Flýtilyklar
Vitaleiðin er ferðaleið sem beinir athygli ferðafólks að þorpunum og svæðinu við sjóinn. Á Vitaleiðinni heimsækir þú þrjá bæi, hver með sína sérstöðu, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Vitaleiðin dregur fram þá miklu sögu og menningu sem er til staðar á svæðinu sem og alla upplifunarmöguleikana í afþreyingu og náttúru. Vitaleiðin er um 45 - 49km leið, fer eftir ferðamáta, sem nær frá Selvogi að Knarrarósvita.
Nafngiftin kemur vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, að auki er þriðji vitinn á leiðinni Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. Vitaleiðin bíður upp á þá skemmtilegu fjölbreytni að ferðalangar geta ekið hana eða nýtt sér strandlengjuna og þá göngustíga, sem búið er að gera, meðfram sjónum til að ganga leiðina, hlaupa, farið ríðandi á hestum eða jafnvel hjólað.
Vitaleiðin bíður þér upp á að vinda ofan þér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið orkuna frá Atlantshafinu. Á Vitaleið getur þú upplifað miðnætursólina og kyrrðina þar sem aðeins heyrast sjávar- og fuglahljóð. Þú getur upplifað birtuna í myrkrinu þegar stjörnubjartur himinn skín, tunglið endurspeglast í hafinu og norðurljósin dansa. Á Vitaleiðinni getur þú sogað í þig þá merku sögu verslunar, mannlífs og sjósóknar sem hefur mótað þorpin við ströndina gegnum aldirnar. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru á Vitaleið, sundlaugar, kajakróður, hestaleigur, hesthúsaheimsóknir, söfn, gallerý, rib-bátar og fjórhjól svo að dæmi séu nefnd. Veitingastaðir eru í öllum þorpunum með möguleikum á gómsætri matarupplifun. Stígar, strandlengjan og útivistarsvæði á Vitaleið opna þér nýja veröld sem þú átt seint eftir að gleyma!
Vitaleiðin er tilvalin til að taka þegar komið er til landsins að aka sem leið liggur beint inn á Suðurlandið og njóta þess sem leiðin hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og gistingu. Leiðin er steinsnar frá þjóðvegi 1 og því auðvelt að komast inn á leiðina. Alltaf er gott að kynna sér aðstæður og skilyrði áður en lagt er af stað eins og að skoða flóðatöflur og gæta fyllsta öryggis.
Hér er hægt að hlaða niður korti af Vitaleiðinni

800,801,815,816,820,825
Áhugaverðir staðir og afþreying
Vitaleiðin - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Hestaafþreying
Sólhestar ehf.
Setur og menningarhús
Bakkastofa
Kajakferðir / Róðrarbretti
Kayakferðir Stokkseyri
Sundlaugar
Sundlaugin Þorlákshöfn
Sýningar
Hespuhúsið
Handverk og hönnun
Handverksskúrinn
Ferðaskrifstofur
Eldhestar
Söfn
Þuríðarbúð
Hótel
Hótel Eldhestar
Kaffihús
Hendur í höfn
Söfn
Fischersetur Selfossi
Gistiheimili
Hestamiðstöðin Sólvangur
Dagsferðir
Black Beach Tours
Sýningar
Jarðhitasýning ON við Hellisheiðarvirkjun
Sundlaugar
Sundhöllin Selfossi
Sundlaugar
Sundlaugin Stokkseyri
Söfn
Söfn
Söfn
Sjóminjasafnið Eyrarbakka
Farfuglaheimili og hostel
Bakki Hostel & Apartments
Aðrir
- Einiholt 2
- 801 Selfoss
- 898-7972
- Sunnuvegur 5
- 800 Selfoss
- 7768707, 7700034
- Móland 3
- 800 Selfoss
- 699 5777
- Eyrarbraut 49
- 825 Stokkseyri
- 4831558, 896-6131
- Fossnes C
- 800 Selfoss
- 4801200, 568-1410
- Egilsbraut 4
- 815 Þorlákshöfn
- 690-1111
- Faxabraut
- 815 Þorlákshöfn
- 650-6200
