Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gullna hrings svæðið býður upp á mjög fjölbreytta náttúru og afþreyingarkosti. Hér eru nokkrar hugmyndir að því hvað er hægt að upplifa á svæðinu.

Sæluferð í Uppsveitum
UppsveitirMenning, matur sagaMenning og saga er samofin náttúru og daglegu lífi.  Fjölmargar náttúruperlur og merkir sögustaðir eru í uppsveitunum sem gaman er að kanna. Ferðalögum fylgir gjarnan matarupplifun og í uppsveitunum er lögð áhersla á sérstöðu á hverjum stað. Víða er blandað saman búskap, garðyrkju og ferðaþjónustu og gestum gefinn kostur á að fræðast og upplifa.  Fræðsla um búskaparhætti fyrr og nú, matvælaframleiðslu og nýtingu jarðhita.  Víða má versla matvörur beint frá býli, kjöt, grænmeti, ber og ýmislegt góðgæti.GistingTjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálarwww.sveitir.is www.south.is   Afþreying Söfn/sögustaðir/sýningar Laugarvatnshellar, heimsókn í helli þar sem búið var með leiðsögn  www.thecavepeople.is Margmiðlunarsýning í Fræðslumiðstöðinni á Hakinu á Þingvöllum www.thingvellir.is Skálholt merkur sögustaður,  www.skalholt.is Sólheimar Grímsnesi, listhús og “Menningarveisla” www.solheimar.is Sólheimar Hrunamannahreppi, Samansafnið, minjasafn og fornbílar . www.facebook.com/samansafnið Virkjanir, sýningar opnar á sumrin www.lv.is   Ljósafossstöð Útivist / Gönguferðir Á Þingvöllum er skipulögð dagskrá á sumrin, gönguferðir www.thingvellir.is Skipulagðar gönguferðir í Hrunamannhreppi á sumrin www.sveitir.is Gönguleiðir í skógum:  Í Þrastaskógi, Haukadalsskógi og á Laugarvatni eru merktir göngustígar. Í nágrenni Laugarvatns og nágrenni Flúða eru merktar gönguleiðir.  Fjöll og fell til fjallgöngu fyrir alla fjölskylduna. Kort og leiðir að finna á www.sveitir.is Sund – Gufa Baðmenningin er sterk á jarðhitasvæði.Sundlaugin Flúðum, Laugarvatni, Úthlíð, Reykholti, Borg, Hraunborgum, Laugarvatn Fontana www.fontana.is Gamla laugin/Secret lagoon náttúrulaug  Hvammi Flúðum www.secretlagoon.is Áhugaverðir staðirÞingvellir, Gullfoss, Geysir, Kerið, Laugarvatn, Skálholt, Brúarhlöð, Þrastaskógur, Haukadalsskógur. Byggðakjarnar.MaturFjölbreyttir veitingastaðir af öllum gerðum, eitthvað fyrir alla.  Uppsveitirnar eru sannkölluð matarkista og víða er hægt að kaupa grænmeti og alls kyns framleiðslu beint frá býli. www.sveitir.is www.south.isMatarupplifun Friðheimar tekið á móti hópum og einstaklingum í  “Matarupplifun í gróðurhúsi” alla dagaFræðsla og veitingar www.fridheimar.is                    Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og ísbúð. www.efstidalur.is Farmers Bistro Flúðum, veitingastaður og fræðsla um svepparæktun www.farmersbistro.is  Uppsveitirnar eru kjörinn áfangastaður fyrir þá sem hafa áhuga á mat, menningu og sögu.Gistimöguleikar eru af öllum gerðum. Fjölmargir góðir veitingastaðir og er hver og einn þeirra með sína sérstöðu.  Áhersla er lögð á hollt og gott hráefni úr nærumhverfi enda eru Uppsveitirnar mikil matarkista.Velkomin í Uppsveitir Árnessýslu og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða.  Allar nánari upplýsingar má finna á www.sveitir.is og www.south.is Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega.
