Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Menning og saga

Svæði Vitaleiðarinnar býr yfir fjölbreyttri sögu og menningu. Gæða veitingastaði má finna í hverju þorpi, hver með sína upplifun. Söfnin eru fjölbreytt og mörg, kynntu þér hvað er í boði hér að neðan.

Bakkastofa
Við, Ásta Kristrún og Valgeir, höfum tekið á móti fjölda íslenskra gesta sem vilja létta lund í góðum félagsskap vina, vinnufélaga og fjölskyldna og njóta friðsældar við ströndina og í þorpi Eyrarbakka. Við tökum á móti góðum gestum, íslenskum og erlendum, jafnt í stórum sem smáum hópum - segjum sögur, höldum tónleika og sýnum þeim djásn Eyrarbakka. Stutt myndbands kynning um okkur :)
Konubókastofa
Konubókastofa er fræðslu- og varðveislusafn tileinkað íslenskum kvenrithöfundum og verkum þeirra. Formleg stofnun var í apríl 2013. Markmið Konubókastofu er að halda til haga þeim ritverkum sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina og kynna höfundana og verk þeirra innanlands sem utan. Hægt er að heimsækja safnið og kynna sér þau verk sem íslenskar konur hafa ritað og komið að útgáfu. Opnunartími: Eftir samkomulagi Facebook síðan okkar
Rauða Húsið
Veitingarstaðurinn er þekktur fyrir ljúffengan humar sem bráðnar undir tönn og getur Smjattrófan sannarlega staðfest það en skellti hún sér út úr borginni um daginn til að bragða á lostætinu sem hún hefur heyrt svo vel talað um. Í forrétt var humarsúpa en einnig er hægt að fá hana sem aðalrétt og var hún einstaklega ljúffeng. Matarmikil og bragðgóð en elskhuga Smjattrófunnar fannst súpan svo góð að var brauðið notað til hreinsa skálina algjörlega upp til agna. Smjattrófan fékk sér humar í aðalrétt og stóð rétturinn algjörlega fyrir sínu. Stór og mikill humar, vel útlátinn með salati og bræddu smjöri. Elskhuginn fékk sér Brim og Bola sem er íslenska heitið á „Surf and Turf“, nema Brim og Boli hljómar einhvernvegin miklu karlmannlegra sem að sjálfsögðu kitlaði rómantíkina hjá Smjattrófunni en samkvæmt elskhuganum smakkaðist rétturinn einstaklega vel og vildi hann að sjálfsögðu fá meira. Í eftirrétt fengu turtildúfurnar sér „Gamla góða þjórsárshraunið“ og er það réttur sem er sniðugt að deila ef báðir aðilar vilja fá smá sætt, en ekki of mikið en rétturinn samanstendur af ljúffengum ís, heitri súkkulaðiköku þar sem súkkulaðið hreinlega lekur niður og ferskum berjum en getur Smjattrófan sannarlega mælt með þessum rétti með kaffibollanum. Þjónustan á staðnum var einstaklega góð, nærvera þjónsins var afslappandi og bauð hann upp á drykki, spurði okkur hvernig okkur líkaði maturinn og var hann brosmildur – og meira segja sætur sem er aldrei verra. Ef þig langar út úr bænum á huggulegan veitingarstað, bragða á ljúffengum humar og fara í afslappað umhverfi þá er Rauða Húsið á Eyrarbakka algjörlega málið.
Eyrarbakkakirkja
