
Sveitagisting
Hótel
Tjaldsvæði í Vík
Tjaldsvæði í Þakgili
Afþreying:
Hestaferðir í fjörunni
Hraunsýningin Icelandic Lava Show
Zipline
Jöklaferðir
Jeppaferðir
Gönguferðir og leiðir
Hjólaferðir og leiðir
Svifvængjaflug
Sundlaug
Sjóminjasafnið Hafnleysa
Kötlusetur, gestastofa Kötlu jarðvangs
Golfvöllur
Áhugaverðir staðir:
Sólheimajökull
Flugvélarflakið á Sólheimasandi
Dyrhólaey
Reynisfjara
Víkurfjara
Víkurþorp
Hjörleifshöfði
Þakgil
Ýmsar gönguleiðir
Matur:
Svarta fjaran veitingahús við Reynisfjöru
Suður-Vík veitingahús
Halldórskaffi
Smiðjan brugghús
Súpufélagið
Víkurskáli
Ströndin bar & bistro
Ice-cave veitingahús
Lava-café kaffihús
Ekki gleyma kíkinum, kannski sjáið þið Lunda! Endilega kynntu þér Mýrdalshrepp enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni!
Vík í Mýrdal
View
Fjölskylduferð í Skaftárhrepp
Í Skaftárhreppi er gott að vera og njóta, sjá ævintýri í hverjum hól og hraundrangi, fylgjast með fuglum á tjörn og læra um eldstöðvar, ösku, gíga og náttúruhamfarir af öllu tagi. Þar er næði til að upplifa náttúruna á eigin hraða; ganga, hlaupa, hjóla eða fela sig í skóginum og hugsa.
Gisting: Hótel, gistihús, smáhýsi, tjaldstæði, fjallaskálar og sumarhús.
Afþreying: Það er gaman að leika sér í skóginum á Klaustri. Þar er göngustígur langt inn í skóginn sem liggur að Sönghelli og upp á brúnina, þar sem er allt annar heimur. Þeir sem þora geta gengið yfir heiðina og niður hjá Stjórnarfossi, vaðið út í ána til að kæla tærnar og farið svo á Kirkjugólfið. Systrastapi er dularfullur, fullur af sögum. Boðið er upp á gönguleiðsögn og reiðhjólaferðir með leiðsögn sumarið 2020. Víða eru góðar leiðir fyrir þá sem vilja hjóla úti í náttúrunni á gömlum vegum. Á Klaustri er sundlaug með tveimur heitum pottum, líkamsrækt og þar er skólalóðin með sparkvelli, leiktækjum og ærslabelg. Frá sundlauginni liggur Krakkastígurinn sem er þrautabraut að gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem er sýning um mosa í öllum myndum og fleira spennandi. Þar fá menn bækur, bæklinga og upplýsingar til að geta verið eigin leiðsögumenn í sveitinni.
Áhugaverðir staðir: Það verða allir að skoða Fjaðrárgljúfur þar sem Justin Bieber tók danssporin, Dverghamra, þar sem dvergar búa í steinum og Landbrotshólana sem eru óteljandi en furðulegir og góður staður fyrir lautarferð. Kirkjugólfið þar sem gestir eiga að finna ákveðinn stein.
Matur: Veitingastaðir sem bjóða hamborgara, pitsur, grænmetisrétti eða þrírétta máltíðir með öllu tilheyrandi.
Í Skaftárhreppi er upplagt að skipuleggja útivist og náttúruskoðun. Fara með nesti að morgni hvort sem er á bíl, hjóli, eða gangandi. Hér er tækifæri fyrir fjölskylduna að vera saman og gleyma sér án þess að hafa áhyggjur af nokkrum hlut.
Kirkjubæjarklaustur
AÐ VERA OG NJÓTA - EKKI FARA OG ÞJÓTA
View
Sæluferð í Rangárþingi eystra
Rangárþing eystra er tilvalin áfangastaður til að njóta og upplifa náttúruna í sinni fegurstu mynd. Hvort sem um er að ræða útivist í góðra vina hóp, rómantíska göngu um náttúruperlur eða ævintýralega ferð upp um fjöll og firnindi. Slaka svo á við vatnsnið við einhvern af fjölmörgum fossum í sveitarfélaginu eða í heitum potti í sundlauginni. Rangárþing eystra er vel í stakk búið að bjóða upp á allan pakkann svo upplifun þín verði sem allra best.
