Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tveggja daga vinnustofa á Grand Hótel Reykjavík

Tveggja daga vinnustofa stendur nú yfir á Grand Hótel Reykjavík og sitja hana verkefnastjórar DMP áætlana og fulltrúar landshlutanna.

Tveggja daga vinnustofa stendur nú yfir á Grand Hótel Reykjavík og sitja hana verkefnastjórar DMP (stefnumarkandi stjórnunaráætlana) áætlana og fulltrúar landshlutanna. Vinnustofan markar upphaf á þessu stóra verkefni sem framundan er í ferðamálum á landsvísu.

Með DMP vinnu er um að ræða heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.