Fara í efni

Markaðsleg tækifæri Mataráfangastaðarins Suðurlands - Morgunfundur

Rafrænn morgunfundur samstarfsfyrirtækja Markaðsstofu Suðurlands - þriðjudaginn 23. nóvember kl 9.00

Þriðji fundurinn í morgunfundaröð Markaðsstofu Suðurlands verður haldinn 23. nóvember fyrir samstarfsfyrirtæki Markaðsstofunnar.

Þriðjudaginn, 23. nóvember kl. 9.00 munu starfsmenn MSS fjalla um markaðsleg tækifæri Mataráfangastaðarins Suðurlands. Farið verður yfir það hvernig þú getur sagt sögu þína í gegnum matinn, hvernig hægt er að nýta verkfæri Matarauðs Suðurlands inn í matarupplifun og einnig ákveðna hugmyndarfræði markaðssetningar upplifunar. Hvernig getum við gert matarupplifun á Suðurlandi framúrskarandi?
 
Fundurinn fer fram á Zoom og er einungis í boði fyrir samstarfsfyrirtæki MSS.