- Árnes, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
- 801 Selfoss
- 486-6115
- Lambastaðir
- 801 Selfoss
- 777-0705
- Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
- 801 Selfoss
- 486-5522, 866-7420
- Stekkjarvað 5
- 820 Eyrarbakki
- 823-2205
- Haukadalur
- 801 Selfoss
- 486-8733
- Túngata 40
- 820 Eyrarbakki
- 862-0110
- Kálfhólar 21
- 800 Selfoss
- 857-2000
- Hafnargata 1
- 825 Stokkseyri
- 843-0398
- Hamarskot
- 801 Selfoss
- 772-6010
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 551-1166, 895-0020
- Ástjörn 7
- 800 Selfoss
- 697-9280
- Norðurbraut 33
- 801 Selfoss
- 822-3345
- Asutur-Meðalholt
- 801 Selfoss
- 694-8108, 864-4484, 892-2702
- Hafnarsandi
- 815 Þorlákshöfn
- 483-3009, 844-5756
- Selfossi
- 800 Selfoss
- 482-3335
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 895-0020
- Fossnes
- 801 Selfoss
- 486-6079
- Húsatóftir 2a
- 801 Selfoss
- 486-5616, 895-0066
- Grímsnes
- 801 Selfoss
- 3548683, 863-3592
- Steinsholt 2
- 801 Selfoss
- 486-6069, 863-8270, 847-7627
- Tryggvagata 13
- 800 Selfoss
- 898-6463
- Fákasel, Ingólfshvoli í Ölfusi
- 816 Ölfus
- 847-3460
- Bjarnastaðir
- 816 Ölfus
- 844-6967
- Heiði
- 801 Selfoss
- 774-7440
- Breiðanes
- 801 Selfoss
- 8525930
- Þjórsárdalur
- 801 Selfoss
- 488-7713, 488-7700
- Stóri-Háls
- 801 Selfoss
- 898-1599, 697-9461
- Sólheimar
- 801 Selfoss
- 480-4450
- Laugarás
- 801 Selfoss
- 486-8783, 693-0132, 868-7626
- Grímsnes, Árnessýsla
- 801 Selfoss
- 486-4495
- Strokkhólsvegur 7
- 801 Selfoss
- 699-5777
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 854-4510, 483-1600
- Selvogur
- 815 Þorlákshöfn
- 893-3910
- Stekkholt 1
- 801 Selfoss
- 856-5255
- Eyrargata 51-53
- 820 Eyrarbakki
- 788-8200
- Stóri-Núpur
- 801 Selfoss
- 848-1618, 848-1620
- Knarrarholt
- 801 Selfoss
- 823-6119
Gistiheimili
Gistiheimilið Kvöldstjarnan
Gistiheimili
SeaSide Cottages
Hótel
Hótel Eldhestar
Gistiheimili
Hestamiðstöðin Sólvangur
Farfuglaheimili og hostel
Bakki Hostel & Apartments
Sumarhús
Miðdalskot Cottages
Ferðaskrifstofur
Eldhestar
Bændagisting
Hjarðarból Gistiheimili
Gistiheimili
Gesthús gistiheimili
Bændagisting
Núpar Cottages
Hótel
Hotel South Coast
Aðrir
- Fosssel
- 816 Ölfus
- Grímsnesi
- 801 Selfoss
- 486-4414
- Hólar
- 801 Selfoss
- 893-7389
- Gaulverjaskóli
- 801 Selfoss
- 551-0654, +354 767-2654
- Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
- 801 Selfoss
- 486-5522, 866-7420
- Birkikinn
- 801 Selfoss
- 892-0626
- Eyrarbraut 11
- 801 Selfoss
- 778-9052, 692-4094
- Steinsholt 2
- 801 Selfoss
- 486-6069, 863-8270, 847-7627
- Þingborg
- 801 Selfoss
- 691-7082
- Borg, Grímsnesi
- 801 Selfoss
- 767-3411
- Fell
- 801 Selfoss
- 821-6120
- Sólvellir
- 825 Stokkseyri
- 896-2144
- Íragerði 12
- 825 Stokkseyri
- 565-0354
- Geysir, Haukadalur
- 801 Selfoss
- 480-6800
- Grímsnes
- 801 Selfoss
- 3548683, 863-3592
- Reykir, Axelshús
- 816 Ölfus
- 618-8000
- Skarð
- 801 Selfoss
- 8635518
- Skálholtsbraut
- 815 Þorlákshöfn
- 839-9091
- Höfðatún
- 801 Selfoss
- Kjarnholt III
- 801 Selfoss
- 896-1988
- Fossnes
- 801 Selfoss
- 486-6079
- Heimaás
- 801 Selfoss
- 7707800
- Heiði
- 801 Selfoss
- 774-7440
- Heiðarbraut 22
- 801 Selfoss
- Laugarás, Bláskógabyggð
- 801 Selfoss
- 7797762
- Litli Háls
- 801 Selfoss
- ???-????
