Flýtilyklar
Sundlaugin Hellu
Sundlaugin á Hellu er 25 x 11 metrar og er lögleg sem keppnislaug. Við laugina eru 5 heitir pottar; 1 nuddpottur, 2 heitir pottar og 2 vaðlaugar. Við laugina eru einnig 3 rennibrautir; 2 stórar og 1 lítil. Eimbað er við laugina og sólbaðsaðstaða. Sundlaugin er sambyggð við íþróttahúsið og myndar skemmtilega heild fyrir margvíslegar íþróttagreinar.
Útskálar 4
Sundlaugin Hellu - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Farfuglaheimili og hostel
Midgard Adventure
Hótel
Landhótel
Hótel
Stracta Hótel
Íbúðir
Veidi/fiskiræktfél Landmannaafréttar
Íbúðir
Icelandic HorseWorld
Gistiheimili
Kennarabústaður
Hótel
Hótel Lækur
Heimagisting
Hótel
Hótel Rangá
Gistiheimili
Hekluhestar
Gistiheimili
Hestheimar
Hótel
Hótel VOS
Gistiheimili
Gistiheimilið Húsið
Bændagisting
Ferðaþjónustan Hellishólum
Aðrir
- Kaldbakur
- 851 Hella
- 8621957
- Gaddastaðaflatir
- 850 Hella
- 776-0030
- Öldubakki 31
- 860 Hvolsvöllur
- 544-8990
- Dægra I
- 861 Hvolsvöllur
- 777-2772
- Hlíðarvegur 7
- 860 Hvolsvöllur
- 4878050
- Lambalækur
- 861 Hvolsvöllur
- 661-2503, 661-2504
- Miðtún 2
- 861 Hvolsvöllur
- Skinnhúfa
- 851 Hella
- 862-5555
- Vestri Garðsauki
- 861 Hvolsvöllur
- 487-8078, 867-3440
- Dynskálum 10c
- 850 Hella
- 4875100
- Rangárbakkar 6
- 850 Hella
- 4875577
- Fljótshlíð
- 861 Hvolsvöllur
- 863-6669
- Sámsstaðir 1 - lóð nr. 4
- 861 Hvolsvöllur
- 892-7478
- Nýbýlavegur 44
- 860 Hvolsvöllur
- 6645091
- Mið-Sel
- 851 Hella
- Hvolstún 15
- 860 Hvolsvöllur
- 866-6101
- Miðhóll
- 851 Hella
- 898-5828
- Kirkjulækur
- 861 Hvolsvöllur
- 8634662
- Hraunmörk Flóahreppur
- 801 Selfoss
- 898-0728, 567-0728
- Þrúðvangur 34
- 850 Hella
- 487-1212
- Eystri Rangá
- 861 Hvolsvöllur
- 531-6100, 774-7589
- Laugaland í Holtum
- 851 Hella
- 895-6543, 895-6543
- Þrúðvangur 37
- 850 Hella
- 487-1212
- Austurvegur 4
- 860 Hvolsvöllur
- 866-8945, 898-2454
- Njálsgerði 15
- 860 Hvolsvöllur
- Þrúðvangur 6
- 850 Hella
- 4874800
- Ásvegur 3
- 851 Hella
- 853-4600
- Bitra
- 801 Selfoss
- 480-0700
- Stokkalæk
- 851 Hella
- 8473533
- Austurvegur 2
- 860 Hvolsvöllur
- 7815900, 691-3033
- Hlíðarvegur 15
- 860 Hvolsvöllur
- 861-8687
- Hvolsvegur 30
- 860 Hvolsvöllur
- 666-2211
- Syðri-Rauðilækur
- 851 Hella
- 6966004, 487-5051
- Ásgarður
- 860 Hvolsvöllur
- 487-1440
- Mýrdalur
- 871 Vík
- 4871333
- Þrúðvangur 32
- 850 Hella
- 487-1212
- Þjóðólfshagi 25
- 851 Hella
- 772-8304
- Við Rangá
- 851 Hella
- 775-1333
- Árbæjarvegur 271
- 851 Hella
- 8949151
Saga og menning
Keldur á Rangárvöllum
Keldur eru fornt höfuðbýli þar sem höfðingi Oddaverja, Jón Loftsson, bjó sín síðustu æviár. Á Keldum var jafnframt kaþólskt klaustur í eina tíð. Þar er að finna torfbæ af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem hefur varðveist á Suðurlandi. Úr skálanum liggja jarðgöng sem talin eru vera frá 12. eða 13. öld og hafa vafalítið verið notuð sem undankomuleið á ófriðartímum.