Gisting:
Hægt er að finna ýmsa gistimöguleika bæði í dreif- og þéttbýli sem henta vel til að njóta þess besta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Hótel, gistiheimili, sumarhús, smáhýsi, fjallaskálar og tjaldsvæði. Gistimöguleikar sem geta tekið á móti litlum og stórum hópum.
Afþreying:
Sundlaugin á Hvolsvelli
Þórsmörk: gönguleiðir um allt svæðið, möguleiki á styttri og lengri gönguferðum fyrir alla aldurshópa.
Tumastaða- og Tunguskógur: Göngu- og hjólastígar um skógarsvæðið, hvort sem þú ert að leita að rómantískum spásstúr eða ævintýraferð fyrir fjölskylduna.
Stóri-Dímon; Stutt gönguferð við allra hæfi og útsýnið frábært á toppnum.
Gamla Seljavallalaugin; náttúruleg sundlaug
Jeppaferðir, lengri og styttri ferðir við allra hæfi.
Föruferð í Landeyjarfjöru
Hellaskoðun
Kanó siglingar
Hestaleigur
Lava center
Skógasafn
Áhugaverðir staðir:
Eyjafjallajökull, Þórsmörk, Skógafoss, Seljalandsfoss og Gljúfrabúi, Gluggafoss, hellaskoðun m.a. í Efra-Hvolshella, Steinahellir og Rútshellir. Frábær aðstaða til gönguferða í Tumastaða- og Tunguskógi. Á Hvolsvelli má finna sundlaug með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut. Frisbígolf völlur er hjá íþróttamiðstöðinni og þar má fá lánaða diska og á Hvolsvelli má líka finna 15 stöðva heilsustíg sem gaman er að ganga eða hlaupa eftir.
Matur:
Veitinga- og skyndibitastaðir á Hvolsvelli sem og í dreifbýlinu í kring af öllum stærðum og gerðum. Einnig hægt að kaupa ferskt grænmeti, brauð og kjöt beint frá býli í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli.
Verið velkomin í Rangárþing eystra og njótið þess að upplifa fallega náttúruna og skemmtilega afþreyingu í faðmi fjölskyldunnar.
Nánari upplýsingar á www.visithvolsvollur.is og www.south.is
Hvolsvöllur og nágrenni
View
Sæluferð í Mýrdalshrepp
Hefur þú farið í borgarferð til Víkur? Fá þorp á Íslandi bjóða upp á eins mikið úrval af hótelum, veitingastöðum og börum. Bragðið á Fagradals bleikju, fáið kynnisferð um brugghúsið og takið svo göngu á ströndinni á meðan kvöldsólin kyssir Reynisdranga. Í gamla hluta þorpsins finnur þú sjóminjasafnið Hafnleysu og gestastofu Kötlu jarðvangs þar sem þú getur fengið kort af bænum og upplýsingar um alla helstu staðina.
Gisting:
Hótel
Fjölbreytt gistiheimili
Sveitagisting
Afþreying:
Golfvöllur
Hestaferðir í fjörunni
Hraunsýningin Icelandic Lava Show
Jeppaferðir
Gönguleiðir
Sundlaug
Sjóminjasafnið Hafnleysa
Kötlusetur, gestastofa Kötlu jarðvangs
Áhugaverðir staðir:
Sólheimajökull
Flugvélarflakið á Sólheimasandi
Dyrhólaey
Reynisfjara
Víkurfjara
Víkurþorp
Hjörleifshöfði
Þakgil
Ýmsar gönguleiðir
Matur:
Suður-Vík veitingahús
Halldórskaffi
Smiðjan brugghús
Súpufélagið
Svarta fjaran veitingahús við Reynisfjöru
Ströndin bar & bistro
Ice-cave veitingahús
Lava-café kaffihús
Leggðu bílnum og njóttu alls þess sem Vík hefur upp á að bjóða í göngufæri. Endilega kynntu þér Mýrdalshrepp og nágrenni enn betur og njóttu dvalarinnar með maka þínum, vinum eða vinkonum:
Vík í Mýrdal
View
Sæluferð í Skaftárhrepp
Er langt síðan þú hefur farið út í náttúruna bara til að njóta? Hvernig væri að skilja símann eftir, ganga, hjóla, keyra, hlaupa stefnulaust og njóta. Njóta náttúrunnar og samveru með vinum. Í Skaftárhreppi er langt frá upphafi til enda sveitarinnar og frá fjöru til fjalla en þar á milli er náttúran síkvik og alltaf von á einhverjum ævintýrum.
