Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Rangárþing eystra er fjölskylduvænt sveitarfélag og ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna. Í sveitarfélaginu má finna hina ýmsu afþreyingu, gistingu, veitingar og fleira sem að henta allri fjölskyldunni. Það má skipuleggja stuttar ferðir, dagsferðir og dvöl til lengri tíma og allir ættu að finna sér eitthvað skemmtilegt til dægradvalar.

Gisting:

Hægt er að finna ýmsa gistimöguleika bæði í dreif- og þéttbýli sem henta vel til að njóta þess besta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Hótel, gistiheimili, sumarhús, smáhýsi, fjallaskálar og tjaldsvæði. Gistimöguleikar sem geta tekið á móti litlum og stórum hópum.

Afþreying:

  • Frisbígolf
  • Heilsustígur
  • Lava center
  • Skógasafn
  • Sund á Hvolsvelli
  • Kanó siglingar
  • Golf
  • Hestaleigur
  • Hellaskoðanir
  • Opinn landbúnaður
  • Fjöruferð í Landeyjafjöru
  • Skógarferð í Tumastaða- og Tunguskóg
  • Lautarferð í Þorsteinslundi

Áhugaverðir staðir:

Eyjafjallajökull, Þórsmörk, Skógafoss, Seljalandsfoss og Gljúfrabúi, Gluggafoss, Þorsteinslundur, hellaskoðun m.a. í Efra-Hvolshella, Steinahellir og Rútshellir. Frábær aðstaða til gönguferða í Tumastaða- og Tunguskógi. Á Hvolsvelli má finna sundlaug með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut. Frisbígolf völlur er hjá íþróttamiðstöðinni og þar má fá lánaða diska og á Hvolsvelli má líka finna 15 stöðva heilsustíg sem gaman er að ganga eða hlaupa eftir.

Matur:

Veitinga- og skyndibitastaðir á Hvolsvelli sem og í dreifbýlinu í kring af öllum stærðum og gerðum. Einnig hægt að kaupa ferskt grænmeti, brauð og kjöt beint frá býli í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli.

Verið velkomin í Rangárþing eystra og njótið þess að upplifa fallega náttúruna og skemmtilega afþreyingu í faðmi fjölskyldunnar. 

Nánari upplýsingar á www.visithvolsvollur.is og www.south.is

Hvolsvöllur og nágrenni