Áhugaverðir staðir
Saga og náttúra
Þingvellir
Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Þar var Alþingi stofnað um árið 930. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum allra Íslendinga.
Kíktu á fleira
Náttúra
Geysir og Strokkur
Ein af þekktustu náttúruperlum Íslands og ómissandi hluti af ‘Gullna hringnum’ Hinn mikli Geysir hefur verið hljóður síðan 1935, en sem betur fer sér Strokkur, nágranni hans um að gjósa fyrir gesti og gangandi.
Lesa meira
Náttúran
Gullfoss
Gullfoss er í raun tveir fossar, efri fossinn er 11 metrar og neðri fossinn 20 metrar.
Skoða nánar
Vestrahorn
Frá Horni á Stokksnesi er hægt að dást að og virða fyrir sér hið ægilegar öldur skella á grýttri ströndinni af miklu afli í boði Atlantshafsins. Á tímu seinni heimstyrjaldar var Horn bresk herstöð og var augljóslega það vel staðsett að NATO lét byggja þar ratsjárstöð síðar.
Lesa meira
Vatnajökulsþjóðgarður
Landssvæði þjóðgarðsins er einstakt á heimsvísu. Þar er að finna síkvikt samspil jökla og eldvirkni, jökulhlaupa, eldgosa og jarðhita. Jarðfræðileg fjölbreytni er óvenjulega mikil og innan væntanlegra þjóðgarðsmarka er að finna afar sjaldgæfar landslagsheildir, m.a ósnortin víðerni.
Lesa meira
Skógafoss
Skógafoss (60m) er talinn meðal fegurstu fossa landsins. Í Skógaá, ofan Skógafoss, eru a.m.k. 20 aðrir fossar, margir fallegir, og það er auðgengt meðfram ánni og gljúfrum hennar.
Lesa meira
Urriðafoss
Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins. Hér fellur Þjórsá fram af jaðri hins mikla Þjórsárhrauns (360 m3/sek) í fögru og friðsælu umhverfi. Fallhæð fossins er 6 metrar þar sem hann er hæstur. Þjórsárhraun, sem er eitt mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk, má sjá við Urriðafoss, þar sem fossinn steypist fram af austurbrún hraunsins.
Lesa meira
Fjaðrárgljúfur
Fjaðrárgljúfur er stórbrotið og hrikalegt, um 100 metra djúpt og um tveir kílómetrar að lengd. Gljúfrið er veggbratt, örlítið hlykkjótt og þröngt. Berggrunnurinn í Fjaðrárgljúfri er að mestu móberg frá kuldaskeiðum ísaldar og telst um tveggja milljóna ára gamalt. Fjaðrá á upptök sín í Geirlandshrauni og fellur fram af heiðarbrúninni í þessu mikilfenglega gljúfri þar til hún skilar sér niður í Skaftá.
Lesa meira
Landmannalaugar
Landmannalaugar draga nafn sitt af heitri laug sem kemur undan Laugahrauninu. Landmannalaugar hafa verið áningastaður fólks um aldir og þar hafa fjallmenn á Landmannaafrétti hafst við í leitum svo lengi sem heimildir eru til um slíkar ferðir.
Lesa meira
Dyrhólaey
Höfði (um 110 m y.s.) með þverhníptu standbergi í sjó fram, en aflíðandi brekka er landmegin. Suður úr Dyrhólaey gengur mjór klettatangi, Tóin. Gegnum hana er gat og geta bátar siglt gegnum það þegar sjór er ládauður. Lítilli flugvél hefur verið flogið í gegnum gatið. Af Dyrhólaey er mikil útsýn.
Lesa meira
Seljalandsfoss
Foss í Seljalandsá þar sem hún steypist fram af hömrum Vestur-Eyjafjalla norðan við Seljaland.
