Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Rangárþing ytra hefur margt upp á að bjóða fyrir fjölskylduna. Í sveitarfélaginu er að finna ýmsa afþreyingu fyrir fjölskyldur, gistingu, veitingar og margt fleira. Hvort sem um er að ræða stutt stopp, dagsferð eða dvöl til lengri tíma þá er alltaf gaman að stoppa á Hellu.

Gisting:

Gisting á hótelum, gistiheimilum, sumarbústöðum, veiðiskálum og tjaldsvæðum. 

Afþreying:

Áhugaverðir staðir: 
Hekla, Landmannalaugar, hellar sem gaman er að skoða með fjölskyldunni og margt fleira. Á Hellu er að finna sundlaug sem hefur að geyma skemmtilegar rennibrautir og busllaug fyrir börnin. Einnig er frisbígolfvöllur í bænum og hægt að fá lánaða diska í íþróttahúsinu.

Matur:
Veitingastaðir, bakarí, skyndibiti, kjöt- og fiskverslun – gott beint á grillið!

Endilega kynntu þér Rangárþing ytra enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni: 

Hella og nágrenni

Sundlaugin Hellu
Sundlaugin á Hellu er 25 x 11 metrar og er lögleg sem keppnislaug. Við laugina eru 5 heitir pottar; 1 nuddpottur, 2 heitir pottar og 2 vaðlaugar. Við laugina eru einnig 3 rennibrautir; 2 stórar og 1 lítil. Eimbað er við laugina. Sundlaugin er sambyggð við íþróttahúsið og myndar skemmtilega heild fyrir margvíslegar íþróttagreinar.
Sundlaugin Laugalandi
Sundlaugin að Laugalandi er 8x16 m. Við sundlaugina eru tveir heitir pottar og rennibraut.  Opnunartímar eru á vefsíðu.