Fara í efni

Poppmenning: skapandi afl í ferðaþjónustu?

Rannsóknamiðstöð ferðamála býður til kynningarfundar fimmtudaginn 25. nóvember þar sem farið verður yfir hinar ýmsu hliðar poppmenningar ferðaþjónustu.

Rannsóknamiðstöð ferðamála býður til kynningarfundar fimmtudaginn 25. nóvember þar sem farið verður yfir hinar ýmsu hliðar poppmenningar ferðaþjónustu.

Hver eru tengslin á milli poppmenningar og ferðaþjónustu?
Hvernig getur poppmenning ýtt undir nýsköpun og vöruþróun?

Á fundinum verður samstarfsverkefnið OUTPACE kynnt ásamt fræðsluefni sem útbúið var í tengslum við verkefnið og rædd verða tækifærin sem felast í því að nýta sér poppmenningu í tengslum við vörur og þjónustu innan ferðaþjónustunnar.
Hægt er að lesa meira um verkefnið á heimasíðu þess: https://www.popculturetourism.eu/

Auk þess fáum við til okkar áhugaverða gestafyrirlesara sem halda erindi um sín störf, en þeir eru:
Dorothee Lubecki, Bókabæirnir austanfjalls
Jón Bjarni Guðmundsson, True North
Dagný Hulda Jóhannsdóttir, Markaðsstofa Suðurlands
Örlygur Hnefill Örlygsson, Óskarinn til Húsavíkur

Fundurinn hefst kl. 9:30 á léttri morgunverðarhressingu og lýkur með hádegisverði.

Þátttaka er ókeypis en vegna fjöldatakmarkana og til að áætla fjölda í hádegisverðinn, þá er mikilvægt að skrá sig á viðburðinn.

SKRÁNING: https://forms.gle/Sv8QSryi4QydKVXs8

Staðsetning: Hótel Selfoss, Norðursalur, Eyravegi 2, 800 Selfossi

OUTPACE verkefnið er tveggja ára samstarfsverkefni (2019-2021) sem fjármagnað er af ESB Erasmus+ styrkjaáætluninni og koma samstarfsaðilar verkefnisins frá menntastofnunum og fyrirtækjum í fimm löndum: Litháen, Bretlandi, Írlandi, Svíþjóð og Íslandi.