Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þorpin

Þorpin þrjú á Vitaleið eru einstök, hvert á sinn hátt, Stokkseyri, Eyrarbakki og Þorlákshöfn. Öll eru þau sjávarþorp þó nú á dögum sé aðeins landað fiski í Þorlákshöfn. Eyrarbakki er þeirra elst þar sem elsta húsið í þorpinu, Húsið, var byggt árið 1765. Á einokununartíma danska kóngsins var Eyrarbakki einn stærsti bær á Íslandi, fjölmennari en Reykjavík og þaðan sóttu bændur á Suðurlandi sinn kost. Um tíma leit út fyrir að Eyrarbakki, með allri sinni þjónustu og verslun, yrði höfuðborg landsins.

Um 1890 hófst myndun þéttbýlis á Stokkseyri og stóð það uppbyggingartímabil fram yfir 1930 þar sem bárujárnsklædd timburhús risu smátt og smátt í stað torfbæja. Annað uppbyggingartímabil varð í kringum 1960. Í dag einkennist húsaþyrpingin af blöndu gamalla og nýrri húsa. Yfir staðnum gnæfir svo frystihúsið og við hlið þess Stokkseyrarkirkja. Upplýsingar um staðhætti og örnefni má sjá á útsýnisskífu sunnan kirkjugarðsins.

Þorlákshöfn dregur nafn sitt af Þorláki helga Skálholtsbiskupi (1133-1193). Útræði hófst snemma frá Þorlákshöfn. Meðan gert var út á áraskipum var ekki óalgengt að róið væri á 20-30 skipum frá Þorlákshöfn og hafa íbúarnir verið um 3-400 yfir vertíðina. Núverandi þéttbýli myndaðist um og upp úr miðri síðustu öld í kjölfar uppbyggingar öflugrar útgerðar á vegum Meitilsins hf. Mikil fólksfjölgun varð einnig á áttunda áratugnum í kjölfar eldgossins í Heimaey. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Þorlákshöfn á síðustu árum. 

STOKKSEYRI / Árborg
Á Stokkseyri búa 559 manns í heillandi þorpi sem er þekkt fyrir fuglalíf, fagra fjöru og öflugt lista- og menningarlíf. Gömul vinnslustöð fyrir sjávarafurðir hefur nú öðlast nýtt líf sem Menningarverstöðin og hýsir vinnustofur, gallerí, Draugasafnið og Álfa- og Norðurljósasafnið. Á Stokkseyri er Veiðisafnið sem er með uppstoppuð dýr til sýnis, bæði fugla og spendýr, og Þuríðarbúð sem er endurgerð sjóbúð og lýsir vel aðbúnaði verkbúðarfólks á árum áður. Í þorpinu er einnig einn rómaðasti sjávarréttarstaður landsins, útisundlaug, kajakferðir og tjaldstæði. Austan við Stokkseyri er Knarrarósviti sem var byggður 1938 og gangsettur ári seinna. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar hjá Upplýsingamiðstöðinni staðsett í kaffihúsinu Gimli. ÁRBORGSveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps árið 1998. Árborg býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og slökunar, þar á meðal mikið úrval veitingastaða, kaffihúsa, listagallería, safna og sundlauga auk 9 holu golfvallar á Selfossi. Frábær staðsetning fyrir hvern sem vill vera í nærveru við náttúruna og berja stórbrotið landslag augum, allt frá fjalla til fjöru.  Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg telja 10.346 manns (september 2020).
EYRARBAKKI / Árborg
Á Eyrarbakka búa 585 manns í vinalegu þorpi sem áður var helsti verslunarstaður og hafnarsvæði á Suðurlandi. Fjöldi húsa er frá árunum 1890-1920 og að ganga um götur Eyrarbakka því eins og að ferðast aftur í tímann. Þar má finna Húsið sem var byggt árið 1765 og hýsir nú Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafnið. Í þorpinu er einnig tjaldstæði, farfuglaheimili, gistihús og veitingastaður. Á Eyrarbakka er upplagt að ganga með fram fjörunni, horfa á fuglalífið og brimið brjóta ströndina. Norðvestan við Eyrarbakka er fallegur trjálundur að Hallskoti og Fuglafriðlandið í Flóa sem er tilvalið til fuglaskoðunar, varpstaður votlendisfugla og er á alþjóðlegum lista yfir mikilvæg votlendissvæði. ÁRBORG  Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps árið 1998. Árborg býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og slökunar, þar á meðal mikið úrval veitingastaða, kaffihúsa, listagallería, safna og sundlauga auk 9 holu golfvallar á Selfossi. Frábær staðsetning fyrir hvern sem vill vera í nærveru við náttúruna og berja stórbrotið landslag augum, allt frá fjalla til fjöru. Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg telja 10.346 manns (september 2020). 
ÞORLÁKSHÖFN / Ölfusi
Sjávarbær við Suðurströndina. Um 40 mínútna akstur frá Reykjavík og 15 mínútna akstur frá Hveragerði. Kauptúnið dregur nafn sitt af Þorláki helga Skálholtsbiskupi (1133-1193). Útræði hófst snemma frá Þorlákshöfn. Meðan gert var út á áraskipum var ekki óalgengt að róið væri á 20-30 skipum frá Þorlákshöfn og hafa íbúarnir þá verið um 3-400 yfir vertíðina. Núverandi þéttbýli myndaðist um og upp úr miðja síðustu öld í kjölfar uppbyggingar öflugrar útgerðar á vegum Meitilsins hf. Mikil fjólksfjölgun varð einnig á áttunda áratugnum í kjölfar eldgossins í Heimaey. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Þorlákshöfn á síðustu árum. Íþróttahús og sundaðstaða eru til fyrirmyndar og glæsilegir íþróttavellir í næsta nágrenni auk leikaðstöðu fyrir börn. Tjaldstæði er við íþróttahúsið en einnig er gisitheimili í bænum, upplýsingamiðstöð á bókasafninu, íþróttagolfvöllur og 18 holu sandgolfvöllur rétt utan við bæinn. Sett hafa verið upp nokkur söguskilti á svonefndu hverfisverndarsvæði þar sem enn er hægt að greina minjar frá fyrri tímum verstöðvarinnar. Hægt er að ganga á milli skilta frá Þorlákskirkju. Ferðaþjónusta er ung atvinnugrein í Þorlákshöfn en er mikið stunduð í dreifbýli Ölfuss. Þar eru ýmsir gististimöguleikar, veitingastaðir, kaffihús og boðið upp á hestaferðir. Gerðar hafa verið góðar reiðleiðir um Ölfusið. Víða er veiði í vötnum og í ósum Ölfusár. Selvogurinn vestan við Þorlákshöfn, jarðhitasýning í Hellisheiðarvirkjun og strandlengjan að veitingastaðnum Hafinu Bláa eru vinsælir viðkomustaðir fyrir ferðamenn.