Gisting: https://eldsveitir.is/Hótel, gistihús, smáhýsi, tjaldstæði og sumarhús. Fjölbreyttir möguleikar fyrir pör eða vinahópa. Hægt að leigja sumarhús þar sem hópurinn er einn eða vera á stærri hótelum sem bjóða alla þjónustu.
Afþreying: Í Skaftárhreppi hafa verið stikaðar styttri göngleiðir nærri Kirkjubæjarklaustri til dæmis Ástarbrautin, Hæðargarðsleið um Landbrotshólana og leið inn í dalinn hjá Geirlandi þar sem er gömul rafstöð og lítil sýning sem segir sögu heimarafstöðvanna. Þeir sem vilja sögur geta lesið eldsveitir.is þar er sagt frá systrum og munkum, listamönnum og bændum, eldgosum og skiptströndum. Fyrir þá sem vilja klífa fjöll er Lómagnúpur alltaf í leiðinni. Það er skemmtileg gönguleið upp á Gjátind sem gnæfir yfir Eldgjána og Laki og Sveinstindur eru viðráðanlegir fyrir flesta.
Á Kirkjubæjarklaustri er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs þar er sýning um mosa í öllum myndum og fleira spennandi. Á Klaustri er, sundlaug með tveimur heitum pottum, líkamsrækt og íþróttasalur sem hægt er að leigja.
Áhugaverðir staðir: Friður og frumkraftar eru einkenni Skaftárhrepps þar sem svæðið er mjög stórt og náttúruhamfarir hafa sett mark sitt á mannlíf og náttúru. Þeir sem eru á jeppa ættu að gera sér ferð inn að Langasjó, upp í Eldgjá, inn að Laka, inn á Mælifellssand eða niður á fjörurnar. Allir þessi staðir eru paradís ljósmyndara. Það er auðveldast að komast á fjöru við Skaftárósvita þar sem er safn sem segir sögu Skaftfellings og verslunar á þessum stað langt frá byggð.
Matur: Margir veitingastaðir bjóða upp á grænmetisrétti eða þrírétta máltíðir með öllu tilheyrandi. Nokkrir veitingastaðir bjóða upp á rétti úr heimabyggð t.d. bleikju, lambakjöt og nautakjöt. Svo er skemmtilegt að kaupa hráefni úr Skaftárhreppi og matreiða þegar heim er komið.
Skaftárhreppur er ævintýri fyrir þá sem vilja stjórna ferðum sínum sjálfir og fyrir þá sem vilja leggja meira upp úr því að njóta en þjóta.
Kirkjubæjarklaustur
AÐ VERA OG NJÓTA - EKKI FARA OG ÞJÓTA
View
Fossar við Þjóðveginn | Katla Jarðvangur
Fjölmargir gullfallegir fossar eru innan Kötlu jarðvangs og flestir þeirra eiga það sameiginlegt að falla fram af gömlum sjávarhömrum sem mynduðust við lok síðasta jökulskeiðs. Fossarnir sem taldir eru upp hér eru allir við eða nálægt þjóðveg 1 og er aðgengi að þeim flestum mjög gott og fært fyrir flesta. Þá eru einnig fjölmargir aðrir fossar innan jarðvangsins, sem og aðrir spennandi staðir og sýningar, sem við hvetjum fólk til að kíkja á í leiðinni. Stutta leiðin er á milli Hvolsvallar og Víkur og er ferðatími leiðarinnar um 2 klst. Lengri leiðin nær austur fyrir Kirkjubæjarklaustur og tekur um 4 klst að keyra hana. Styttri hringurinn hentar því vel sem dagsferð, á meðan það gæti verið gott að gista einhvers staðar á leiðinni þegar lengri hringurinn er farinn, en nóg er af hótelum og tjaldstæðum innan Kötlu jarðvangs.