- Arabær , Háfur
- 801 Selfoss
- 487-5818, 868-0304
- Strýta
- 816 Ölfus
- 892-0344, 863-6417
- Austurbyggð 3
- 801 Selfoss
- -
- Torfastaðakot 5, í Landi Torfastaða
- 801 Selfoss
- 897-3015
- Gljúfur
- 816 Ölfus
- 892-6311, 483-4461
- Svartárbotnum
- 801 Selfoss
- 486-8757, 895-9500, 867-3571
- Ásamýri 2
- 801 Selfoss
- 857-1976
- Skálinn, Myrkholt
- 801 Selfoss
- 486-8757, 895-9500, 867-3571
- Vestra Geldingaholt
- 801 Selfoss
- Félagslundur
- 801 Selfoss
- 480-4370
- Strandgata 8b
- 825 Stokkseyri
- 660-2050
- Austurvegur 35
- 800 Selfoss
- 482-7800, 859-6162
- Kjóastaðir 2
- 801 Selfoss
- 8471046
- Klettholt
- 801 Selfoss
- 892-1340, 499-2540
- Árnes, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
- 801 Selfoss
- 486-6115
- Unubakki 4
- 815 Þorlákshöfn
- 556-1600
- Bjarnastaðir
- 816 Ölfus
- 844-6967
- Álftavík
- 801 Selfoss
- 822-2202
- Skeiða- og Gnúpverjahreppur
- 801 Selfoss
- 663-4666, 823-3999, 486-5518
- Austurbyggð 3
- 801 Selfoss
- -
- Vesturbrúnir 4
- 801 Selfoss
- 867-3448
- Blesastaðir 3
- 801 Selfoss
- 663-4666 , 823-3999
- Þingborg
- 801 Selfoss
- 480-4370
- Geysir, Haukadalur
- 801 Selfoss
- 480-6800
- Gata
- 816 Ölfus
- 483-1011, 863-9355
- Kumbaravogur
- 825 Stokkseyri
- 487-1212
- Langholt 2
- 801 Selfoss
- 659-2030
- Hlíð
- 801 Selfoss
- Austurvegur 28
- 800 Selfoss
- 4821600
- Smáratún 10
- 800 Selfoss
- v/Búðarstíg
- 820 Eyrarbakki
- 483-1408
- Engjavegur 75
- 800 Selfoss
- 486-8642
- Klettar
- 801 Selfoss
- Krókur
- 816 Ölfus
- 483-5444
- Gnúpverjahreppur
- 801 Selfoss
- 893-8889
- Þórsmörk 2
- 800 Selfoss
- 849-0237
- Hraunmörk Flóahreppur
- 801 Selfoss
- 898-0728, 567-0728
- Torfstaðakot
- 801 Selfoss
- Loftsstaðir – Vestri
- 801 Selfoss
- 848-5805
- Húsatóftir 2a
- 801 Selfoss
- 486-5616, 895-0066
- Hvoll
- 816 Ölfus
- 845-2980
- Eyravegur 2
- 800 Selfoss
- 4802500
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 8942910, 894-2910
- Norðurgata 4
- 801 Selfoss
- 553-6079
- Hallkelshólar
- 801 Selfoss
- 566-7444, 892-7181, 693-4322
- Bitra
- 801 Selfoss
- 480-0700
- Miðengi 17
- 800 Selfoss
- 822-2202
Hótel
Hotel South Coast
Veitingahús
Hafið Bláa
Gistiheimili
Hestamiðstöðin Sólvangur
Bændagisting
Hjarðarból Gistiheimili
Veitingahús
Ingólfsskáli - Viking Restaurant
Kaffihús
Hendur í höfn
Veitingahús
Rauða Húsið
Farfuglaheimili og hostel
Bakki Hostel & Apartments
Veitingahús
Fjöruborðið
Aðrir
- Heiðmörk, Biskupsstungum
- 801 Selfoss
- 486-8875, 892-2965
- Austurvegur 31b
- 800 Selfoss
- 4821007
- Eyravegur 32
- 800 Selfoss
- 8955010
- Austurvegur 22
- 800 Selfoss
- 482-2899, 896-1250
- Austurvegur 3
- 800 Selfoss
- 482-3330
- Hásteinsvegur 2
- 825 Stokkseyri
- 483-1485
- Eyravegur 2
- 800 Selfoss
- 4802500
- Húsatóftir 2a
- 801 Selfoss
- 486-5616, 895-0066
- Unubakki 4
- 815 Þorlákshöfn
- 483-3320
- Þingborg
- 801 Selfoss
- 691-7082
- Þrastalundur
- 801 Selfoss
- 661-7000
- Selvogsbraut 41
- 815 Þorlákshöfn
- 8228998
- Óseyrarbraut 15
- 815 Þorlákshöfn
- 483-3801, 8943858
- Heiði
- 801 Selfoss
- 774-7440
- Laugarás
- 801 Selfoss
- 486-8783, 693-0132, 868-7626
- Þrastarlundur
- 801 Selfoss
- 8667781
- Austurvegur 22
- 800 Selfoss
- 482-3079
- Eyrarvegur 2
- 800 Selfoss
- 530-7071
- Selvogsbraut 41
- 815 Þorlákshöfn
- 483-5950, 892-2207
- Austurvegur 7
- 800 Selfoss
- 4821266
- Grímsnes
- 801 Selfoss
- 3548683, 863-3592
- Árnes, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
- 801 Selfoss
- 486-6115
- Arnberg
- 800 Selfoss
- 480-1300, 840-1749
- Kríumýri
- 801 Selfoss
- 897-7643 , 899-7643
- Fossnes
- 801 Selfoss
- 486-6079
- Tryggvatorg
- 800 Selfoss
- 4821390
- Eyravegur 2
- 800 Selfoss
- 581-2345
- Eyrarvegur 8
- 800 Selfoss
- 845-4252, 482-4099
- Eyravegur 3 neðri hæð
- 800 Selfoss
- 7744434
- Engi, Laugarási
- 801 Selfoss
- 486-8913
- Gullfoss
- 801 Selfoss
- 4866500
- Árbær
- 801 Selfoss
- 864-3890
- Austurvegur 48
- 800 Selfoss
- 482-1005
- Grímsnes
- 801 Selfoss
- 480-5500
- Austurvegur 46
- 800 Selfoss
- 570-6763, 570-6763
- Tryggvagötu
- 800 Selfoss
- 482-1782
- Skálmholt
- 801 Selfoss
- 482-2529
- Larsenstræti
- 800 Selfoss
- 483-1919
Náttúra
Selvogsviti
Selvogsviti var byggður árið 1919 og endurbyggður árið 1931. Ljóshæð yfir sjó er 20 m. Árið 1919 var 15 metra há járngrind reist á Selvogstanga. Á hana var látið 3,3 metra hátt ljóshús og 200°díoptrísk1000 mm linsa og gas-ljóstæki.
