Fara í efni

Morgunfundir Markaðsstofu Suðurlands

Stefnt er að því að halda þrjá rafræna morgunfundi fyrir aðildarfyrirtæki Markaðsstofu Suðurlands, 9. febrúar, 23. febrúar og 9. mars, kl. 09.00. Efnistök fundanna verða: Upplifun gesta og skapandi markaðssetning.

Rafrænir morgunfundir aðildarfyrirtækja Markaðsstofu Suðurlands. Þrjú stutt erindi verða í boði sem tengjast upplifun gesta og skapandi markaðssetningu.  

Þriðjudaginn, 9. febrúar kl. 9.00 mun Nejra Mesetovic, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands tala um upplifun ferðamanna út frá rannsókn hennar.

Þriðjudaginn, 23. febrúar kl. 9.00 mun Laufey Sif Lárusdóttir hjá Ölverki segja frá skapandi markaðssetningu sem fyrirtæki hefur verið að gera. 

Þriðjudaginn, 9. mars kl. 9.00 mun Guðmundur Helgi Harðarson hjá GK bakarí tala um þeirra markaðssetningu til gesta. 

Fundirnir fara fram á Zoom og er einungis í boði fyrir aðildarfyrirtæki MSS. 
Skráning á fundinn fer fram hér. Hlekkur á fundinn verður svo sendur út til skráðra aðila daginn fyrir fund.