Þó svo að kjarni húsanna sé frá 19. Öld þá er elsti hluti bæjarhússins elsti verðveitti hluti torfbæjar á Íslandi. Fjöldi útihúsa hafa einnig varðveist á bænum. Þar er jafnframt kirkja sem byggð var af Guðmundi Brynjólfssyni, hreppstjóra, árið 1875.
Kirkjan er úr timbri og járnvarin. Predikunarstóll, altari og ljósaarmar voru smíðaðir af Hirti Oddssyni, snikkara og bónda í Eystri-Kirkjubæ. Altaristaflan sýnir hina heilögu kvöldmáltíð og er eftir Ámunda Jónsson, snikkara í Syðra-Langholti. Viðgerðir fóru fram á kirkjunni á árunum 1956-1957. Gréta og Jón Björnsson sáu þá um að skreyta og mála kirkjuna líkt og þau gerði við Oddakirkju.
Keldur draga nafn sitt af uppsprettum sem koma víða fram á bænum og hefur bærinn og ábúendur hans komið við sögu í mörgum fornum bókmenntum, m.a. Njáls sögu, Sturlunga sögu og Þorláks sögu.
Gamli bærinn á Keldum er í umsjón Þjóðminjasafnsins og hægt er að skoða hann daglega á sumrin.
Náttúra
Ytri Rangá
Ytri-Rangá rennur um Hellu, en áin á upptök sín norður af Heklu, í Rangárbotnum á Landmannaafrétti þar sem hún kemur upp á nokkrum stöðum undan vikrinum. Áin er 55 kílómetra löng og ein gjöfulasta laxveiðiá landsins. Áin er dragá og bergvatnsá.
Í ánni eru nokkrir fossar, Fossabrekkur, Gutlfoss, Árbæjarfoss og Ægissíðufoss. Um 10 kílómetrum neðan við Hellu rennur Þverá saman við ána og eftir það heitir hún Hólmsá þangað til hún rennur til sjávar.
Mikil fiskirækt hefur verið stunduð í ánni til margra ára og hefur það skilað því að áin er oftar en ekki efst á listanum yfir laxveiðiár landsins og er hún afar vinsæl sem slík, en ræktun í ánni er í höndum Veiðifélags Ytri-Rangár.
Saga og menning
Hella
Hella er stærsti byggðarkjarni sveitarfélagsins með rúmlega 800 íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu upp á þjónustu við landbúnað, en þar má finna stórgripasláturhús, kjötvinnslu, kjúklingasláturhús og samliggjandi kjötvinnslu, dýralæknamiðstöð, útungunarstöð, bifreiðaverkstæði, rafverkstæði, trésmiðjur og ýmsa aðra smærri þjónustuaðila við landbúnað.
Á Hellu er einnig matvöruverslun, veitingastaðir, hótel og gistiheimili, hjúkrunar- og dvalarheimili, sundlaug, þvottahús, heilsugæsla, glerverksmiðja, fiskvinnsla og fiskbúð, raftækja- og gjafavöruverslun, sundlaug, banki, pósthús, tjaldstæði, apótek, hjólbarðaverkstæði, bensínstöð, íþróttahús, grunn- og leikskólar auk ýmiskonar annarrar þjónustu og stofnanir. Þá eru ráðhús og þjónustumiðstöð sveitarfélagsins á Hellu.
Saga þéttbýlisins nær aftur til ársins 1927 þegar þar var rekin verslun sem óx jafnt og þétt með uppbyggingu Kaupfélagsins Þórs og varð staðurinn helsti kaupstaður vesturhluta Rangárvallasýslu. Þorpið er byggt út úr jörðunum Gaddstöðum, Helluvaði og Nesi á Rangárvöllum.
Mikill vöxtur varð í þorpinu á sjöunda áratugnum þegar fjölmargir þeirra sem störfuðu við uppbyggingu virkjana á svæðinu byggðu sér hús á svæðinu og settust að. Eftir það var vöxturinn hægari fram yfir aldamótin en eftir það hefur verið nokkuð stöðugur vöxtur í þorpinu með byggingu nýrra íbúða á hverju ári.