Ævintýraferð í Uppsveitum
Hreyfing og vellíðan Uppsveitirnar eru þátttakendur í verkefninu heilsueflandi samfélag og geta gestir notið góðs af.  Fjölbreyttir möguleikar eru til staðar með áherslu á útivist, hreyfingu, hollustu, heilsueflingu, gleði og vellíðan.  Auðvelt er að finna útivistar- og íþróttasvæði ásamt afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Uppsveitirnar eru heitt svæði og jarðhitinn hefur leitt af sér baðmenningu og öfluga garðyrkju. Uppsveitirnar eru mikil matarkista og víða er hægt að versla hollt og gott úr sveitinni beint frá býli.Göngu- og hjólaleiðir, skokkabrautir, ratleikir, fjallgöngur, sund, pottar, gufa, golf, fótboltagolf, íþrótta- og leikvellir, strandblak og frisbígolf. Útivist, siglingar, köfun, hestaferðir, sleðaferðir.  Flott hótel og veitingastaðir með sérstöðu og Víða eru heitir pottar á gististöðum.Útivist / Gönguferðir/stígar Á  Þingvöllum er skipulögð dagskrá á sumrin, gönguferðir www.thingvellir.is Skipulagðar gönguferðir í Hrunamannhreppi á sumrin www.sveitir.is Veiðileyfi er víða hægt að fá og renna fyrir lax eða silung í ám og vötnum. Gönguleiðir í skógum:  Í Þrastaskógi,  Haukadalsskógi og á  Laugarvatni eru merktir göngustígar. Á Laugarvatni og í Haukadal eru bálhús og hreinlætisaðstaða. Í nágrenni Laugarvatns og nágrenni Flúða eru merktar gönguleiðir.  Fjöll og fell til fjallgöngu fyrir alla fjölskylduna. Kort og leiðir að finna á www.sveitir.is HestarVíða er hægt að fara í lengri eða skemmri hestaferðir. Sund - GufaSundlaugin Flúðum, Laugarvatni, Úthlíð, Reykholti, Borg, Hraunborgum, Laugarvatn Fontana www.fontana.is, Gamla laugin/Secret lagoon náttúrulaug Hvammi Flúðum www.secretlagoon.is Fótboltagolf Fótboltagolf nálægt Flúðum, Markavöllur  https://www.facebook.com/fotboltagolf/ LeikvellirLækjargarðurinn á Flúðum, ærslabelgur og frisbígolfÍþrótta- og leikvellir í öllum byggðakjörnum. Strandblak á Flúðum og Laugarvatni. GolfFjölmargir góðir golfvellir eru á svæðinu og golfskálar sem selja veitingar. Efra-Sel Flúðum, Kiðjaberg, Öndverðanes, Hraunborgir, Geysir Haukadal, Úthlíð, Dalbúi Miðdal. Önnur afþreying Laugarvatn Adventure fjölbreytt afþreying og óvissuferðir fyrir hópa www.caving.is Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni fjölbreytt afþreying  www.ulfljotsvatn.is Ferðir á Langjökul www.mountaineers.is Adrenalíngarðurinn á Nesjavöllum www.adrenalin.is Siglingar á Hvítá www.adventures.is MaturFjölbreyttir veitingastaðir af öllum gerðum, hver með sína sérstöðu, eitthvað fyrir alla.  Uppsveitirnar eru sannkölluð matarkista og víða er hægt að kaupa grænmeti og alls kyns framleiðslu beint frá býli. www.sveitir.is www.south.isMatarupplifun Friðheimar tekið á móti hópum og einstaklingum í  “Matarupplifun í gróðurhúsi” alla dagaFræðsla og veitingar www.fridheimar.is                  Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og í ísbúð. www.efstidalur.is Farmers Bistro Flúðasveppir,  veitingastaður og fræðsla um svepparækt www.farmersbistro.is Beint frá býli Litla Bændabúðin Flúðum, Garðyrkjustöðin Melar,  opið allt árið fjölbreyttar vörur beint frá býlihttps://www.facebook.com/litlamelabudin/ Hólabúðin Laugardalshólum, kjöt, grænmeti og fleiri vörur. https://www.facebook.com/Laugardalsh%C3%B3lar-107134037319278/ Silfurtún Flúðum, jarðarber og grænmeti, Silfurber https://www.facebook.com/Silfurtun/ Garðyrkjubýlið Friðheimar, “Litla tómatbúðin” grænmeti og fleiri vörur  www.fridheimar.is Garðyrkjustöðin Ártangi plöntur, krydd og fleiri vörur  www.artangi.is  Garðyrkjustöðin Brúará Böðmóðsstöðum, grænmeti. Garðyrkjustöðin Heiðmörk Laugarási, grænmeti Áhugaverðir staðirÞingvellir, Gullfoss, Geysir, Kerið, Laugarvatn, Skálholt, Brúarhlöð, Þrastaskógur, Haukadalsskógur og byggðakjarnar. Byggðakjarnar í UppsveitunumVið hvetjum fólk til að dvelja um kyrrt í uppsveitum og njóta.  