Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Velkomin á áhrifasvæði Hengils – 2. svið Eldfjallaleiðarinnar

Þegar þú nálgast Hengilssvæðið sérðu gufustróka rísa upp af hlíðum og hólum hvarvetna, meira að segja inni í miðju Hveragerði. Heimamenn sem hafa nýtt jarðhitann svo öldum skiptir eru löngu hættir að finna fyrir brennisteinslyktinni og nýta jarðhitann til eldamennsku, . Láttu jarðhitasýninguna í Hellisheiðarvirkjun koma þér á óvart, slakaðu á í heita læknum í Reykjadal eða kannaðu Hveragarðinn. Ferð um Raufarhólshelli er líka mögnuð upplifun sem færir þig nær iðrum jarðar.

Afþreying - Hengill

Gisting - Hengill

Lærðu um beislun jarðhita sem orkugjafa

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Á sýningunni er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni. 

Í forvitnishorninu fá börn á öllum aldri tækifæri til að njóta og fræðast um jarðfræði Íslands og hvernig Orka náttúrunnar vinnur rafmagn og heitt vatn frá orku móður jarðar.

 

 

Sjóðheitar staðreyndir

Vissir þú að eldfjallakerfi Hengilsvæðisins teygir sig yfir 60km svæði og hefur gosið níu sinnum á síðustu 12.000 árum. Helstu einkenni svæðisins eru mikil misgengi sem myndast hafa í endurteknum eldsumbrotum. Hengilinn er heimili annars stærsta jarðhitasvæðis á Íslandi.

Það er mikil litadýrð á jarðhitasvæðum. Líflegir litir finnast á háhitasvæðum eins og Friðland á Fjallabaki, í Kerlingarfjöllum og Hveravöllum, en á láglendinu eru líka hrífandi staðir á borð við Geysi, Hveragarðinn í Hveragerði og jarðhitasvæðin við Hengil.

Hvaða sérkennilega lykt er þetta? Hún orsakast af brennisteinsvetni í hverunum! Erlendir ferðamenn bera hana oft saman við úldin egg en sumum finnst lyktin góð!


Kynntu þér átta svið Eldfjallaleiðarinnar

1. Fagradalsfjall
Staðsett á Reykjanesskaga þar sem má finna einstök náttúruundur hvert sem augað eygir.
2. Hengill
Þegar þú nálgast Hengilssvæðið sérðu gufustróka rísa upp af hlíðum og hólum hvarvetna, meira að segja inni í miðju Hveragerði.
3. Hekla
Hekla er oft nefnd drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er það eldfjall sem hefur gosið hvað oftast á síðustu árum
4. Eyjafjallajökull
Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010.
5. Eldfell
Eina örlagaríka nótt árið 1973, vöknuðu íbúar Vestmannaeyja upp við það að eldgos væri hafið í jaðri byggðarinnar.
6. Katla
Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón.
7. Lakagígar
Hraunbreiðan sem þekur umhverfi Laka minnir á eitthvað frá annari plánetu.
8. Öræfajökull
Á austasta hluta Eldfjallaleiðarinnar ræður Vatnajökull ríkjum. Hæsti tindur Íslands, Öræfajökull er Eldkeila staðsett í syðri enda Vatnajökuls.
Algengar spurningar
Þessi síða er í vinnslu