Vitinn var sömu gerðar og Stokksnesviti sem reistur var árið 1922. Eftir aðeins 10 ár var vitinn orðinn svo ryðbrunninn að nauðsynlegt reyndist að byggja nýjan vita og 1930 var byggður 15,8 m hár vitaturn úr steinsteypu. Ári síðar voru sett á hann ljóshús, linsa og gasljóstæki járngrindarvitans og hinn nýi Selvogsviti tekinn í notkun. Árið 1987 voru veggir ljóshúss endurnýjaðir. Vitinn var raflýstur ári síðar og settur á hann radarvari. Nú er ljós látið loga á vitanum af öryggisástæðum en radíósendir efst á honum er þó það sem mestu máli skiptir nú orðið.
Saga og menning
Eyrarbakkakirkja
Árið 1890 var Eyrarbakkakirkja vígð en fyrir þann tíma áttu Eyrbekkingar kirkjusókn á Stokkseyri en þá voru 702 íbúar á staðnum. Vegna fjölgunar var tekin ákvörðum um það að skipta upp sókninni. Séra Jón Björnsson var aðal hvata maður þessara byggingar og voru hans örlög svo að hann var fyrsti maðurinn sem var jarðaður í þessari kirkju árið 1892. Fjórum árum eftir að hún var reist fékk kirkjan full réttindi sem sóknar- og graftarkirkja, og nýr kirkjugarður var ekki vígður fyrr en 1894. Jóhann Fr. Jónsson hannaði kirkjuna og var einn af þeim sem byggðu hana en hann lest áður en kirkjan var full byggð.
Kirkjan tekur um 230-240 manns í sæti. Til að byrja með var settur járnstöng sem var kallað Járnblómið með veðurvita og var hannað af Guðmundi Daníelssyni en hann var rithöfundur en var svo tekin niður og setutur í staðinn ljóskross.
Altarinstaflan er sögufrægsti gripurinn sem tilheyrir þessari kirkju en þar er Jesú að tala við Samverksu konuna við Jakobsbrunninn (Jóh. 4, 13-14). Undir altarinstöflunni stendur "Hver sem drekkur af því vatni, sem ég mun gefa honum, hann mun aldrei að eilífu þyrsta." Með þessu fylgir ákveðin saga. Séra Jón Björnsson silgdi á fund Danakonungs til að fá byggingarefni í kirkjuna og var honum vel tekið og leistur út með gjöfum sem var altaristaflan sem drottningin hafði málað sjálf og er nafn drottingarinnar á töflunni og ártalið 1891.
Aðrir merkir gripir kirkjunar eru eins og kertastjaki úr Kaldaðarneskirkju þar sem sú kirkja var lögð niður árið 1902 en þeir bera ártalið 1780 og eru handunnir, íslensk smíði. Ljósakróna Kaldaðarneskirkju kemur einnig í Eyrarbakkakrikju. Stundaklukka var sett í turn kirkjunar árið 1918 sem slær á hálfum og helium tíma og var gjöf frá Jakob Al Leifolii kaupmanni.
Eyrarbakkakirkja fékk endurbætur árið 1977 og þeim lauk árið 1979. Íslenskt 11 radda pípuorgel var tekið til notkunar árið 1995. Pípuorgelið er eftir Björgvinn Tómasson.
Náttúra
Hafnarnesviti og útsýnisskífa
Hafnarnes er útivistarsvæði sunnan við byggðina í Þorlákshöfn þar sem stórbrotnir klettar og öldurnar heilla alla sem þangað fara. Útsýnisskífa er á svæðinu og útsýnið er einstakt þaðan. Hægt er að fylgjast með brimbrettaköppum spreyta sig á öldunum með Eyjafjallajökul í baksýn. Hafnarnesviti stendur við endann á Hafnarnesinu, hann er ekki opinn almenningi en fallegt er að mynda hann þegar öldurnar umlykja hann.
Náttúra
Ölfusá
Ölfusá er vatnsmesta á landsins þar sem meðalrennsli árinnar er 423 m³/sek. Upprunni Ölfusár er á milli Grímsness og Hraungerðishrepp þar sem Sogið og Hvítá falla saman og er 25 km long og fellur niður að ósum Eyrarbakka austanverðu. Ölfusá rennur með vesturjaðri Þjórsárhrauns. Áin rennur jökulituð í gegnum Selfoss í gegnum djúpa gjá sem er 9m djúp. Þrátt fyrir að áinn sé jökullituð er þó nokkuð af lindarvatni þannig að á veturnar í kuldatíð á hún til með að vera allt að því tær. Áin myndar stórt stöðuvatn eða sjávarlón í Ölfusinu áður en hún rennur út í sjóinn austan við Óseyri. Þetta lón nefnist Ölfusárós.
