Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hekluhestar

Hekluhestar - Hestaferðir síðan 1981

Hugmyndin að Hekluhestum kviknaði þegar Jón og Nicole fóru tvö saman í hestaferð uppá Landmannaafrétt sem býður uppá stórbrotið landslag og náttúru. Þegar fór að styttast í annan endann á ferðinni fældust trússhestarnir þannig eitthvað af matnum fór til spillis. Þau urðu því að snúa heim degi fyrr en áætlað var, deginum eftir gaus Hekla. Upplifun þeirra á næmni hestanna fyrir náttúrunni og orku Heklu varð til þess að þau stofnuðu Hekluhesta 1981. Síðan þá hafa fjölmargir hópar ferðast um hálendið með þeim. Nú hefur Aníta dóttir þeirra tekið við, en hún hefur tekið þátt í hestaferðunum síðan hún var smá stelpa.

Hekluhestar bjóða uppá 6 og 8 daga ferðir sem fara um Friðland að Fjallabaki. Einnig er boðið upp á næturferðir í Júní, þar sem riðið er um Landsveit sem skartar sínu fegursta á björtum sumarnóttum. Gönguferðir með trússhestum er nýjung hjá Hekluhestum þar sem farið er um afskekkta staði gangandi með trússhest sér við hlið sem ber nauðsynjar. Auk þessa er ávallt velkomið að fara í styttri reiðtúra um landareignina.

Það er ávallt lagt af stað frá sveitabænum Austvaðsholti þar sem hjarta Hekluhesta slær, heimili 80 hesta sem hafa verið ræktaðir með hestaferðirnar í huga, ljúfir og ganggóðir. Auk hestanna eru 200 sauðfjár sem setja skemmtilegan svip á sveitalífið. Gistihúsið sem er á staðnum er tilvalið fyrir minni hópa.

Sveitabærinn er vel í sveit settur, 30 mínútna keyrsla frá Selfossi og 1 klst frá Reykjavík. Hann er við hina kyrru og tæru Rangá auk þess sem frá bæjarhlaðinu sést Hekla skarta sínu fegursta auk Tindafjallajökuls, Þríhyrnings, Eyjafjallajökuls og Búrfells.

Hekluhestar

Austvaðsholt, Holta- og Landssveit

GPS punktar N63° 54' 32.755" W20° 17' 28.144"
Fax

487-6602

Gisting 3 Herbergi / 15 Rúm / 15 Svefnpokar
Opnunartími Allt árið

Hekluhestar - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Erlingur Gíslason / Toptours
Ferðaskipuleggjendur
 • Þrúðvangur 36a
 • 850 Hella
 • 861-1662
Hraun Hestar Landmannalaugum
Ferðaskipuleggjendur
 • Lýtingsstaðir
 • 851 Hella
 • 868-5577
Golfklúbbur Hellu
Golfvellir
 • Strönd
 • 851 Hella
 • 487-8208
Horsetravel.is
Ferðaskipuleggjendur
 • Hrólfsstaðahellir
 • 851 Hella
 • 772-8883, 862-8101
Íslenskar hestaferðir ehf.
Ferðaskrifstofur
 • Ás 1
 • 851 Hella
 • 897-3064
CrossRoads.is
Ferðaskipuleggjendur
 • Baugalda 5
 • 850 Hella
 • 862-9366
Hella Horse Rental sf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Gaddstaðaflatir
 • 850 Hella
 • 864-5950
Kristjón L. Kristjánsson
Ferðaskipuleggjendur
 • Geitasandur 4
 • 850 Hella
 • 894-1298
Hestheimar
Gistiheimili
 • Hestheimar
 • 851 Hella
 • 487-6666
Miðás
Bændagisting
 • Miðás
 • 851 Hella
 • 894-6566, 863-3199
South Tour ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Bogatún 26
 • 850 Hella
 • 788-9700
Þjóðólfshagi ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Þjóðólfshagi 1
 • 851 Hella
 • 898-3038
Náttúra
24.93 km
Dælarétt

Dælarétt, er ævaforn fjárrétt stutt sunnan við Suðurlandsveg. Hún er talin elsta rétt landsins og var helsta skilarétt svæðisins. Réttin er í landi eyðibýlisins Heiðabæjar. Þar var síðast réttað haustið 1970 og hefur réttin nú verið friðlýst. Dælarétt er hlaðin úr grjóti úr hinu stórdílótta Þjórsárhrauni. Skammt frá eru sprungur eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Sýnið VARÚÐ.

Náttúra
23.96 km
Þjórsá

Þjórsá er jökulá að uppruna sem á meginupptök sín í Hofsjökli. Hún er lengsta á landsins eða 230 km löng og hefur mesta vatnasviðið um 8000 km². Vatnsmagn hennar er svipað og Ölfusár, 370 m³/sek, og kemur að mestu undan Hofsjökli og Vatnajökli. Aurframburðurinn er gífurlegur, um 4,5 milljónir tonna á ári. Á veturna getur áin safnað í sig gífurlegu magni af ís sem sest til neðan til. Stórfenglegt er að koma að gljúfrum Þjórsár neðan við Urriðafoss á vorin þegar íshrönnin er að bresta og áin að ryðja sig. Hægt er að ganga með gljúfrum og liggur vegurinn samsíða þeim stutt frá.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn