Vel sótt námskeið í markaðssetningu.
Markaðsstofa Suðurlands ásamt Manhattan markaðsráðgjöf stóð fyrir námskeiði í markaðssetningu á ferðaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki í ferðaþjónustu.
14.03.2017
Markaðsstofa Suðurlands ásamt Manhattan markaðsráðgjöf stóð fyrir námskeiði í markaðssetningu á ferðaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Námskeiðið var haldið föstudaginn 10. mars í Fjölheimum á Selfossi og mættu um 20 aðilar úr ferðaþjónustunni.
Námskeiðið tókst vel og var farið yfir helstu grunn atriði markaðssetningar ásamt því að farið var yfir niðurstöður sem komu út úr markaðsgreiningu sem unnin var fyrir áfangastaðinn Suðurland.
Brynjar Þór Þorsteinsson aðjúnkt við Háskólann á Bifröst sá um námskeiðið.
Stefnt er á að halda samskonar námskeið í Vík og á Höfn í apríl. Tímasetningar verða auglýstar síðar.