Fara í efni

NÝJAR VEFSÍÐUR Í UNDIRBÚNING

Markaðsstofur landshlutanna hafa verið með nýjar vefsíður í undirbúningi.

Markaðsstofur landshlutanna hafa verið með nýjar vefsíður í undirbúningi, sem allar hafa samræmda virkni og útlit og mun þá landshlutavefurinn www.south.is / www.sudurland.is frá kærkomna upplyftingu. Ýmsar nýjungar líta þar dagsins ljós, aukin kortavirkni, léttara útlit og meiri möguleikar á framsetningu og þar með sýnileika aðildarfyrirtækja og svæða. Markaðsstofan hefur nú fengið vefinn afhentan frá Stefnu, sem vinnur vefina fyrir landshlutanna. Áætlað er að setja þá alla í loftið í maí. Þá eru fleiri nýungar á leiðinni fyrir aðildarfyrirtæki s.s. aðgengi þeirra að fallegu myndefni frá landshlutanum í gegnum bakenda upplifdu.is, sem verður kynnt nánar á næstu misserum. Hvetjum því alla að fylgjast vel með á næstunni!