Seljalandsfoss er á mörkum milli Seljalands og Hamragarða, einn af hæstu fossum landsins og horfir vel við á leið austur um Landeyjar. Gengt er á bak við fossinn. Mörgum þykir fossinn fegurstur í síðdegissól.
Lesa meira
Katla jarðvangur
Í Kötlu jarðvangi eru margar merkilegar jarðminjar, sumar á heimsvísu. Yfir 150 eldgos hafa verið skráð þar frá landnámi. Eldvirknin hefur mótað landið og haft áhrif á búsetu manna eins og öskugosin í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 sanna. Einstaklega kvik og síbreytileg náttúra hefur mótað sögu og mannlíf jarðvangsins í aldanna rás.
Lesa meira
Jökulsárlón
Fyrir 1950 rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km leið til sjávar. Síðan hefur jökullinn hörfað og sístækkandi lón myndast. Meðalrennsli árinnar er 250-300 m³/sek. og stórir ísjakar brotna af jökuljaðrinum og eru þeir á floti á vatninu. Lónið er feikidjúpt og nær sumstaðar 190 m dýpt.
Lesa meira
Viðburðir
Bæir og þorp
ÁRNES / Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Árnes er vaxandi byggðakjarni en þar er m.a. félagsheimilið Árnes, Þjórsárstofa, Þjórsárskóli, Neslaug, gistiheimili, tjaldsvæði og verslun.
Eitt vins
ÁSAHREPPUR
Ásahreppur er hreppur vestast í Rangárvallasýslu. Áshreppingar hafa atvinnu af landbúnaði, verslun og öðrum þjónustugreinum. Náttúran er mjög fjölbrey
BORG / Grímsnes- og Grafningshreppi
Vaxandi byggðakjarni er á Borg í Grímsnesi, þar er fjölþætt þjónusta fyrir heimamenn og ferðamenn, skóli, leikskóli, félagsheimili, verslun, gisting o
BRAUTARHOLT / Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Brautarholt er lítill fjölskylduvænn byggðarkjarni í miðjum Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Fyrir utan leikskóla, er þar að finna tjaldsvæði, ærslabelgur,
EYRARBAKKI / Árborg
Á Eyrarbakka búa 585 manns í vinalegu þorpi sem áður var helsti verslunarstaður og hafnarsvæði á Suðurlandi. Fjöldi húsa er frá árunum 1890-1920 og að
FLÓAHREPPUR
Flóahreppur er falleg og friðsæl sveit á Suðurlandi sem nær yfir austanverðan Flóann og liggur á milli laxveiðiánna Þjórsár og Hvítár. Svæðið er sögul
FLÚÐIR / Hrunamannahreppi
Flúðir er vaxandi þéttbýliskjarni og vinsæll staður að heimsækja.
Fjölbreytt þjónusta og afþreying er í boði á Flúðum og næsta nágrenni í sveitinni.
HELLA / Rangárþingi ytra
Velkomin í Rangárþing Ytra, eitt landfræðilega stærsta sveitarfélag landsins. Íbúar sveitarfélagsins eru tæplega 2000 og býr um helmingur íbúanna á He
HVERAGERÐISBÆR
Hveragerði býður upp á margvíslega afþreyingu fyrir alla aldurshópa, enda fjöldinn allur af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þj
HVOLSVÖLLUR / Rangárþingi eystra
Í Rangárþingi eystra búa um 2100 manns og nær sveitarfélagið frá Eystri-Rangá í vestri til Jökulsár á Sólheimasandi í austri. Sveitarfélagið er mikið
HÖFN / Hornafirði
Höfn er eini þéttbýliskjarninn í Ríki Vatnajökuls og þar er mikil og góð þjónusta enda þjónar Höfn stóru dreifbýlissvæði í kring. Þar er að finna hóte
KIRKJUBÆJARKLAUSTUR / Skaftárhreppi
Kirkjubæjarklaustur er eini þéttbýliskjarninn í Skaftárhreppi. Í Skaftárhreppi eru margir gististaðir og upplagt að dvelja þar og fara í dagsferðir. M
LAUGARÁS / Bláskógabyggð
Laugarás er lítið þorp við Hvítá, skammt frá Skálholti. Dýragarðurinn í Slakka í Laugarási er vinsæll staður að heimsækja fyrir alla fjölskylduna. Þa
LAUGARVATN / Bláskógabyggð
Skólaþorpið Laugarvatn hefur verið vagga menntunar á svæðinu allt frá 1928.Fjölbreytt þjónusta er í boði á Laugarvatni og í sveitinni í kring og ýmsir
REYKHOLT / Bláskógabyggð
Reykholt í Bláskógabyggð er ört vaxandi þorp sem byggðist upphaflega í kringum jarðhita á fyrri hluta 20 aldar.