Náttúra
Ströndin Ölfusi - Skötubót
Fjaran austan við byggðina í Þorlákshöfn er í daglegu tali nefnd Skötubót. Skötubótin er skemmtilegur staður fyrir útivist, ungir sem aldnir njóta þess að ganga og leika sér í þessari fallegu svörtu sandfjöru sem nær frá Þorlákshöfn að ósum Ölfusár. Margir knapar njóta þess að ríða í flæðarmálinu og einnig má sjá brimbrettakappa spreyta sig á öldunum. Skötubótin hentar vel fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á brimbrettum en þeir sem eru lengra komnir fara á brimbretti við Hafnarnesvita þar sem öldurnar eru meira krefjandi.
Saga og menning
Strandarkirkja
Strandarkirkja í Selvoginum var fyrst byggð á 13. öld. Sagan segir að sjómenn sem voru á leið til Íslands lentu í sjávarháska og hétu á Guð að ef þeir kæmust heilir í land myndu þeir byggja kirkju á þeim stað sem þeir kæmu að. Þá birtist þeim engill og vísaði þeim leiðina að landi. Sjómennirnir stóðu við orð sín og byggðu kirkju þar sem þeir komu að landi og nefndu Strandakirkju. Víkin við kirkjuna var nefnd Engilsvík. Strandakirkja er vinsæl til áheita og hefur hún löngum verið kölluð kraftaverkakirkja.
Saga og menning
Selfosskirkja
Selfosskirkja var byggð á árunum 1952 - 1956 og vígð það sama ár. Hún var teiknuð af Bjarna Pálssyni skólastjóar Iðnskólans á Selfossi. Árið 1978-1984 var bætt við kirkjuna forkirkju, turn og safnaðarheilmili með eldhúsi ásamt aðstöðu fyrir félagsstarf. Kirkja var máluð og skreytt af Jóni og Grétu Björnsdóttir listakonu sem sá um flúrið en í því er leitast við að fylgja kirkjuárinu. Gluggar kirkjunar voru unnir af glerlistafólki frá Þýskalandi og kom í kórinn árið 1987 en í kirkjuskipið árið 1993. Þó Selfosskirkja sé ung að árum er hún með sérstöðu meðal kirkna landsins á 20 öld.
Sr. Sigurður Pálsson var fysti sóknarpresturinn í Selfosskirkju en áður var hann í Hraungerði í Flóa en flutist á Selfoss 1950 þegar fólksfjölgun varð hér. Lagði hann mikla áherslu á helgihald, endurreisn hins forna og sígilda messusöngva ásamt messuformi sem er þekkt sem helgisiðabókin Graduale (þrepasöngur) og var gefin út árið 1594. Grallari kallast þessi bók og inniheldur tónlög og texta að messusöng og tíðagjörð kirkjunnar. Hefur verið enn þá daginn í dag haldið í þessum anda, Grallarans íslenska og mörgum kunn að finnast að hönnun kirkjunnar minna einnig á þennann anda. Sr. Sigurður Sigurðarson tók við embætti föður sins árið 1971 en lét af störfum árið 1994 og hélt þá í vígslubiskupsembætti í Skálholti.
Saga og menning
Rjómabúið á Baugsstöðum
Þegar ekið er niður Villingaholtsveg (305) af Þjóðvegi 1 er farið yfir brú á Volalæk. Þessi Lækurinn á upptök sín skammt austan við Bitru, sunnan þjóðvegar 1. Rennur hann síðan til vesturs og nefnist Volalækur þegar hann nálgast Vola. Vestan við Hróarsholts heitir hann Hróarsholtslækur og allt suður að Hólavatni í Gaulverjabæjarhreppi. Afrennsli þess vatns nefnist Baugsstaðasíki.
Haustið 1903 stofnuðu bændur í Hraungerðis- og Villingaholtshrepp með sér samtök um rjómabú til smjörgerðar. Rjómabúið eða rjómaskálin eins og það var nefnt í þá daga, var reistur við Hróarsholtslæk, í landi jarðarinnar Vola, skammt vestan gömlu brúarinnar. Lækurinn var stíflaður með miklum trjám og timburflekum til að hækka vatnsborðið. Þetta rjómabú var starfrækt frá 1905 til 1929. Annað rjómabú var stofnað árið 1904 af 48 bændum úr Stokkseyrarhreppi og nágrannahreppum hjá Baugsstöðum skammt frá Stokkseyri, og starfaði það til 1952, lengst allra rjómabúa á Íslandi. Árið 1971 var stofnað varðveislufélag um rjómabúið á Baugsstöðum. Frá 1975 hefur rjómabúið á Baugsstöðum verið opið almenningi sem safn. Tæki þess eru upprunaleg og eru þau gangsett fyrir gesti.