Fjölbreytt þjónusta er í byggðakjörnu og sveitunum í kring og hægt að fara í margs konar upplifun og dagsferðir á svæðinu. BorgTjaldsvæði, sundlaug, leiksvæði, verslun, miðsvæðis og stutt í allar áttir og fjölbreytta afþreyingu t.d.golfvelli. FlúðirTjaldsvæði, sundlaug, Gamla laugin, verslanir, veitingahús,  matvæli beint frá býli, sýningarskipulagðar gönguferðir, hestaleiga í nágrenni, golfvöllur, fótboltagolf,  leikaðstaða, frisbígolf, ærlsabelgur, ReykholtTjaldsvæði, gististaðir, sundlaug, leiksvæði, íþróttavöllur, verslun, veitingastaðirMika, Friðheimar matarupplifun. LaugarásDýragarðurinn í Slakka og gististaðir LaugarvatnTjaldsvæði, gististaðir, verslun, gallerí, veitingastaðir, vatnið, gönguleiðir, skógurinn, eldaskáli,skammt frá er Efstidalur ferðamannafjós ís og veitingar Sólheimar GrímsnesiListhús og menningardagskrá. Gisting og veitingar.  HaukadalsskógurGöngustígar og stígar fyrir fatlaða GrafningurFrá Þingvöllum má velja fleiri en eina leið áfram t.d. um Grafninginn sem er falleg leið.Gönguleiðir á Hengilssvæðinu og dýragarður á Stóra-Hálsi ÚlfljótsvatnTjaldsvæði, gisting, leiksvæði, vatn, veiði, bátar Skálholt sögustaður, gönguleiðir, þjónusta Þingvellir, Gullfoss, Geysir fjölbreytt þjónusta GistingTjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálar.www.sveitir.iswww.south.isUppsveitirnar eru kjörinn áfangastaður fyrir þá sem huga að heilsu og vellíðan.  Gistimöguleikar eru af öllum gerðum. Fjölmargir góðir veitingastaðir og er hver og einn þeirra með sína sérstöðu.  Áhersla er lögð á hollt og gott hráefni úr nærumhverfi.Velkomin í Uppsveitir Árnessýslu og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða.  Allar nánari upplýsingar má finna á www.sveitir.is og www.south.is Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega.
Fjölskylduferð í Uppsveitum
Börn á öllum aldri skemmta sér vel  í Uppsveitunum, þar er margt hægt að gera.Þar eru dýragarðar, hestaferðir, opin gróðurhús, opin fjós, opinn sveitabær, gönguferðir í skóginum eða upp á fell.  Útivist,  sund, veiði,  golf, fótboltagolf, frisbígolf, ærslabelgur, leikvellir og íþróttavellir.GistingTjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálarwww.sveitir.iswww.south.is Afþreying Söfn/sögustaðir/sýningar fyrir fjölskylduna Laugarvatnshellar, heimsókn í helli með leiðsögn  Margmiðlunarsýning í Fræðslumiðstöðinni á Hakinu á Þingvöllum Skálholt, sögustaður, sumartónleikar, gönguleiðir Sólheimar Grímsnesi, listhús og “Menningarveisla” Sólheimar Hrunamannahreppi, Samansafnið, minjasafn og fornbílar Virkjanir, sýningar opnar á sumrin Ljósafosstöð Útivist / Gönguferðir/stígar Á Þingvöllum er skipulögð dagskrá á sumrin, gönguferðir Skipulagðar gönguferðir í Hrunamannhreppi á sumrin Þeir sem hafa áhuga á fuglum geta fundið fjölmargar tegundir í uppsveitunum.  Veiðileyfi er víða hægt að fá og renna fyrir lax eða silung í ám og vötnum. Gönguleiðir í skógum: Í Þrastaskógi, Haukadalsskógi og á Laugarvatni eru merktir göngustígar. Á Laugarvatni og í Haukadal eru bálhús og hreinlætisaðstaða. Í nágrenni Laugarvatns og nágrenni Flúða eru merktar gönguleiðir.  Fjöll og fell til fjallgöngu fyrir alla fjölskylduna. Kort og leiðir að finna á www.sveitir.is Dýragarðar Slakki í Laugarási, húsdýragarður.  