GluggafossGluggafoss er fallegur foss um 21 km austan við Hvolsvöll. Til að komast að honum er keyrt í gegnum Hvolsvöll og út á Fljótshlíðarveg (261) og keyrt áfram að afleggjaranum að fossinum. Auðvelt er að ganga að fossinum og það er fallegt útsýni þaðan, m.a. yfir Stóra-Dímon, Eyjafjallajökul og inn í Þórsmörk.
Seljalandsfoss og GljúfrabúiSeljalandsfoss þekkja flestir, enda glæsilegur foss. Við viljum líka minna á Gljúfrabúa, annan foss sem er um 300 metra norðan við Seljalandsfoss, og er ekki síður fallegur foss. Seljalandsfoss er í um 15 mín fjarlægð frá Hvolsvelli og nálægt þjóðvegi 1, en beygt er til vinstri út á Þórsmerkurveg (249) rétt eftir að keyrt er yfir Markarfljótsbrúnna.
DrífandiEr foss undir Eyjafjöllum og ber oft ekki mikið á honum. Fossinn er þekktur fyrir að ná ekki að falla til jarðar, þar sem hvassviðri feykir oft vatninu í burtu áður en það nær að falla alla leið niður. Lítið bílastæði er við þjóðveg eitt, framan við veðurskiltin hægra megin við veginn stutt eftir beygjuna inn að Seljalandsfossi.
SkógafossSkógafoss er við Skóga undir Eyjafjöllum, um 48 km frá Hvolsvelli. Fossinn er 62 metra hár og er einn tignarlegasti foss landsins. Hægt er að ganga meðfram Skógá inn í smá gljúfur og alveg að hylnum undir fossinum. Skógafoss er rétt af Þjóðvegi eitt, en beygt er inn að Skógum og er gott bílastæði þar nálægt fossinum.
KvernufossKvernufoss er í gili rétt austan við Skógafoss. Fossinn sést vel frá þjóðveginum, en betra er að ganga að honum frá Skógum. Göngustígur er að fossinum frá bílastæði Samgöngusafnsins að Skógum og er tilvalið að skella sér á Skógasafn í leiðinni.
SystrafossSystrafoss heitir þar sem Fossá fellur úr Systravatni fram af fjallsbrúninni fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur, ofan í Fossárgil. Fossinn er oft vatnslítill, en er glæsilegur annars. Komist er að fossinum með því að keyra Klausturveg til vesturs þegar komið er inn í Kirkjubæjarklaustur.
StjórnarfossEr lítill en gullfallegur foss um 1 km norðan við Kirkjubæjarklaustur. Fossinn er í ánni Stjórn sem á upptök sín í Geirlandshrauni á hálendinu. Fossinn er nálægt tjaldsvæðinu Kleifar og er upplagt að ganga þaðan að gilinu sem fossinn er í, en sú ganga er stutt.
Foss á SíðuFoss á Síðu er stórbrotið bæjarstæði um 10 km fyrir austan Kirkjubæjarklaustur, við Þjóðveg 1. Fallegur foss fellur ofan af klettunum ofan við bæinn, úr vatni sem nefnist Þórutjörn. Greiðfær gönguleið er upp að Þórutjörn og þaðan er fallegt útsýni yfir Síðu. Skammt frá Fossi á Síðu eru einnig Dverghamrar sem eru sérkennilegar og fagurlega formaðar stuðlabergs klettaborgir úr blágrýti.
Hér getur þú fengið prentvæna útgáfu af leiðinni.Fyrir frekari upplýsingar um fossa, jarðvætti og gistingu er hægt að kíkja inn á www.katlageopark.is
View
Jarðvætti við Þjóðveginn | Eystri leið
Jarðvætti við Þjóðveginn - 1-2 daga ferð
Fjölmargir þekktir áfangastaðir eru innan Kötlu jarðvangs og er fjölbreytileiki þeirra mikilli og allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sig. Innan jarðvangsins eru fjölmargar eldstöðvar, tignarleg fjöll, fagrir fossar, mosavaxin hraun og stórar fjörur. Jarðvættin sem talin eru upp hér eru öll nálægt þjóðvegi 1 og er aðgengi að þeim flestum mjög gott og fært fyrir flesta. Þá eru einnig fjölmörg önnur jarðvætti innan jarðvangsins, sem og sýningar og söfn, sem við hvetjum fólk til að kíkja á í leiðinni. Dagsferðin nær á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og tekur rúmlega 2 klst að keyra leiðina, en bætist við tíminn sem stoppað er á hverjum stað. Gaman getur verið að sameina þessa leið öðrum leiðum um jarðvanginn, t.d. fossaferðinni, og þá gera ferðina að tveggja til þriggja daga ferð.