Náttúra
Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka
Fjaran á Eyrum neðst í Flóa, milli Ölfusár og Loftsstaða, er stærsta hraunfjara landsins, endi hins mikla Þjórsárhrauns, sem rann fyrir 8000 árum og er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni eftir ísöld. Ofan fjörunnar eru ótal tjarnir og vötn, aðallega við Stokkseyri. Fjölbreytt fuglalíf er þar allt árið um kring og er svæðið sérstaklega mikilvægt fyrir farfugla, eins og rauðbrysting, lóuþræl, sanderlu, tildru, margæs, rauðhöfðaönd og fleiri endur. Stórt kríuvarp er á svæðinu og nokkur
hundruð álftir fella þar flugfjaðrir síðsumars.
Náttúra
Hallskot - Skógræktarfélag Eyrarbakka
Stórbrotið útivistarsvæði norðan við Eyrarbakka í átt að Fuglafriðlandinu í Flóa. Hallskot hefur verið í umsjá Skógræktarfélags Eyrarbakka frá 2015.
Hallskot bíður uppá ótal möguleika og eru reglulega haldnir viðburðir, bæði úti og í bragganum. Svæðið er kjörið til að nýta sem áningarstað, skjólsælt með bekkjum og borðum.
HEIMILISFANG: 820 EYRARBAKKI / SÍMI: (+354) 660 6130, (+354) 847 5028
SKOGRAEKTARFELAGEYRARBAKKA@GMAIL.COM
Saga og menning
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Í safninu eru munir frá Eyrarbakka með áherslu á sjósókn, iðnað og félags- og menningarsögu síðustu 100 ára. Stærsti og merkasti safngripurinn er áraskipið Farsæll, sem Steinn Guðmundsson skipasmiður á Eyrarbakka smíðaði fyrir Pál Grímsson, útvegsbónda í Nesi í Selvogi. Steinn var helsti skipasmiður á Suðurlandi í lok 19. aldar og byrjun 20. aldar og smíðaði hann yfir 400 skip og báta á sínum starfsferli. Farsæll er tólfróinn teinæringur með sérstöku lagi, sem Steinn innleiddi á báta sína og kennt hefur verið við hann og nefnt Steinslag. Það bátalag tók mið af aðstæðum í brimverstöðvunum á Suðurlandi, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn og Selvogi, og þótti henta mjög vel þar.
Einnig eru sýnd veiðarfæri og búnaður sjómanna bæði frá árabátatímanum og upphafi vélbátaútgerðar. Upphaf handiðnaðar í þéttbýli á Suðurlandi var á Eyrarbakka og sýndir eru munir frá bakara, gullsmið, úrsmið, beyki og söðlasmið.
Sjóminjasafnið á gott ljósmyndasafn og er hluti þess til sýnis á flettirekkum og í myndamöppum.
Þá er í eigu Sjóminjasafnsins beitningaskúr byggður 1925 á blómaskeiði vélbátaútgerðar á Eyrarbakka. Allsérstæð klæðning er á vesturhlið skúrsins, þar sem lítill árabátur hefur verið tekinn og flattur út og notaður sem klæðning á vegginn.
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka er rekið af Byggðasafni Árnesinga og er forstöðumaður Lýður Pálsson.
Sameiginlegur aðgöngumiði gildir að söfnunum á Eyrarbakka. Opið er á sömu tímum og Húsið.
Náttúra
Ingólfsfjall
Ingólfsfjall í Ölfusi er 551m. Ingólfsfjall er hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt. Þegar sjávarstaða var hæst í ísaldarlok hefur það verið sæbrattur höfði sem brimið braut niður og skapaði þá hinar bröttu hlíðar. Það er tengt Grafningsfjöllum með Grafningshálsi. Ingólfsfjall er einkum gert úr móbergi með hraunlögum inn á milli einkum að neðan og í kolli. Ingólfsfjall hefur orðið til um miðja ísöld. Suður úr vesturhorni fjallsins skagar grár klettamúli
Silfurberg sem er úr móbergi með ljósum holufyllingum sem aðallega eru geislasteinaútfellingar. Þar suður af er Kögunarhóll og liggur þjóðvegurinn á milli. Ingólfsfjall er kennt við landnámsmanninn Ingólf Arnarson. Uppi á fjallinu er grágrýtishæð sem heitir Inghóll og segja munnmæli að þar sé Ingólfur heygður. Undir Ingólfsfjalli sunnanverðu er Fjallstún.
Í Landnámabók segir að þar hafi Ingólfur Arnarson haft vetursetu hinn þriðja vetur sinn hér á landi á leið sinni til Reykjavíkur. Síðar reis þar stórbýli sem hét Fjall og fór í eyði á 18. öld. Enn sjást leifar fornra mannvirkja á staðnum og eru nú friðlýstar.
Hinn 29. mai 2008 voru upptök Suðurlandsskjálfa að stærðinni 6,3 á richter kvarða undir Ingólfsfjalli.
Náttúra
Þjórsárhraun
Þjórsárhraun er stærsta hraunbreyða landsins hvort sem er um að ræða að flatarmáli eða á rúmmáli. Einnig er Þjórsárhraun stæðsta hraunbreyða sem runnið hefur á jörðinni síðan lok síðustu ísaldar en það staðnaði við öldur Atlantshafsins frá 6700 f. krist. Áætlað er flatarmálið sé 974 km² og þykktin 15-20m að meðaltali en þar sem hraunið er þykkast er um 40m. Þjórsárhraun er helluhraun og úr dílabasalti ásamt ljósir feldspatdílar sem sitja í dökkum fínkorna grúnnmassa.