Uppi á holtinu fyrir ofan þorpið sést
SELFOSS / Árborg
Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn á Suðurlandi og er miðstöð verslunar, þjónustu og iðnaðar. Bærinn er 57 km frá höfuðborgarsvæðinu og þar búa 8.8
SKÓGAR
Skógar er lítið þorp með um 25 íbúa en þrátt fyrir smæð sína er hægt að finna margvíslega gisti- og afþreyingarmöguleika og nokkur veitingahús eru á s
SÓLHEIMAR / Grímsnes- og Grafningshreppi
Sólheimar er einstakt samfélag þar sem búa og starfa rúmlega 100 manns saman. Íbúar Sólheima leggja metnað sinn í að taka vel á móti gestum og eru all
STOKKSEYRI / Árborg
Á Stokkseyri búa 559 manns í heillandi þorpi sem er þekkt fyrir fuglalíf, fagra fjöru og öflugt lista- og menningarlíf. Gömul vinnslustöð fyrir sjávar
VÍK / Mýrdalshreppi
Mýrdalshreppur er eitt hinna þriggja sveitarfélaga innan Kötlu jarðvangs. Vík er við miðju jarðvangsins og um leið syðsti bær landsins. Hreppurinn mar
ÞORLÁKSHÖFN / Ölfusi
Sjávarbær við Suðurströndina. Um 40 mínútna akstur frá Reykjavík og 15 mínútna akstur frá Hveragerði. Kauptúnið dregur nafn sitt af Þorláki helga Skál
ÞYKKVIBÆR / Rangárþingi ytra
Byggðahverfi við Hólsá og sunnan við Safamýri. Áður var Þykkvibær umflotinn á alla vegu og kýr bændanna varð að reka á sund til að koma þeim á haga. F
ÖLFUS
Sveitarfélagið Ölfus er á suðvesturhorninu um 50 km frá Reykjavík. Það búa rúmlega 2000 manns í sveitarfélaginu og þar af um 1600 manns í Þorlákshöfn,
Allan ársins hring
Fréttir
-
Jólatré liðinna tíma
Þegar jólatré bárust til Íslands um miðja 19. öld þurftu landsmenn að láta hugvitið ráða. Smíðuð tré úr spýtum skreytt með lyngjurtum, kertum og sælgæti urðu fljótt hluti af jólahátíðinni. -
Opnunartími fyrirtækja um jól og áramót
Hér má sjá opnunartíma hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi yfir hátíðirnar. -
Vertu sæll Bergur, eilífi varðmaður
Bergur, klettastólpi í mannsmynd og tryggur vörður í Breiðabólsstaðarklettum, vakti yfir landsvæði Breiðabólsstaðar í þúsundir ára. Þann 13. nóvember lauk langri vörslu hans þegar hann féll af stalli sínum. -
Eldfjallaleiðin með Chris Burkard
Ævintýraljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Chris Burkard ferðaðist Eldfjallaleiðina í sumar; Ferðaleið sem er stútfull af ótrúlegri náttúru, afþreyingu, menningu og mat.
Fylgdu okkur og
upplifðu Suðurland
upplifðu Suðurland
#southiceland @southiceland