Vík í MýrdalMargt hægt að gera í Vík, en við mælum með sýningunum hjá Lava show og Kötlusetri, og fyrir meiri útiveru þá er hægt að fara í Zipline eða reiðtúr. Þá er alltaf gaman að kíkja í Víkurfjöru og í Vík er bæði tjaldstæði og sundlaug.
HjörleifshöfðiHjörleifshöfði er einn fegursti móbergsstapi á Íslandi og með merka sögu. Lítið bílastæði er vestan megin við höfðann og byrjar gönguleið upp á höfðann þaðan. Þá er einnig þess virði að ganga eða keyra suður fyrir höfðann, en þar er stór móbergshellir.
LaufskálavarðaEr hraunhryggur með vörðuþyrpingum allt í kring, en sagan segir að hver sá sem fór í fyrsta sinn um Mýrdalssand skyldi hlaða þar vörðu sér til fararheilla. Hryggurinn er á milli Hólmsár og Skálmar, við þjóðveginn norðan byggðar í Álftaveri, og er glæsilegt útsýni þaðan yfir fjöllin í kring.
FjaðrárgljúfurEr stórt og mikið gljúfur með fallegum móbergsmyndunum og rennur áin Fjaðrá þar nú í gegn. Móbergið sjálft er um 2 milljón ára gamalt, en gljúfrið var grafið af jökulá við lok síðasta jökulskeiðs. Gönguleið er meðfram gljúfrinu og er útsýnið stórkostlegt.
LandbrotshólarEru gervigígaþyrping sem myndaðist í gosinu úr Eldgjá í kringum árið 939. Landbrotshólarnir urðu til þegar hraun rann yfir mýrlendi, en þá myndast mikill gufuþrýstingur undir hrauninu sem á endanum brýst í gegnum hraunið og myndar gervigíga. Hægt er að ganga að sumum gígunum og eru nokkrir þeirra holir að innan.
KirkjubæjarklausturKirkjubæjarklaustur er umkringt mikilli náttúrufegurð, og er m.a. nokkrar fallegir fossar í næsta nágrenni og mikið af gönguleiðum í kring sem liggja um sögufræg svæði. Bæði sundlaug og tjaldsvæði eru við þorpið og við mælum einnig með að kíkja við í Skaftárstofu.
SystrastapiEr fallegur stapi vestan við Kirkjubæjarklaustur þar sem legstaður tveggja klaustursystra á að vera. Stöðuvatn er ofan á fjallsbrúninni við Klaustur, sem nefnist Systravatn og úr því rennur áin Fossá. Í Fossá er fossinn Systrafoss sem fellur fram af fjallsbrúninni og sést vel úr þorpinu.
KirkjugólfKirkjugólfið er rétt norðan Kirkjubæjarklausturs. Þetta er u.þ.b. 80 m² jökul- og brimsorfinn stuðlabergsflötur, þar sem sést ofan á lóðréttar blágrýtissúlur og gefur öðruvísi og skemmtilegt sjónarhorn á stuðlabergið. Þarna hefur þó aldrei staðið kirkja en það er engu öðru líkara en flöturinn hafi verið lagður af manna höndum.
LómagnúpurLómagnúpur er 767 m hátt standberg sem gnæfir yfir suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Vestan við hann stendur bærinn Núpsstaður, en stórbrotið umhverfi Núpsstaðar og Lómagnúps er vel þekkt. Eldgos, jöklar og vötn hafa mótað umhverfið auk þess að skapa fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir.
DverghamrarDverghamrar eru skammt austan við Foss á Síðu. Þetta eru sérkennilegir og fagurlega formaðir stuðlabergshamrar úr blágrýti. Landslagið er talið hafa fengið á sig þessa mynd við lok ísaldar. Þá var sjávarmál hærra og er talið að brimsvörfun hafi valdið þessu sérkennilega útliti hamranna.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að kíkja inn á www.Katlageopark.is.
Hér getur þú fengið prentvæna útgáfu af leiðinni.
