Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Velkomin á áhrifasvæði Laka – 7. sviðið á Eldfjallaleiðinni

Hraunbreiðurnar sem þekja Skaftárhrepp og umhverfi Lakagíga minnir á eitthvað frá annari plánetu. Landslagið sem einkennir svæðið allt frá hálendi niður að hafi mótaðist sérstaklega af tveimur stórum eldsumbrotum: Eldgjáar gosinu árið 934 og gosinu í Lakagígum 1783-84 sem olli móðuharðindundunum. Í dag er svæðið þakið mosa. Í rigningu er fær mosinn á sig skærgrænan ljóma en á þurrum sumardögum er sem mjúk grá sæng hylji hraunið. Jarðfræði og saga er samofin á svæðinu með einstökum áfangastöðum á borð við Fjaðrárgljúfur, Dverghamra og Álftaversgíga. Jeppaferð að Eldgjá eða Lakagígum gerir þér svo kleift að skoða uppsprettur eldgosanna sem settu mark sitt á líf og landslag Skaftafellssýslu.

 

Afþreying - Lakagígar

Gisting - Lakagígar

Sjóðheitar staðreyndir

Lakagígar mynduðust í Skaftáreldum 1783. Hraunið úr Skaftáreldum þekur um 580 km2 og fylgdi gosinu mikið af gjósku og eitruðum gufum. Skaftáreldar vörðu í 8 mánuði, eldsumbrotin ollu því að móða myndaðist yfir norðurhveli jarðar. Móðan olli því að veturinn var einstaklega harður, hungursneyð í gjörvallri Evrópu fylgdi og er því talið að Skaftáreldar hafi verið einn áhrifaþátta sem leiddu til Frönsku byltingarinnar.

Móðan hékk yfir norðurhveli til ársins 1785 og er sá tími kenndur við Móðuharðindin. Bændur misstu mikið magn búfénaðar og er talið að 10.000 mans hafi látist á Íslandi, eða um 20% þjóðarinnar á þeim tíma. Skaftáreldar minna á kraft náttúrunnar og hve áhrif hennar geta verið umfangsmikil.

Skaftáreldar vörðu í 8 mánuði, eldsumbrotin ollu því að móða myndaðist yfir norðurhveli jarðar. Móðan olli því að veturinn var einstaklega harður, hungursneyð í gjörvallri Evrópu fylgdi og er því talið að Skaftáreldar hafi verið einn áhrifaþátta sem leiddu til Frönsku byltingarinnar.

Skemmtileg staðreynd: Hraunið frá Skaftáreldum þekur um 580 km2 sem er gróflega jafn stórt og borgin Chicago, þriðja stærsta borg Bandaríkjanna.

 

Kynntu þér átta svið Eldfjallaleiðarinnar

1. Fagradalsfjall
Staðsett á Reykjanesskaga þar sem má finna einstök náttúruundur hvert sem augað eygir.
2. Hengill
Þegar þú nálgast Hengilssvæðið sérðu gufustróka rísa upp af hlíðum og hólum hvarvetna, meira að segja inni í miðju Hveragerði.
3. Hekla
Hekla er oft nefnd drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er það eldfjall sem hefur gosið hvað oftast á síðustu árum
4. Eyjafjallajökull
Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010.
5. Eldfell
Eina örlagaríka nótt árið 1973, vöknuðu íbúar Vestmannaeyja upp við það að eldgos væri hafið í jaðri byggðarinnar.
6. Katla
Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón.
7. Lakagígar
Hraunbreiðan sem þekur umhverfi Laka minnir á eitthvað frá annari plánetu.
8. Öræfajökull
Á austasta hluta Eldfjallaleiðarinnar ræður Vatnajökull ríkjum. Hæsti tindur Íslands, Öræfajökull er Eldkeila staðsett í syðri enda Vatnajökuls.
Algengar spurningar
Þessi síða er í vinnslu