Dýragarðurinn í Slakka á Facebook Sveitaheimsókn Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og í ísbúð. Garðyrkjubýlið Friðheimar, fræðsla um jarðhita og garðyrkju og veitingar í gróðurhúsi.  Hestasýningar skv. pöntun.   Hestar Hestasýningar á Friðheimum fyrir hópa Syðra-Langholt/ RidingTours South Iceland hestaleiga/ferðir  Geysirhestar hestaleiga/ferðir Kjóastöðum 2 Úthlíð hestaleiga  Efstidalur 2 hestaleiga   Myrkholt, hestaleiga/ferðir  Árbakki, hestaferðir   Sund - GufaSundlaugin Flúðum, Laugarvatni, Úthlíð, Reykholti, Borg, Hraunborgum, Laugarvatn Fontana  Gamla laugin/Secret lagoon náttúrulaug - Hvammi Flúðum  Fótboltagolf Fótboltagolf nálægt Flúðum, Markavöllur LeikvellirLækjargarðurinn á Flúðum, ærslabelgur og frisbígolfÍþrótta- og leikvellir í öllum byggðakjörnum. Strandblak á Flúðum og Laugarvatni. GolfFjölmargir góðir golfvellir eru á svæðinu og golfskálar sem selja veitingar. Efra-Sel Flúðum, Kiðjaberg, Öndverðanes, Hraunborgir, Geysir Haukadal, Úthlíð, Dalbúi Miðdal. Önnur afþreying Laugarvatn Adventure fjölbreytt afþreying og útivist fyrir hópa Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni fjölbreytt afþreying  Litboltavöllur Bíldsfelli  Ferðir á Langjökul  Adrenalíngarðurinn á Nesjavöllum   Siglingar á Hvítá,   Áhugaverðir staðirÞingvellir, Gullfoss, Geysir, Kerið, Laugarvatn, Skálholt, Brúarhlöð, Þrastaskógur, Haukadalsskógur, Byggðakjarnar.MaturFjölbreyttir veitingastaðir af öllum gerðum, eitthvað fyrir alla.  Uppsveitirnar eru sannkölluð matarkista og víða er hægt að kaupa grænmeti og alls kyns framleiðslu beint frá býli. Matarupplifun Friðheimar tekið á móti hópum og einstaklingum í  “Matarupplifun í gróðurhúsi” alla dagaFræðsla og veitingar         Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og í ísbúð.   Beint frá býli Litla Bændabúðin Flúðum, Garðyrkjustöðin Melar, opið allt árið fjölbreyttar vörur beint frá býli Hólabúðin Laugardalshólum, kjöt, grænmeti og fleiri vörur. Silfurtún Flúðum, jarðarber og grænmeti, Silfurber Garðyrkjubýlið Friðheimar, “Litla tómatbúðin” grænmeti og fleiri vörur  Garðyrkjustöðin Ártangi plöntur, krydd og fleiri vörur  Garðyrkjustöðin Brúará Böðmóðsstöðum, grænmeti. Garðyrkjustöðin Heiðmörk Laugarási, grænmeti Uppsveitirnar eru kjörinn áfangastaður fyrir alla fjölskylduna. Gistimöguleikar eru af öllum gerðum. Fjölmargir góðir veitingastaðir og er hver og einn þeirra með sína sérstöðu.  Áhersla er lögð á hollt og gott hráefni úr nærumhverfi enda eru Uppsveitirnar mikil matarkista.Velkomin í Uppsveitir Árnessýslu og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða.  Allar nánari upplýsingar má finna á www.sveitir.is og www.south.is  Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega.
Sæluferð í Hveragerði
Matur, menning og dekur í Hveragerði Ef þú vilt njóta matar, menningar og dekurs þá er Hveragerði staðurinn. Bærinn hefur margt upp á að bjóða fyrir hjóna-, vina- og vinkonufríið hvort sem um er að ræða dagsferð eða dvalið sé til lengri tíma. Fjölbreyttir gistimöguleikar eru í boði fyrir hópinn þinn eða bara fyrir rómantíska ferð fyrir ykkur makann. Gisting á hótelum og gistihúsum bæjarins  Afþreying: Lengri og styttri gönguleiðir í Hveragerði og nágrenni við Hveragerði.  Sundlaugin Laugarskarði.  Listasafnið og Hveragarðurinn.  Hjólaferðir með afþreyingarfyrirtæki bæjarins.  Aparólan yfir Reykjarfoss.  Golfvöllurinn Gufudal Dekur og nudd á Heilsuhælinu Hveragerði Bjórhátíðin í bænum sem haldin er í október. Matur; allir veitingastaðir bæjarins. Bærinn bíður uppá gott úrval veitingastaða sem hægt er að velja úr.  