View
Jarðfræðileiðin | Katla Jarðvangur
Margar spennandi jarðminjar eru innan Kötlu jarðvangs og bjóða þær upp á margvíslega jarðfræði og oft glæsilegt útsýni. Staðirnir á þessum lista eiga það sameiginlegt að vera nálægt þjóðveginum og aðgengilegar flestum. Það eru einnig fjölmörg önnur jarðvætti sem bjóða upp á mikilfenglega jarðfræði innan jarðvangsins og er hægt að finna þær á heimasíðu jarðvangsins. Jarðfræðileiðin er skipt upp í tvær leiðir, eystri og vestri. Vestri leiðin liggur á milli Hvolsvallar og Víkur og er ferðatíminn á milli staðanna um tvær klukkustundir. Eystri leiðin liggur frá Vík austur fyrir Kirkjubæjarklaustur og tekur einnig um tvær klukkustundir að fara þessa leið. Hvor leið er því frábær sem dagsleið, en við mælum með að gista einhversstaðar ef báðar leiðirnar eru teknar í einu.
Markarfljót og LandeyjarsandurAurar Markarfljóts eru mikið sjónarspil, en á leiðinni að Landeyjarhöfn er viðkomustaður þar sem hægt er að virða fyrir sér aurana. Fjaran við Landeyjarhöfn er einnig glæsileg, oft með stórum öldum og fallegum sandöldum. Þá er útsýnið yfir Vestmannaeyjar ekki af verri endanum, þegar skyggnið er gott.
SteinahellirEr lítill móbergshellir með mikla sögu. Þá er umhverfið í kringum hellinn ekki verra, en þar má sjá fjöldann allan af stórum björgum sem hafa hrunið úr Eyjafjöllum á síðustu árþúsundum. Holtsós er einnig nálægt hellinum og getur verið gaman að virða hann og nærsvæði hans fyrir sér.
EyjafjallajökullUpplagt er að kíkja á Eyjafjallajökul á meðan jökullinn er enn í vetrarham. Nýtt bílastæði er komið hægra megin við þjóðveginn, rétt áður en komið er að Þorvaldseyri, og gott útsýni þaðan yfir jökullinn sem og svæðið í kring. Þaðan er útsýnið yfir Steinafjall einnig mjög gott, en lagskiptingin á milli móbergs- og hraunlaga er vel greinileg þar.
SólheimajökullHægt er að ganga nokkuð langt að jöklinum án þess að þurfa útbúnað og er svæðið fyrir framan jökulsporðinn gullfallegt. Jökullón með ísjökum hefur myndast fyrir framan jökullinn og þá er áhugavert að skoða hversu mikið jökullinn hefur hopað undanfarin ár. Jökullandslag svæðisins er einnig glæsilegt og má sjá þónokkuð af jökulminjum þar.
PéturseyPétursey er einn af þó nokkrum stöpum sem má finna innan jarðvangsins. Fallegar móbergsmyndanir eru víða í stapanum og þá er lítill hellir, Eyjahellir, norðan megin í honum. Óstikuð gönguleið liggur upp á stapann frá litlu bílastæði vestan við hann.
DyrhólaeyStórbrotið útsýni og fallegar jarðmyndanir einkenna Dyrhólaey og með miklu fuglalífi. Ófært er upp á efri eyjuna, en það er stórt og gott bílastæði á Lágey og göngustígar sem liggja þaðan upp á Háey. Móbergsmyndanir, stuðlaberg og strandeyðing er meðal þess sem hægt er að virða fyrir sér á eynni, og þá er mikið af jarðmyndunum á leiðinni að eynni.
ReynisfjaraEr ein frægasta fjara á landinu enda stórbrotin strönd með fallegu útsýni yfir Reynisdranga og Dyrhólaey. Einnig er að finna glæsilegar jarðmyndanir í Reynisfjalli sem liggur að ströndinni. Munið að fara ekki of nálægt flæðarmálinu og þá getur grjót hrunið úr litla hellinum við ströndina.
ReynisfjallEr glæsilegur móbergshryggur við Vík. Gönguleið liggur upp á fjallið úr gamla bænum í Vík og er útsýnið þaðan yfir Reynisdranga og Dyrhólaey með því betra sem gerist. Það er mikið um móbergsmyndanir og stuðlaberg í fjallinu, og þá má finna bólstraberg við fjallið í Víkurfjöru.