Á Hellu er eitt þekktasta hestaíþróttasvæði á landinu, Gaddstaðaflatir eða öðru nafni Rangárbakkar. Á svæðinu eru keppnisvellir fyrir hestaíþróttir og þar er einnig reiðhöll. Þar hafa verið haldin fimm landsmót hestamanna árin 1986, 1994, 2004, 2008 og 2014 og ráðgert að það sjötta fari fram þar árið 2021.
Náttúra
Þjórsá
Þjórsá er jökulá að uppruna sem á meginupptök sín í Hofsjökli. Hún er lengsta á landsins eða 230 km löng og hefur mesta vatnasviðið um 8000 km². Vatnsmagn hennar er svipað og Ölfusár, 370 m³/sek, og kemur að mestu undan Hofsjökli og Vatnajökli. Aurframburðurinn er gífurlegur, um 4,5 milljónir tonna á ári. Á veturna getur áin safnað í sig gífurlegu magni af ís sem sest til neðan til. Stórfenglegt er að koma að gljúfrum Þjórsár neðan við Urriðafoss á vorin þegar íshrönnin er að bresta og áin að ryðja sig. Hægt er að ganga með gljúfrum og liggur vegurinn samsíða þeim stutt frá.
Náttúra
Urriðafoss
Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins. Hér fellur Þjórsá fram af jaðri hins mikla Þjórsárhrauns (360 m3/sek) í fögru og friðsælu umhverfi. Fallhæð fossins er 6 metrar þar sem hann er hæstur. Þjórsárhraun, sem er eitt mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk, má sjá við Urriðafoss, þar sem fossinn steypist fram af austurbrún hraunsins. Lax gengur upp Þjórsá að fossinum og nokkuð upp fyrir hann. Urriðafoss er náttúrudjásn rétt utan þjóðvegs 1.
Náttúra
Dælarétt
Dælarétt, er ævaforn fjárrétt stutt sunnan við Suðurlandsveg. Hún er talin elsta rétt landsins og var helsta skilarétt svæðisins. Réttin er í landi eyðibýlisins Heiðabæjar. Þar var síðast réttað haustið 1970 og hefur réttin nú verið friðlýst. Dælarétt er hlaðin úr grjóti úr hinu stórdílótta Þjórsárhrauni. Skammt frá eru sprungur eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Sýnið VARÚÐ.
Náttúra
Ásavegur - þjóðleið
Ásavegur er hin forna þjóðleið fólks um Suðurland. Liggur leið þessi um þveran Flóann og má finna miklar traðir á þessum slóðum sem til marks eru um þá miklu umferð sem hefur verið um þennan veg á liðnum öldum. Þarna lá leið uppsveitarmanna og þeirra sem komu austan að um ferjustaðinn hjá Króki í Holtum og hjá Egilsstöðum, niður að verslunarstaðunum Eyrabakka. Einnig lá þar leið vermanna er komu norðan Sprengisands til sjósóknar á suðurströndinni og lágsveitabænda með rekstur til og frá afrétti, svo dæmi séu nefnd. Þessa leið fóru Skeiða- og Hreppamenn, Rangæingar, sem fóru yfir Þjórsá sem og Skaftfellingar sem fóru Fjallabaksveg nyrðri. Merkt gönguleið er á milli Orrustudals og Hnauss (um 6 km ganga). Orrustudalur og Skotmannshóll er sögusvið Flóamannasögu. Í Orrustudal voru háðar tvær miklar orrustur eftir landnám. Féll m.a. Hásteinn Atlason í hinni fyrri, en Önundur bíldur í þeirri síðari. Á Skotmannshóli stóð Þormóður Þjóstarsson er hann skaut hinu fræga bogskoti sem skar úr um lögmæti vígs Arnars í Vælugerði.
Á þessari leið er hæsti punktur Flóahrepps en þar má sjá stórfenglegt útsýni í allar áttir.
Saga og menning
Strönd á Rangárvöllum
Strönd á Rangárvöllum er í dag hvað þekktust fyrir að þar sé 18 holu golfvöllur og heimavöllur Golfklúbbs Hellu, en þar er einnig að finna góðan veitingastað í glæsilegum skála golfklúbbsins.