Upphaf eldstöðvarinnar er á Veiðivatnasvæðinu og er horfið undir yngri gosmyndanir sem liggja um 70 km niður eftir Tungná og Þjórsá. Meðfram jöðrum hraunsins liggur Þjórsáin og Hvítá sem er einnig Ölfusá en á 17 öld fluttist Ölfusársós um 2-3 km í austur átt.
Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri eru byggð á Þjórsárhrauninu. Sést vel á sjávargörðum Stokkseyrar sjávarhluti Þjórsárhrauns og þar sést hvar aldan skellur á hraunjaðrinum úti í sjónum en á sjálfri ströndinni eru álar og rásir í hraunskerjunum.
Náttúra
Fuglafriðland í Flóa
Friðlandið í Flóa og Ölfusforir
Á ósasvæði Ölfusár eru tvö stór votlendi, Friðland Fuglaverndar í Flóa austan og Ölfusforir vestan ár. Þetta eru miklar flæðisléttur með tjörnum og vötnum. Engjarnar hafa jafnt gildi á fartíma og sem varpstaður. Lómur er einkennisfugl Friðlandsins og lóuþræll og jaðrakan eru óvíða algengari. Á veturna er mikið fuglalíf í Ölfusforum, stórir hópar af urtöndum, stokköndum og gulöndum halda þar til, og jafnframt stærsti hópur gráhegra á landinu.
Náttúra
Selvogur
Selvogur er vestasta byggð Árnessýslu. Sveitin er fremur lítil og landkostir þar rýrir. Þrátt fyrir að Selvogur hafi fyrr á öldum verið fremur einangrað byggðarlag og aðstæður við strandlengjuna erfiðar var þar fjölmenn byggð og var útræði mikið stundað þar á vetrum. Nú hefur byggð að mestu lagst af í Selvogi en þar er nú búið á þremur bæjum. Húsarústir, tættur og túngarðar gægjast upp úr jörðinni og gefa innsýn í líf fyrri alda en nú er þar föst búseta á þremur bæjum.
Af merkum stöðum í Selvogi má til dæmis nefna Herdísarvík og Strandakirkju. Herdísarvík var áður stórbýli í Selvogi en nú komið í eyði. Herdísarvík stendur við samnefnda breiða og opna vík. Fyrir ofan bæinn er Herdísarvíkurfjall (329 m). Herdísarvík var fyrrum kunn verstöð með fjölda sjóbúða og sér enn fyrir rústum margra þeirra. Sömuleiðis sér grjótgarða í
hrauninu þar sem fiskurinn var þurrkaður. Þessar minjar voru allar friðlýstar árið 1973 og Herdísarvík var lýst friðland árið 1988. Einar Benediktsson (1864-1940) skáld bjó í Herdísarvík síðustu æviár sín. Hann gaf Háskóla Íslands jörðina árið 1935. Strandakirkja er kirkja við Engilvík á Suðurstrandavegi. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907. Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna og hana heimsækja þúsundir gesta á hverju ári.
Náttúra
Hengill og Jarðhitasýning á Hellisheiði
Eldfjallið Hengill er virkt en hefur verið í dvala í yfir 2000 ár. Tvær virkjanir eru við Hengil, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, sem nýta jarðvarmann frá eldfjallinu. Á Hengilssvæðinu eru um 125 km af merktum gönguleiðum sem eru litamerktar eftir erfiðleikastigum. Fjölbreytt landslag og litadýrð einkenna gönguleiðirnar.
Jarðhitasýning ON í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Á sýningunni er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni.
Saga og menning
Ölfusárbrú
Ölfusárbrú er byggð yfir vatnsmesta fljót landsins sem spanner 384 rúmmetra á sekúndu að meðaltali á árs grundvelli. Á suðurenda brúarinnar við Tryggvaskála er upplýsingaskilti sem sýnir flóðahæð í þremur mestu flóðum í Ölfusá á 20. Öld.
Árið 1872 var fyrst talað um að brúa yfir Ölfusá af Hannesi Stehensen presti. Fyrst var farið í að ferja fólk yfir ána. Árið 1891 hófst brúarsmíðin sjálf. Gekk það í fyrstu með áföllum þar sem þeir mistu einn mann í ána. Síðar kom í ljós að stöplarnir undir brúni voru ekki nógu hair svo að klakabelti komast undir hana. Vígsla brúarinnar var 1891 og voru settar ýmsar reglur hvað varðar notkunn brúarinnar en það varðar reiðmennsku yfir brúnna.
Árið 1944 slitnaði brúarstrengur vegan þyngdar mjólkurbíls með annan bíl í togi svo að þeir féllu báðir í ánna. Var þá ný brú byggð árið 1945 og þjónar enn þá daginn í dag sínum tilgangi og er hún 84 metrar að lengd á milli stöpla.