Ævintýraferð í Hveragerði
Blómabærinn Hveragerði og næsta nágrenni er fallegur staður með stórkostlegu landslagi. Hveragerði dreifist yfir 5.000 ára gamalt hraun og er bærinn staðsettur á virku eldfjallasvæði. Jarðskjálftar eru tíðir þökk sé jarðfleka hreyfingum á svæðinu. Þann 29. maí 2008, varð jarðskjálfti að stærð 6,3 á Richterskvarðanum í bænum og nýtt jarðhitasvæði varð til í fjallshlíðinni. Bærinn er frægur fyrir hveri, í og við bæinn. Allt árið má sjá gufustólpa frá þeim fjölmörgu hverum sem rísa upp úr jörðu. Á sumrin er bærinn sannarlega grænt samfélag og gnægð af blómum og trjám. Hveragerði býður upp á margvíslega afþreyingu fyrir alla aldurshópa, enda fjöldinn allur af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þjónustu á einn eða annan hátt. Staðsetning bæjarins innan um ósnortna náttúru steinsnar frá höfuðborginni er vel til þess fallin að sækja staðinn heim og stunda útivist og heilsueflingu, verslun að einhverju tagi eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Á sumrin er óvíða í bæjum landsins jafn fjölskrúðugur gróður og í Hveragerði, á veturna skarta garðyrkjustöðvarnar sínu fegursta, með geislandi fölgulri birtu sem ber við himinn. Fjölmörg söguskilti hafa verið sett upp víðs vegar um Hveragerði og gera þau grein fyrir sögu og menningu byggðarlagsins. Gestir okkar eru hvattir til að ganga á milli söguskilta og fá þannig glögga mynd af sérstakri sögu Hveragerðis. Gisting: á hótelum og gistihúsum bæjarins og tjaldsvæðið.  Afþreying: Ýmiskonar afþreying í nágrenni bæjarins, ” klukkutíma fjarlægð” sem þessir hópar geta nýtt sér ef gist er í Hveragerði.  Sundlaugin Laugarskarði og á Hótelinu ef gist er þar.  Hjólaferðir um bæinn og um Reykjardalinn, leiðsögn um bæinn og ratleikir  með afþreyingarfyrirtæki bæjarins.  Stuttar og langar gönguferðir í og um Hveragerði m.a. uppá Hamarinn, Hengilsvæðið, uppí Kamba svo fátt eitt sé nefnt. Einnig eru einstakar gönguleiðir í og við bæinn, falleg gönguferð í fjallshliðinni að nýja hverasvæðinu. Lengri gönguferð að heitu ánni í Reykjadal er einnig möguleg allt árið um kring. Hveragarðurinn, leiðsögn og öll afþreying sem þar er boðið uppá.  Blakvöllur við sundlaugina og hægt að leigja aðstöðu í íþróttahúsi bæjarins.   Jóga og zumba í boði ásamt fyrirlestrum um næringu og annað tengt heilsu og vellíðan.  Gólfvöllurinn í Gufudal.  Tónleikar í Skyrgerðinni og árleg bjórhátíð sem haldin er í október.  9 holu golfvöllur Ærslabelgur Fótboltavöllur Matur: Fjölbreytt matarmenning hefur sprottið upp í Hveragerði þar sem gufan leikur oft lykilhlutverk í matargerðinni. Almar Bakari Matkráin Hver veitingastaður Skyrgerðin Varmá Ölverk Pizza og brugghús Gróðurhúsið mathöll Menning og List Í Listasafni Árnesinga eru margar áhugaverðar og hvetjandi vinnustofur og sýningar eru haldnar allt árið. Einnig er til staðar handverkverslun í verslunarmiðstöðinni þar sem listamenn á staðnum selja verk sín. Listasafn Árnesinga Hveragarðurinn Listigarðurinn Smágarðarnir Sund og baðsvæði Sundlaugin Laugaskarði – Frábær útisundlaug á skjólgóðum stað. Reykjadalsá – Einnar klukkustundarganga uppí heitu ánna í Reykjadal á Hengilssvæðinu.  Hveragerði
Fjölskylduferð í Hveragerði