Það var þó ekki fyrr en 1972 sem Golfklúbburinn Hellu fékk aðstöðu á Strönd, en fyrr hafði félagið verið í um tvo áratugi á Gaddstaðaflötum við Hellu. Síðan þá hefur félagið unnið ötullega að því að bæta svæðið og stækka við það og er það nú einn af bestu golfvöllum landsins.
Strönd á sér þó un lengri sögu og þar var rekinn heimavistarskóli fyrir Rangárvallahrepp frá 1933-1970. Á Strönd var einnig þingstaður Rangvellinga, pósthús, símstöð og lengi var þar samkomuhús og margar af stærstu samkomum sýslunnar haldnar þar í fyrri tíð.
Á Strönd er einnig veitingastaður opinn allt árið fyrir almenning þar sem lögð er áhersla á afurðir úr héraði.
Náttúra
Efra-Hvolshellar
Í landi Efra-Hvols eru þrír manngerðir hellar sem kallast einu nafni Efra-Hvolshellar. Hellarnir eru grafnir í fremur gróft þursaberg sem líklega er jökulberg að uppruna. Neðan til er bergið fínna, gert úr lagskiptum, víxllaga og skálaga sandsteini. Tveir hellanna eru samtengdir með göngum og nefnast þeir Efsti hellir og Miðhellir. Sá þriðji stendur stakur 20-30 metrum sunnar og nefnist Stóri hellir. Hann er um 42 metrar á lengd, og er talinn næstlengsti manngerði hellir á Íslandi. Ekki hafa fundist ummerki mannvistar í hellunum en það hefur ekki enn verið rannsakað með fornleifafræðilegum aðferðum. Síðast voru hellarnir notaðir sem fjárhús og hlaða en hafa staðið auðir og ónotaðir síðan 1943.
Loftop Stóra hellis hefur að hluta til hrunið og mold fyllt göngin. Búið er að moka út úr hellunum að hluta í samráði við Minjastofnun Íslands. Ekki er talin hætta af frekara hruni en þó skyldi fólk sýna aðgát. Hellarnir hafa verið friðlýstir síðan árið 1929 sem menningarminjar.
Upplýsingar um fleiri staði í nágrenninu: www.katlageopark.is
Náttúra
Gönguleið um Hellu
Wapp snjallforritið býður þér upp á gönguhring um Hellu þar sem stoppað er á fyrirframákveðnum stöðum og gefnar upplýsingar. Áhersla er lögð á sögu Hellu á fyrstu árum þorpsins. Saga Hellu er ekki ýkja long en þar hefur þó verið bóndabær í nokkrar alder. Fyrsti einstaklingurinn til þess að flytja á Hellu án þess að hafa það að markmiði að fara stunda búskað var Þorsteinn Björnsson. Hann flutti á Hellu árið 1927 og setti á fót verslun sem fékk nafnið Hella. Frá þeim tímapunkti fór nafnið að festast við svæðið og byggðin að þéttast. Snjallforritið mun leiða þig áfram í um 1 ½ klst, leiðin er hringleið og mun færa þig aftur á upphafsreit. Til þess að nálgast snjallforritið þá skal leita að "wapp" í app store eða google play. Hlaða þarf forritinu niður og því næst leita að Hellu. Þegar búið er að hlaða niður leiðinni er hægt að arka af stað.
Náttúra
Ægissíðufoss
Ægissíðufoss í Ytri-Rangá nokkrum kílómetrum neðar en þorpið Hella sem byggst hefur upp á árbakkanum. Fossinn er þekktur veiðistaður í ánni og í hinum er laxastigi. Fossinn er tignarlegur allt árið um kring og rennsli í honum er nokkuð jafnt allt árið, enda Ytri-Rangá bergvatnsá og helst að vöxtur komi í ána í leysingum á vorin.
Þegar farið var að huga að brúarstæði yfir Ytri-Rangá kannaði Jón Þorláksson, þáverandi landsverkfræðingur og síðar forsætisráðherra, með brúarstæði rétt ofan við Ægissíðufoss og leist einna best á þann stað. Af þeirri smíði varð þó ekki og brúarstæðinu á endanum valinn staður þar sem Helluþorp stendur í dag.
Vinsæl gönguleið liggur frá Hellu niður að Ægissíðufossi meðfram Ytri-Rangá og er hún mikið notuð jafnt af heimamönnum og ferðamönnum.