Séra Jón Björnsson var aðalforgöngumaðurinn fyrir nýrri kirkju á Eyrarbakka. Framan af var kirkjusókn Eyrbekkinga á Stokkseyri en vegna mikilla fjölgunar íbúa á Eyrarbakka var að lokum tekin sú ákvörðun að skipta þyrfti upp sókninni. Jóhann Friðrik Jónsson, forsmiður og helsti trésmiður á Eyrarbakka á áratugnum 1880 - 90 sá um hönnun og vann að byggingu kirkjunnar. Jóhann Friðrik lést áður en kirkjan var full byggð.   Eyrarbakkakirkja var reist á Eyrarbakka árið 1890 og vígð sama ár. Fyrsta orgelið í hina nýju kirkju gaf Jakob A. Lefolii, kaupmaður á Eyrarbakka sókninni. Hvað Séra Jón varðar þá höguðu örlögin því svo, að hann var fyrsti maðurinn sem kvaddur var frá Eyrarbakkakirkju, en það var árið 1892. Fjögur ár liðu frá vígslu Eyrarbakkakirkju uns hún öðlaðist full réttindi sem sóknar- og graftarkirkja, en nýr kirkjugarður var ekki vígður og tekinn í notkun á Eyrarbakka fyrr en árið 1894. Kirkjugarðurinn er austar í þorpinu.  Sögufrægasti gripur kirkjunnar er án efa sjálf altaristaflan sem prýðir mynd af Jesú á tali við Samversku konuna við Jakobsbrunninn (Jóh. 4, 13-14). Undir töflunni er ritað: „Hver sem drekkur af því vatni, sem ég mun gefa honum, hann mun aldrei að eilífu þyrsta." Tilurð altaristöflunar á sér sérstaka sögu, en Séra Jón Björnsson sigldi m.a. í erindum kirkjubyggingarinnar til Kaupmannahafnar til þess að útvega kirkjuviðinn. Hlaut hann þar svo góðar viðtökur þegar hann gekk á fund konungs og drottningar, að Louise, drottning Kristjáns konungs IX., gaf kirkjunni altaristöflu, sem hún hafði sjálf málað og er nafn drottningar á töflunni og ártalið 1891. Af öðrum merkum kirkjugripum má nefna kertastjaka úr Kaldaðarneskirkju, en kirkja þar var lögð niður árið 1902. Á þeim er ritað ártalið 1780 og stafirnir E.S.S. Stjakarnir eru íslensk smíð og að öllu handunnir. Einnig er úr Kaldaðarneskirkju ljósakróna í kór kirkjunnar. Árið 1918 var sett upp stundaklukka í turn kirkjunnar sem slær á heilum og hálfum tíma. Hún var gjöf frá danska kaupmanninum Jakob A. Lefolii.  Skírnarfonturinn er gjöf safnaðarins á 60 ára afmæli kirkjunnar árið 1950. Hann gerði listamaðurinn Ríkharður Jónsson. Skírnarskálin sem Leifur Kaldal gullsmiður gerði var gefin kirkjunni til minningar um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á 100 ára fæðingarafmæli hennar.  Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á kirkjunni frá því hún var byggð árið 1890. Skrúðhús var byggt við norðurhlið kórs 1962 og á árunum 1977 til 1979 var turninn breikkaður, gluggum og umbúnaði þeirra breytt, kirkjan klædd nýrri vatnsklæðningu að utan og panelborðum innan og smíðaðir í hana nýir bekkir. Nýtt íslenskt 11 radda pípuorgel eftir Björgvin Tómasson var tekið í notkun í kirkjunni á jólum 1995.  Kirkjan tekur um 230 - 240 manns í sæti.  Eyrarbakkakirkja var friðuð 1. janúar 1990
Fjöruborðið
Fjöruborðið á Stokkseyri er nautnahús í álögum. Menn þurfa að beita sig valdi til að eiga þaðan afturkvæmt. En það er allt í lagi, einungis góðir gjörningar eiga sér stað innan veggja, nokkuð sem kitlar bæði maga og sál.  

Aðrir (7)

Svarti Sauðurinn Unubakki 10 - 12 815 Þorlákshöfn 483-3320
Café Sól Selvogsbraut 41 815 Þorlákshöfn 8228998
Hafið Bláa Óseyri við ósa Ölfusár 816 Ölfus 483-1000
Gallerý Gimli Hafnargata 1 825 Stokkseyri 843-0398
Veiðisafnið Eyrarbraut 49 825 Stokkseyri 4831558
Draugasetrið Hafnargata 9 825 Stokkseyri 895-0020
Skálinn Hásteinsvegur 2 825 Stokkseyri 483-1485