HjörleifshöfðiHjörleifshöfði er einn fegursti móbergsstapi á Íslandi og með merka sögu. Lítið bílastæði er vestan megin við höfðann og byrjar gönguleið upp á höfðann þaðan. Þá er einnig þess virði að ganga eða keyra suður fyrir höfðann, en þar er stór móbergshellir og fallegt útsýni yfir Kötlutanga
ÁlftaversgígarEru gervigígaþyrping sem myndaðist í gosinu úr Eldgjá í kringum árið 939. Landbrotshólarnir urðu til þegar hraun rann yfir mýrlendi, en þá myndast mikill gufuþrýstingur undir hrauninu sem á endanum brýst í gegnum hraunið og myndar gervigíga. Þá er útsýnið yfir Mýrdalsjökul, Hafursey og Mýrdalssand með eindæmum gott þaðan.
LaufskálavarðaEr hraunhryggur með vörðuþyrpingum allt í kring, en sagan segir að hver sá sem fór í fyrsta sinn um Mýrdalssand skyldi hlaða þar vörðu sér til fararheilla. Hryggurinn er á milli Hólmsár og Skálmar, við þjóðveginn norðan byggðar í Álftaveri, og er glæsilegt útsýni þaðan yfir fjöllin í kring.
SkaftáreldahraunEr næst stærsta hraungos á Íslandi frá landnámi, aðeins gosið í Eldgjá var stærra, og myndaðist í gosinu í Lakagígum á árunum 1783-84. Hraunið er nú að miklu leyti þakið mosa og gefur því mjög fallegt útlit. Rétt áður en komið er að Kirkjubæjarklaustri er áfangastaður með útsýnispalli, þar sem gott útsýni er yfir Fjaðrárgljúfur, Landbrotshóla og Lómagnúp.
FjaðrárgljúfurEr stórt og mikið gljúfur með fallegum móbergsmyndunum og rennur áin Fjaðrá þar nú í gegn. Móbergið sjálft er um 2 milljón ára gamalt, en gljúfrið var grafið af jökulá við lok síðasta jökulskeiðs. Gönguleið er meðfram gljúfrinu og er útsýnið stórkostlegt.
LandbrotshólarEru líka gervigígaþyrping sem myndaðist í gosinu úr Eldgjá.. Landbrotshólarnir eru mikið grónir en þó má sjá opnur í nokkrum þeirra og jafnvel niður í gegnum gíginn. Svæðið sjálft er fallegt, enda Skaftá ekki langt í burtu og þá má sjá þversnið af Bjarnargarði við Hótel Laka, en í garðinum er fjöldann allan af gjóskulögum að finna.
Systravatner lítið stöðuvatn sem er ofan á fjallsbrúninni við Klaustur. Úr vatninu rennur áin Fossá og í henni er fossinn Systrafoss sem fellur fram af fjallsbrúninni og sést vel úr þorpinu. Við vatnið má sjá breytingar í vatnshæð stöðuvatnsins og þá er útsýnið af fjallinu glæsilegt, t.d. yfir Skaftá og svörtu sandana sem henni fylgja.
DverghamrarDverghamrar eru skammt austan við Foss á Síðu. Þetta eru sérkennilegir og fagurlega formaðir stuðlabergshamrar úr blágrýti. Landslagið er talið hafa fengið á sig þessa mynd við lok ísaldar. Þá var sjávarmál hærra og er talið að brimsvörfun hafi valdið þessu sérkennilega útliti hamranna. Orustuhóll er nokkuð austan við Dverghamra og er það þess virði að kíkja þangað líka, og þá eru alveg magnaðar móbergsmyndanir í fjöllunum í kring.
Nóg er af hótelum og tjaldstæðum innan Kötlu jarðvangs og fyrir frekari upplýsingar um fossa, jarðvættin, gönguleiðakort, og gistingu er hægt að kíkja inn á www.Katlageopark.is.
Hér getur þú fengið prentvæna útgáfu af leiðinni.
