Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tillögur ráðgjafa um þróun ferðamannastaða: Mikilvægast að hlúa að sérstöðu þeirra

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur nú birt niðurstöður og tillögur franskra ráðgjafa sem heimsóttu Jökulsárlón, Gullfoss, Geysi og Þingvelli í haust í tengslum við Vörðu, verkefni um heildstæða stjórnun áfangastaða. Meðal þess sem ráðgjafarnir leggja til er að....

Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands tóku í byrjun september þátt í vinnustofum á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Vinnustofurnar voru liður í undirbúningi á verkefninu Varða sem er ný nálgun á heildræna stjórnun áfangastaða.

Vörður, merkisstaðir á Íslandi, eru fjölsóttir ferðamannastaðir sem teljast einstakir á lands- eða heimsvísu. Fyrstu áfangastaðirnir sem hefja ferli til að verða Vörður eru Gullfoss, Geysir, Þingvallaþjóðgarður og Jökulsárlón. Vinnustofunum stýrðu franskir ráðgjafar, Johan, Ann og Alan, en þau hafa komið að sambærilegri vinnu í Frakklandi í gegnum verkefnið Grand Sites de France. Auk þeirra og fulltrúa ráðuneytanna tveggja tóku þátt í vinnustofunum helstu hagaðilar á svæðinu s.s. fulltrúar sveitarfélaga, þjóðgarða, Umhverfisstofnunar og annara sem hafa með uppbyggingu á stöðunum að gera.

Niðurstöður og tillögur ráðgjafanna eru nú aðgengilegar á vef Vörðu. Meðal þess sem ráðgjafarnir leggja til er að hlúa að sérstöðu og staðaranda hvers áfangastaðar, hafa innviði lágstemmda og huga að miðlun menningararfs. Þær munu nýtast í áætlanagerð sem mun hjálpa stöðunum að færast nær hugmyndafræðinni sem unnið er samkvæmt, þannig að þeir geti orðið Vörður innan ákveðins tíma.