Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áhugaverðir staðir

Fjölmargir áhugaverðir staðir eru á Vitaleiðinni, fyrir utan vitana þrjá þá er svæðið ríkt af sögu, náttúru og dýralífi.

Selvogsviti
Selvogsviti var byggður árið 1919 og endurbyggður árið 1931. Ljóshæð yfir sjó er 20 m. Árið 1919 var 15 metra há járngrind reist á Selvogstanga. Á hana var látið 3,3 metra hátt ljóshús og 200°díoptrísk1000 mm linsa og gas-ljóstæki.  Vitinn var sömu gerðar og Stokksnesviti sem reistur var árið 1922. Eftir aðeins 10 ár var vitinn orðinn svo ryðbrunninn að nauðsynlegt reyndist að byggja nýjan vita og 1930 var byggður 15,8 m hár vitaturn úr steinsteypu. Ári síðar voru sett á hann ljóshús, linsa og gasljóstæki járngrindarvitans og hinn nýi Selvogsviti tekinn í notkun. Árið 1987 voru veggir ljóshúss endurnýjaðir. Vitinn var raflýstur ári síðar og settur á hann radarvari. Nú er ljós látið loga á vitanum af öryggisástæðum en radíósendir efst á honum er þó það sem mestu máli skiptir nú orðið.  Selvogsviti er hluti af Vitaleiðinni, en hægt er að lesa meira um hana hér . 
ÞORLÁKSHÖFN / Ölfusi
Sjávarbær við Suðurströndina. Um 40 mínútna akstur frá Reykjavík og 15 mínútna akstur frá Hveragerði. Kauptúnið dregur nafn sitt af Þorláki helga Skálholtsbiskupi (1133-1193). Útræði hófst snemma frá Þorlákshöfn. Meðan gert var út á áraskipum var ekki óalgengt að róið væri á 20-30 skipum frá Þorlákshöfn og hafa íbúarnir þá verið um 3-400 yfir vertíðina. Núverandi þéttbýli myndaðist um og upp úr miðja síðustu öld í kjölfar uppbyggingar öflugrar útgerðar á vegum Meitilsins hf. Mikil fjólksfjölgun varð einnig á áttunda áratugnum í kjölfar eldgossins í Heimaey. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Þorlákshöfn á síðustu árum. Íþróttahús og sundaðstaða eru til fyrirmyndar og glæsilegir íþróttavellir í næsta nágrenni auk leikaðstöðu fyrir börn. Tjaldstæði er við íþróttahúsið en einnig er gisitheimili í bænum, upplýsingamiðstöð á bókasafninu, íþróttagolfvöllur og 18 holu sandgolfvöllur rétt utan við bæinn. Sett hafa verið upp nokkur söguskilti á svonefndu hverfisverndarsvæði þar sem enn er hægt að greina minjar frá fyrri tímum verstöðvarinnar. Hægt er að ganga á milli skilta frá Þorlákskirkju. Ferðaþjónusta er ung atvinnugrein í Þorlákshöfn en er mikið stunduð í dreifbýli Ölfuss. Þar eru ýmsir gististimöguleikar, veitingastaðir, kaffihús og boðið upp á hestaferðir. Gerðar hafa verið góðar reiðleiðir um Ölfusið. Víða er veiði í vötnum og í ósum Ölfusár. Selvogurinn vestan við Þorlákshöfn, jarðhitasýning í Hellisheiðarvirkjun og strandlengjan að veitingastaðnum Hafinu Bláa eru vinsælir viðkomustaðir fyrir ferðamenn.
Ölfusá
Ölfusá er vatnsmesta á landsins þar sem meðalrennsli árinnar er 423 m³/sek. Upprunni Ölfusár er á milli Grímsness og Hraungerðishrepp þar sem Sogið og Hvítá falla saman og er 25 km long og fellur niður að ósum Eyrarbakka austanverðu. Ölfusá rennur með vesturjaðri Þjórsárhrauns.  Áin rennur jökulituð í gegnum Selfoss í gegnum djúpa gjá sem er 9m djúp. Þrátt fyrir að áinn sé jökullituð er þó nokkuð af lindarvatni þannig að á veturnar í kuldatíð á hún til með að vera allt að því tær. Áin myndar stórt stöðuvatn eða sjávarlón í Ölfusinu áður en hún rennur út í sjóinn austan við Óseyri. Þetta lón nefnist Ölfusárós. 
Fuglafriðland í Flóa
Friðlandið í Flóa og Ölfusforir Á ósasvæði Ölfusár eru tvö stór votlendi, Friðland Fuglaverndar í Flóa austan og Ölfusforir vestan ár. Þetta eru miklar flæðisléttur með tjörnum og vötnum. Engjarnar hafa jafnt gildi á fartíma og sem varpstaður. Lómur er einkennisfugl Friðlandsins og lóuþræll og jaðrakan eru óvíða algengari. Á veturna er mikið fuglalíf í Ölfusforum, stórir hópar af urtöndum, stokköndum og gulöndum halda þar til, og jafnframt stærsti hópur gráhegra á landinu.  