Hveragerði hefur margt upp á að bjóða fyrir fjölskylduna, hvort sem bærinn er heimsóttur í dagsferð eða dvalið er með fjölskyldunni til lengri tíma. Hveragerði bíður upp á fjölbreytta gistimöguleika, úrval veitingastaða og fjölbreytta afþreyingu. Gisting: Gisting á hótelum og gistihúsum bæjarins og tjaldsvæðið.  Afþreying:  Lengri og styttri gönguleiðir eru í Hveragerði og nágrenni. Hoppa í Reykjafoss og baða sig í honum á sólríkum dögum.  Hveragarðurinn, baða fæturnar í læknum og leirböðunum sem eru í garðinum. Sjóða egg fyrir börnin.   Hjólaferðir eða ratleikur með afþreyingarfyrirtæki bæjarins.  Aparólan yfir Reykjafoss.  Blómstrandi dagar er bæjarhátíð sem haldin er í ágúst á ári hverju. Fjör, sprell og ísdagurinn stóri.  Leikvellir og smágarðarnir fyrir yngstu kynslóðina.  Matur: Fjölbreytt úrval veitingastaða bæjarins er fyrir alla hópa fjölskyldunnar. Pizzastaðir, bakarí og allt sem hugurinn girnist hjá börnum og unglingum. Toppurinn er svo ísbúð bæjarins.  Endilega kynntu þér Hveragerði enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni:  Hveragerði
Sæluferð í Rangárþing ytra
Ef þú vilt njóta sveitarsælunnar í góðra vina hópi, þá er Rangárþing ytra staðurinn. Gisting: gisting á hótelum, gistiheimilum, sumarbústöðum, veiðiskálum og tjaldsvæðum. Afþreying: Frisbígólf  Golf  Sund – Hellu og Laugalandi  Hestaleigur  Hellaskoðanir   Buggy ferðir Veiði  Gönguferðir Áhugaverðir staðir: Hekla, Landmannalaugar, Landmannahellir, Þjófafoss, Fossabrekkur, Ægissíðufoss og ýmsir hellar. Matur: Veitingastaðir, bakarí, sjoppa.  Endilega kynntu þér Rangárþing ytra og nágrenni enn betur og njóttu dvalarinnar með maka þínum, vinum eða vinkonum:  Hella og nágrenni
Ævintýraferð í Rangárþing ytra
Rangárþing ytra bíður upp á fjölmörg tækifæri til hreyfingar og vellíðunar og hægt að upplifa margt víða um svæðið. Gisting: Hótel, gistiheimili, sumarbústaðir, veiðihús og á tjaldsvæði.  Afþreying: Sundlaugin á Hellu og á Laugalandi, frisbígolf, hestaferðir, golf, buggy ferðir, hellaskoðun, gönguferðir á hálendingu (Laugavegurinn og Hellismannaleið sem dæmi).   Áhugaverðir staðir: Hekla, Landmannalaugar, Landmannahellir, Þjófafoss, Fossabrekkur, Ægissíðufoss og ýmsir hellar. Matur: Veitingastaðir, bakarí, skyndibitamatur í sjoppunni. Ferskt kjöt og fiskur á grillið fyrir sumarbústaðinn eða útileguna. Endilega kynntu þér Rangárþing ytra enn betur og skoðaðu hvaða ævintýri svæðið hefur upp á að bjóða:  Hella og nágrenni
Fjölskylduferð í Rangárþing ytra
Rangárþing ytra hefur margt upp á að bjóða fyrir fjölskylduna. Í sveitarfélaginu er að finna ýmsa afþreyingu fyrir fjölskyldur, gistingu, veitingar og margt fleira. Hvort sem um er að ræða stutt stopp, dagsferð eða dvöl til lengri tíma þá er alltaf gaman að stoppa á Hellu. Gisting: Gisting á hótelum, gistiheimilum, sumarbústöðum, veiðiskálum og tjaldsvæðum.  Afþreying: Frisbígólf  Golf  Sund – Hellu og Laugalandi  Hestaleigur  Hellaskoðanir   Buggyferðir  Veiði  Fjöruferð í Þykkvabæ Áhugaverðir staðir: Hekla, Landmannalaugar, hellar sem gaman er að skoða með fjölskyldunni og margt fleira. Á Hellu er að finna sundlaug sem hefur að geyma skemmtilegar rennibrautir og busllaug fyrir börnin. Einnig er frisbígolfvöllur í bænum og hægt að fá lánaða diska í íþróttahúsinu. Matur: Veitingastaðir, bakarí, skyndibiti, kjöt- og fiskverslun – gott beint á grillið! Endilega kynntu þér Rangárþing ytra enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni:  Hella og nágrenni