Fara í efni

Matur, menning og dekur í Hveragerði

Ef þú vilt njóta matar, menningar og dekurs þá er Hveragerði staðurinn. Bærinn hefur margt upp á að bjóða fyrir hjóna-, vina- og vinkonufríið hvort sem um er að ræða dagsferð eða dvalið sé til lengri tíma. Fjölbreyttir gistimöguleikar eru í boði fyrir hópinn þinn eða bara fyrir rómantíska ferð fyrir ykkur makann.

Gisting á hótelum og gistihúsum bæjarins 

Afþreying:

  • Lengri og styttri gönguleiðir í Hveragerði og nágrenni við Hveragerði. 
  • Sundlaugin Laugarskarði. 
  • Listasafnið og Hveragarðurinn. 
  • Hjólaferðir með afþreyingarfyrirtæki bæjarins. 
  • Aparólan yfir Reykjarfoss. 
  • Golfvöllurinn Gufudal
  • Dekur og nudd á Heilsuhælinu Hveragerði
  • Bjórhátíðin í bænum sem haldin er í október.

Matur; allir veitingastaðir bæjarins. Bærinn bíður uppá gott úrval veitingastaða sem hægt er að velja úr.  

HVERAGERÐISBÆR
Hveragerði býður upp á margvíslega afþreyingu fyrir alla aldurshópa, enda fjöldinn allur af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þjónustu á einn eða annan hátt. Staðsetning bæjarins innan um ósnortna náttúru steinsnar frá höfuðborginni er vel til þess fallin að sækja staðinn heim og stunda útivist og heilsueflingu, verslun að einhverju tagi eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Á sumrin er óvíða í bæjum landsins jafn fjölskrúðugur gróður og í Hveragerði, á veturna skarta garðyrkjustöðvarnar sínu fegursta, með geislandi fölgulri birtu sem ber við himinn.

Aðrir (2)

Upplýsingamiðstöð Suðurlands (Landshlutamiðstöð) Sunnumörk 2-4 810 Hveragerði 483-4601
Sundlaugin Hveragerði Laugaskarði 810 Hveragerði 483-4113