View
Jarðvætti við Þjóðveginn | Vestari leið
Jarðvætti við Þjóðveginn - 1-2 daga ferð
Fjölmargir þekktir áfangastaðir eru innan Kötlu jarðvangs og er fjölbreytileiki þeirra mikilli og allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sig. Innan jarðvangsins eru fjölmargar eldstöðvar, tignarleg fjöll, fagrir fossar, mosavaxin hraun og stórar fjörur. Jarðvættin sem talin eru upp hér eru öll nálægt þjóðvegi 1 og er aðgengi að þeim flestum mjög gott og fært fyrir flesta. Þá eru einnig fjölmörg önnur jarðvætti innan jarðvangsins, sem og sýningar og söfn, sem við hvetjum fólk til að kíkja á í leiðinni. Dagsferðin nær á milli Hvolsvallar og Víkur og tekur rúmlega 2 klst að keyra leiðina, en bætist við tíminn sem stoppað er á hverjum stað. Gaman getur verið að sameina þessa leið öðrum leiðum um jarðvanginn, t.d. fossaferðinni, og þá gera ferðina að tveggja daga ferð. Nóg er af litlum hótelum og tjaldsvæðum á svæðinu, ásamt nokkrum sundlaugum og annarri afþreyingu. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að kíkja inn á www.Katlageopark.is.
HvolsvöllurMargt skemmtilegt er hægt að gera á Hvolsvelli, m.a. er hægt að heimsækja Lava sýninguna og Sögusetrið, þá eru einnig nokkrar gönguleiðir í og við bæinn ásamt veitingastöðum, matvöruverslun, bensínstöð, tjaldstæði og sundlaug.
Seljalandsfoss og GljúfrabúiSeljalandsfoss þekkja flestir, enda glæsilegur foss, og nú er gott tækifæri til að skoða hann almennilega. Við viljum líka minna á Gljúfrabúa, annan foss sem er um 300 metra norðan við Seljalandsfoss, og er ekki síður fallegur foss.
SteinahellirEr lítill móbergshellir með mikla sögu. Lítið bílastæði er fyrir framan hellinn og þar eru upplýsingaskilti um sögu hans. Þá er umhverfið í kringum hellinn ekki verra, en þar má sjá fjöldan allan af stórum björgum sem hafa hrunið úr Eyjafjöllum á síðustu árþúsundum.
EyjafjallajökullUpplagt er að kíkja á Eyjafjallajökul á meðan jökulinn er enn í vetrarham. Nýtt bílastæði er komið hægra megin við þjóðveginn, rétt áður en komið er að Þorvaldseyri, og gott útsýni þaðan yfir jökulinn sem og svæðið í kring.
RútshellirAnnar móbergshellir sem er nú með hlaðið fjárhús fyrir framan. Hægt er að ganga þar inn og virða fyrir sér hellinn. Þá er Drangurinn í Drangshlíð ekki langt frá og mælum við með að kíkja þangað í leiðinni.
SkógarSkógafoss við Skóga er einn fegursti foss landsins, en á skógum er einnig Skógarsafn sem er byggða-, húsa- og samgöngusafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga. Gott er að borða nesti sitt á Skógum og þá er einnig matsölustaður á safninu.
SólheimajökullHægt er að ganga nokkuð langt að jöklinum án þess að þurfa útbúnað og er svæðið fyrir framan jökulsporðinn er gullfallegt. Jökullón með ísjökum hefur myndast fyrir framan jökulinn og þá er áhugavert að skoða hversu mikið jökulinn hefur hopað undanfarin ár.
DyrhólaeyStórbrotið útsýni og fallegar jarðmyndanir einkenna Dyrhólaey og með miklu fuglalífi. Ófært er upp á efri eyjuna, en það er stórt og gott bílastæði á Lágey og göngustígar sem liggja þaðan upp á Háey.
ReynisfjaraEr ein frægasta fjara á landinu enda stórbrotin strönd með fallegu útsýni yfir Reynisdranga og Dyrhólaey. Einnig er að finna glæsilegar jarðmyndanir í Reynisfjalli sem liggur að ströndinni. Munið að fara ekki of nálægt flæðarmálinu og þá getur grjót hrunið úr litla hellinum við ströndina.
Vík í MýrdalMargt hægt að gera á Vík, en við mælum með sýningunum hjá Lava show og Kötlusetri, og fyrir meiri útiveru þá er hægt að fara í Zipline eða reiðtúr. Þá er alltaf gaman að kíkja í Víkurfjöru og á Vík er bæði tjaldstæði og sundlaug.
Hér getur þú fengið prentvæna útgáfu af leiðinni.
View