Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofan með fundarröð á Suðurlandi

Markaðsstofan er sem stendur með fundarröð á Suðurlandi, nú í þessari viku á Höfn í Hornafirði og á Klaustri.

Markaðsstofan er sem stendur með fundarröð á Suðurlandi ásamt Íslandsstofu og Manhattan Marketing.
Íslandsstofa kynnir nýjar áherslur í markaðsherferðum fyrir Ísland árið 2016 og Manhattan Marketing er að kynna fyrstu niðurstöður úr markaðsgreiningu fyrir Suðurland. En sú vinna er búin að vera í fullum gangi frá því í vetur í þéttu samstarfi við bæði Markaðsstofuna og ferðamála- og upplýsingafulltrúa af Suðurlandi. 

Dagskrá funda:

  • Markaðssetning og samstarf - Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands
  • Áherslur 2016 í markaðssetningu Íslands á erlendum mörkuðum ásamt kynningu á nýrri herferð Íslandsstofu „Iceland Academy“ - Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
  • Markaðsgreining áfangastaðarins Suðurlands – fyrstu niðurstöður greiningarinnar – Haraldur Daði Ragnarsson, Manhattan Marketing

Næsti fundur verða auglýstir síðar.