Náttúra
Reykjadalur
Reykjadalur er án efa vinsælasta útivistarsvæðið í Ölfusi. Þar er að finna margar merktar gönguleiðir um stórbrotið háhitasvæðið og hægt er að baða sig í heitri á í dalnum. Orkuveita Reykjavíkur hefur merkt gönguleiðir í dalnum sem og á Hengilssvæðinu öllu. Hægt er að finna göngukort á vef þe irra.
Saga og menning
Knarrarósviti
Árið 1938 hófst vinna við að byggja upp Knarraóssvita og var hann tekinn í gagnið ári síðar eða 31. Ágúst 1939. Þjónaði hann griðalega miklu hlutverki fyrir sjávarútveginn á þessum tíma því innsiglingarnar voru hættulegar á þessu svæði. Mörg skip hafa farist á þessum slóðum.
Knarraóssviti er 26 metrar að hæð, fallegur og rammbyggður. Útsýnið úr honum er einstaklega fallegt og mikið. Var hann með 6000 kerti sem er meðal stærð á vita á þessum tíma sem hann var byggður. Hönnun vitans er áhugaverð blanda af fúnkis og art nouveau stíl.
Saga og menning
Þuríðarbúð
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti.
Þuríður Einarsdóttir formaður var fædd árið 1777, dáin 1863. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Síðan stundaði hún sjósókn í rúma hálfa öld eða til 1843 en þá hætti hún sjómennsku sökum heilsubrests. Mestan þann tíma var hún formaður á bátum. Þótti hún góður formaður, útsjónarsöm, varkár en samt áræðin og vinsæl meðal háseta. Einstakt þótti að kona væri formaður á bát. Hún klæddist karlmannsfötum að jafnaði vegna sjómennskunnar en til þess þurfti leyfi sýslumanns.
Á Stokkseyri skiptu sjóbúðir eins og Þuríðarbúð tugum á seinni hluta 19. aldar. Þær voru hlaðnar úr torfi og grjóti. Bálkar voru meðfram veggjum og í þeim sváfu tveir og tveir saman og voru þeir kallaðir lagsmenn. Sjóbúðirnar voru allt í senn; svefnskáli, matstofa og dagstofa vermanna.
Þuríðarbúð var endurhlaðin árið 2001 undir stjórn Guðjóns Kristinssonar hleðslumeistara.
Náttúra
Hellisskógur
Hellisskógur er skógræktarsvæði rétt utan við Selfoss. Lagðir hafa verið akvegir og göngustígar um svæðið, settir bekkir og borð og Hellirinn grafinn út og útbúinn sem áningarstaður þar sem fólk getur
sest niður og fundið sér skjól fyrir veðri og vindum. Hellisskógur hefur smám saman orðið eitt helsta útivistarsvæði Selfyssinga.
Stóri-Hellir í Hellisskógi myndaðist við lok jökulskeiðs á ísöld þegar brim svarf klettinn. Ummerki um
hærra sjávarborð og sjávarrof sést á fjölmörgum stöðum í hellinum sem myndaðist í 0,7-3,1 milljón ára gömlu basalti. Innst í hellinum var áður geymt hey en fjárhús var staðsett við hellismunnann að framanverðu. Telja sumir að reimt sé í hellinum, af draug með bláan trefil.
Náttúra
Raufarhólshellir
Raufarhólshellir er staðsettur við Þrengslaveg og er einn af lengri hellum á Íslandi. Hann er yfir 1300 metra langur og myndaðist í Leitarhraunsgosi í Bláfjöllum fyrir um 5200 árum. Vinsælt er að nota hellinn í kvikmyndum og til að mynda var hluti úr myndinni Noah (2014) tekin upp í hellinum. Daglegar ferðir eru í boði í hellinn.
Saga og menning
Herdísarvík
Herdísarvík var áður stórbýli í Selvogi en nú komið í eyði. Herdísarvík stendur við samnefnda breiða og opna vík. Fyrir ofan bæinn er Herdísarvíkurfjall (329 m). Herdísarvík var fyrrum kunn verstöð með fjölda sjóbúða og sér enn fyrir rústum margra þeirra. Sömuleiðis sér grjótgarða í hrauninu þar sem fiskurinn var þurrkaður. Þessar minjar voru allar friðlýstar árið 1973. Þjóðsögur segja að Herdísarvík heiti eftir Herdísi nokkurri er bjó þar en systir hennar Krýs eða Krýsa bjó í Krýsuvík. Áttust þær illt við og lögðu hvor á aðra. Mælti Krýs svo um að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn en allur silungur verða að hornsílum. Herdís mæltu aftur svo um að allur silungur í Kleifarvatni yrði að loðsilungi. Einar Benediktsson skáld bjó í Herdísarvík síðustu æviár sín. Hann gaf Háskóla Íslands jörðina árið 1935. Herdísarvík var lýst friðland árið 1988.
Náttúra
Arnarbæli
Arnarbælishverfi í Ölfusi var frá 13. öld til byrjunar 20. aldar eitt besta svæði til heyframleiðslu. Rústirnar af gamla bænum standa enn og eru friðaðar. Arnarbælisforir eru mýrlendi á þessu frjósama landsvæði þar sem fjölbreytt fuglalíf er að finna.