Fara í efni

Ef þú vilt njóta sveitarsælunnar í góðra vina hópi, þá er Rangárþing ytra staðurinn.

Gisting: gisting á hótelum, gistiheimilum, sumarbústöðum, veiðiskálum og tjaldsvæðum.

Afþreying:

  • Frisbígólf 
  • Golf 
  • Sund – Hellu og Laugalandi 
  • Hestaleigur 
  • Hellaskoðanir  
  • Buggy ferðir
  • Veiði 
  • Gönguferðir

Áhugaverðir staðir: Hekla, Landmannalaugar, Landmannahellir, Þjófafoss, Fossabrekkur, Ægissíðufoss og ýmsir hellar.

Matur: Veitingastaðir, bakarí, sjoppa. 

Endilega kynntu þér Rangárþing ytra og nágrenni enn betur og njóttu dvalarinnar með maka þínum, vinum eða vinkonum: 

Hella og nágrenni

Sundlaugin Hellu
Sundlaugin á Hellu er 25 x 11 metrar og er lögleg sem keppnislaug. Við laugina eru 5 heitir pottar; 1 nuddpottur, 2 heitir pottar og 2 vaðlaugar.  Við laugina eru einnig 3 rennibrautir; 2 stórar og 1 lítil.  Eimbað er við laugina og sólbaðsaðstaða. Sundlaugin er sambyggð við íþróttahúsið og myndar skemmtilega heild fyrir margvíslegar íþróttagreinar.
Sundlaugin Laugalandi
Opnunartímar eru á vefsíðu.