EYRARBAKKI / Árborg
Á Eyrarbakka búa 585 manns í vinalegu þorpi sem áður var helsti verslunarstaður og hafnarsvæði á Suðurlandi. Fjöldi húsa er frá árunum 1890-1920 og að ganga um götur Eyrarbakka því eins og að ferðast aftur í tímann. Þar má finna Húsið sem var byggt árið 1765 og hýsir nú Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafnið. Í þorpinu er einnig tjaldstæði, farfuglaheimili, gistihús og veitingastaður. Á Eyrarbakka er upplagt að ganga með fram fjörunni, horfa á fuglalífið og brimið brjóta ströndina. Norðvestan við Eyrarbakka er fallegur trjálundur að Hallskoti og Fuglafriðlandið í Flóa sem er tilvalið til fuglaskoðunar, varpstaður votlendisfugla og er á alþjóðlegum lista yfir mikilvæg votlendissvæði. ÁRBORG  Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps árið 1998. Árborg býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og slökunar, þar á meðal mikið úrval veitingastaða, kaffihúsa, listagallería, safna og sundlauga auk 9 holu golfvallar á Selfossi. Frábær staðsetning fyrir hvern sem vill vera í nærveru við náttúruna og berja stórbrotið landslag augum, allt frá fjalla til fjöru. Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg telja 10.346 manns (september 2020). 
Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka
Fjaran á Eyrum neðst í Flóa, milli Ölfusár og Loftsstaða, er stærsta hraunfjara landsins, endi hins mikla Þjórsárhrauns, sem rann fyrir 8000 árum og er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni eftir ísöld. Ofan fjörunnar eru ótal tjarnir og vötn, aðallega við Stokkseyri. Fjölbreytt fuglalíf er þar allt árið um kring og er svæðið sérstaklega mikilvægt fyrir farfugla, eins og rauðbrysting, lóuþræl, sanderlu, tildru, margæs, rauðhöfðaönd og fleiri endur. Stórt kríuvarp er á svæðinu og nokkur hundruð álftir fella þar flugfjaðrir síðsumars.   Svæðið er hluti af ferðaleiðinni Vitaleiðin sem nær frá Knarrarósvita í austri að Selvogsvita í vestri. Malbikaður göngu- oghjólastígur liggur á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka.  
STOKKSEYRI / Árborg
Á Stokkseyri búa 559 manns í heillandi þorpi sem er þekkt fyrir fuglalíf, fagra fjöru og öflugt lista- og menningarlíf. Gömul vinnslustöð fyrir sjávarafurðir hefur nú öðlast nýtt líf sem Menningarverstöðin og hýsir vinnustofur, gallerí, Draugasafnið og Álfa- og Norðurljósasafnið. Á Stokkseyri er Veiðisafnið sem er með uppstoppuð dýr til sýnis, bæði fugla og spendýr, og Þuríðarbúð sem er endurgerð sjóbúð og lýsir vel aðbúnaði verkbúðarfólks á árum áður. Í þorpinu er einnig einn rómaðasti sjávarréttarstaður landsins, útisundlaug, kajakferðir og tjaldstæði. Austan við Stokkseyri er Knarrarósviti sem var byggður 1938 og gangsettur ári seinna. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar hjá Upplýsingamiðstöðinni staðsett í kaffihúsinu Gimli. ÁRBORGSveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps árið 1998. Árborg býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og slökunar, þar á meðal mikið úrval veitingastaða, kaffihúsa, listagallería, safna og sundlauga auk 9 holu golfvallar á Selfossi. Frábær staðsetning fyrir hvern sem vill vera í nærveru við náttúruna og berja stórbrotið landslag augum, allt frá fjalla til fjöru.  Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg telja 10.346 manns (september 2020).
Knarrarósviti
Árið 1938 hófst vinna við að byggja upp Knarraóssvita og var hann tekinn í gagnið ári síðar eða 31. Ágúst 1939. Þjónaði hann griðalega miklu hlutverki fyrir sjávarútveginn á þessum tíma því innsiglingarnar voru hættulegar á þessu svæði. Mörg skip hafa farist á þessum slóðum. Knarraóssviti er 22 metrar að hæð, fallegur og rammbyggður. Útsýnið úr honum er einstaklega fallegt og mikið. Var hann með 6000 kerti sem er meðal stærð á vita á þessum tíma sem hann var byggður. Hönnun vitans er áhugaverð blanda af fúnkis og art nouveau stíl. Knarrarósviti er hliti af Vitaleiðinni, en hægt er að lesa meira um hana hér.