Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Velkomin á áhrifasvæði Öræfajökuls – 8. svið Eldfjallaleiðarinnar

Á austasta hluta Eldfjallaleiðarinnar ræður Vatnajökull ríkjum. Hæsti tindur Íslands, Öræfajökull er Eldkeila staðsett í syðri enda Vatnajökuls. Frá því að elfjallið gaus síðast árið 1362 hefur landssvæðið sem umlykur það verið kallað Öræfi. Núna mörgum öldum seinna er landslagið þakið gróðri og þar má finna grösuga skóga jafnt sem sanda sem myndast hafa í kjölfar jökulflóða. Jökulsárlón er eitt af mörgum jökullónum sem finna má nálægt Öræfajökli. Í umhverfi Öræfajökuls er mikið dýralíf. Ef heppnin er með þér gætir þú séð hreindýr á veturna og á sumrin er hægt að heimsækja lundana á Ingólfshöfða. 

 

Afþreying - Öræfajökull

Gisting - Öræfajökull

Sjóðheitar staðreyndir

Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, er staðsettur í Öræfajökli og trónir í um 2.110 metra hæð yfir sjávarmáli. Vatnajökulsþjóðgarður er verndað svæði sem nær yfir allan Vatnajökul og umhverfi hans, þar með talið Jökulsá allt norður til Ásbyrgis. Stærsta gos Öræfajökuls átti sér stað 1362 og breyttist landslagið umhverfis eldfjallið til muna eftir gosið og jökulflóðin sem því fylgdu.

Vatnajökull þekur nokkur af þekktustu eldfjöllum Íslands, þar á meðal Bárðarbungu, Grímsvötn og Kverkfjöll. Ferðafólk getur þó ferðast um Vatnajökulsþjóðgarð án þess að óttast því eldfjöllin eru undir stöðugu eftirliti vísindafólks og Almannavarna.

Vatnajökull þekur nokkur af þekktustu eldfjöllum Íslands

Skemmtileg staðreynd: Ef að rúmmáli Öræfajökuls, sem er um 370 km3, væri dreift yfir Manhattan eyju í New York myndi borgin liggja á um 900 metra dýpi undir ís. Það er nánast þreföld hæð Empire State skýjakljúfursins! 

Kynntu þér átta svið Eldfjallaleiðarinnar

1. Fagradalsfjall
Staðsett á Reykjanesskaga þar sem má finna einstök náttúruundur hvert sem augað eygir.
2. Hengill
Þegar þú nálgast Hengilssvæðið sérðu gufustróka rísa upp af hlíðum og hólum hvarvetna, meira að segja inni í miðju Hveragerði.
3. Hekla
Hekla er oft nefnd drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er það eldfjall sem hefur gosið hvað oftast á síðustu árum
4. Eyjafjallajökull
Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010.
5. Eldfell
Eina örlagaríka nótt árið 1973, vöknuðu íbúar Vestmannaeyja upp við það að eldgos væri hafið í jaðri byggðarinnar.
6. Katla
Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón.
7. Lakagígar
Hraunbreiðan sem þekur umhverfi Laka minnir á eitthvað frá annari plánetu.
8. Öræfajökull
Á austasta hluta Eldfjallaleiðarinnar ræður Vatnajökull ríkjum. Hæsti tindur Íslands, Öræfajökull er Eldkeila staðsett í syðri enda Vatnajökuls.
Algengar spurningar
Þessi síða er í vinnslu