Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Námskeið um innleiðingu Vakans

Fræðslunetið og Ferðamálasamtök Suðurlands í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands efna til námskeiðs um innleiðingu Vakans.

Vakinn – gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar

Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi og Ferðamálasamtök Suðurlands í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands efna til námskeiðs um innleiðingu Vakans hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 

Námskeið í innleiðingu Vakans undir handleiðslu ráðgjafa.

Ferðþjónustuaðilar hittast og vinna saman í hópum að skráningu gagna og umsóknum fyrirtækja sinna í Vakann undir handleiðslu ráðgjafa samkvæmt sérstakri verkáætlun.

Námskeiðið skiptist í tvær vinnulotur:
• 27. apríl kl. 13.00 – 17.00
• 5. maí kl. 13.00 – 17.00

- Fyrri lotan hefst á stuttri kynningu á Vakanum.
- Fleiri en einn geta komið frá hverju fyrirtæki.

Helsti ávinningur af innleiðingu Vakans:

• Staðfesting á því að fyrirtækið sinni gæða- og umhverfismálum af fagmennsku og heiðarleika.
• Markaðslegur ávinningur og samkeppnisforskot þegar fyrirtækið fær gæðastimpil VAKANS.
• Betri rekstur og aukin fagmennska.
• Auknar líkur á að uppfylla væntingar innlendra og erlendra gesta.

Skráning fyrir 21. apríl.

  • Dagar: Mánudagur og miðvikudagur
  • Staður: Fjölheimar, Selfossi
  • Verð: 7.000 fyrir þá sem eru aðilar að Markaðsstofu Suðurlands en 14.000 fyrir aðra. 

Skráning og allar nánari upplýsingar fást með því að smella hér eða hjá Fræðslunetinu, Símenntun á Suðurlandi í síma 560 2030 eða með því að senda tölvupóst á fraedslunet[hjá]fraedslunet.is.